Baldur - 27.08.1869, Blaðsíða 2

Baldur - 27.08.1869, Blaðsíða 2
58 ágreiningur á ríkisþingi Dana næstliðinn vetur, og hjeldu rnargir hinna betri þingmanna Dana (þar á meðal Carl Ploug) því fast fram, að slíkt gjald yrði ekki á Island lagt nema með samþykki alþingis. — J>að er yfir höfuð að tala í öllum þeim málum, sem oss varðar mestu, þá er ríkisþingið sett oss tii höfuðs og aiþingi hefur ekkertíþeim málum að segja nema að gefa ráð, sem þá ríkisþingið, ef til vill, ekki tekur til greina. Vjer viljum ekkert ríkisþing hafa yfir oss í þeim málum, sem oss varðar mestu; vjer höfum konung vorn og alþingi, og það er oss nóg. J>á er nú rekinn endahnúturinn á, þar sem segir í ástæðun- umfyrir frumvarpi þessu, að konungur hafiafnáð(i) ekki vilj- að lýsa misþóknun sinni á hinu frjálslega tiltæki konungs- fulltrúa á þinginu 1867, er hann veitti þinginu samþykkt- aratkvæði, en jafnframt tekið fram, að það hafi ekkert gildi nema í það eitt skiptið. En vjer viljum spyrja: þegar því er játað, að alþingi hafi einu sinni haft samþykkisatkvæði í þessu máli, hvernig getur það þá orðið tekið frá því aptur? því er líka berlega lýstyfir, að breytingar þær, sem alþingi kynni að stinga upp á á frumvarpi þessu, verði því að eins teknar til greina, að þær verði samkvæmar geðþekkni stjórn- arinnar (ríkisdagsins ?), en að inálinu annars verði ráðið til lykta fyrir fullt og fast, hvað sem alþingi svo segir. Ekki er nú gullið í skelinni, en hitt er verra, að mega sitja með þaðámóti vilja sínum, og sárt að verða að heyra ríkisþing Dana hrópa yfir oss: vae victis. J>að er auðvit- að, að alþingi aldrei getur gengið að þessum kjörum, og er eigi annað fyrir, en að alþingi leggist á eitt og mótmæli kröptulega þeirri lögleysu, að láta ríltisþingið danska hafa hin minnstu afskipti af stjórnarmáli voru, og að þingið enn fremur, samkvæmt því, sem fram á er farið í ýmsum bæn- arskrám, neiti að taka mál þetta til umræðu nema því verði veitt samþykktarvald. [J>á er þetta var 6ett, hafbi ritstj. eigi sjeb álit nefndarinnar í málinu]. GUÐDRANDAR-POSTILLA. (Framh.) J>ar sem höfundurinn segir í byrjun bókar sinnar, að sama biflíu-útlegging hafi gilt á íslandi um nærfellt 800 ár, þá er þetta engan veginn satt, eins og hver maður sjer, efhann ber saman útgáfu Odds Gottskálkssonar á N. T. frá 1540, Guðbrandar-biflíu frá 1584, J>orláks-biflíu-textann frá 1644, (sem ernálegaóbreyttur í útgáfu Steins 1728, Waisenhús-út- gáfunum 1746 og 47, og <'grútarbiflíu»-útgáfunni enska biflíu- Ijelagsins frá 1813, sem er íslenzkum biflíulegum bók- menntumtil sannrar háðungar), Viðeyjar-útgáfurnar 1827 og 41 og Reykjavíkur-útgáfurnar frá 1851 og59; en svo vitlaust sem þetta er, sem hjer segir höfundurinn, þá mun það þó af öllu, sem hann segir í bók sinni, komast nœst því að vera satt. En nú skulum vjerskoða það, sem næst kemnr. Höf- undurinn segir að hin forna íslenzka biflíu-útlegging (o: þessi, sem fengið hafi 300 ára hefð), svari nærfellt orði til orðs til hinnar ensku biflíu-útleggingar. í þessum orðum, þótt merkilega sjeu fram borin, og líklega eigi að sýna, hve rækilega hann er kunnugur ritningunni, bæði á íslenzku og ensku, er tvöföld vitleysa fólgin. Sú er hin fyrri vitleysan, að þótt svo vœri, að hin forna íslenzka biflíu-útlegging væri að öllu leyti samliljóða hinum enska texta, þá er alls ekki þar með sýnt, að hún fyrir það sje hin rjetta, eða ætlar Guðbrandur, að biflíu-útlegging ensku kyrkjunnar sje bind- andi regla fyrir vora kyrkju á íslandi, og þá af hverjum á- stæðum ? Líklega af því, að Englendingum geti eigi skjátl- að í úllegging biflíunnar; en þetta yrði að styðjast við ein- hverjar sannanir, en þær verður Guðbrandi aldrei auðið að koma með, nema þvi að eins, að hann sje horfinn frá skoð- unum vorrar kirkju, og getum vjer reyndar ímyndað oss að svo sje, þótt hann sjálfur ekki viti af því, guðfræðingurinn! En þá viljum vjer ráða honum til að þegja og ljúka aldrei framar upp munni sínum um það efni, sem hann ber ekk- ert skyn á. Yjer hljótum að virða mikils biflíu-útlegging Lúters, og miklu meira, en útlegging hinnar ensku kyrkju, (Guðbrandur segir þær vera samhljóða; hann þarf að lesa beturl), en það er þvertámóti grundvallarskoðunum hinn- ar lútersku kyrkju og Lúters sjálfs, ab noltkur útlegging af ritningunni hafi gildi, nema því að eins og að svo miklu leyli, sem hún er samhljóða frumtexta ritningarinnar. Vjer hljótum sí og æ að halda fast við þá setning, að því er útleggingu ritningarinnar snertir, að hún aldrei verður full- lcomin, en getur og á sífellt smám saman að færast nær hinu rjetta, og það verður ekki með því, að rígbinda sig við neina vissa biflíu-útlegging, heldur með því, að kynna sjer æ betur frumtexta ritningarinnar og hin elztu og helztu rit, er í fornkyrkjunni hafa verið samin í því skyni, að skýra hana og sögu henuar. J>etta er hin fyrri villa í orðum Guð- brandar, að hann vill binda vora biflíu-útlegging við hina ensku, án tillits til frumtextans. Og með því að svona er rammskökk undirstaðan, semdómur Guðbrandar er byggður á, þá er reyndar með því allt þetta rit hans gjörsamlega hrakið. En til að hætta eigi í miðju kafi, þá viljum vjer snúa oss að hinni síðari villu; og er hún fyrirhvern mann með opnum augum enn bersýnilegri, þar sem hann segir, að hin foma íslenzka biflíu-útlegging svari nálega orði til orðs til hins enska texta. J>ví svo óheppilega vill til, að fyrsta dæmið, sem hann tekur sínu máli til sönnunar (Matþ. 5., 21.)1, sannar einmitt, að hin foma íslenzka útlegging er þvert á móti hinni ensku löggiltu útleggingu, en að einmitt hin nýja íslenzka útlegging er samkvœm hinni ensku. Fyrst nú fyrsta dæmið er svona, þá má nærri geta hve öflugar sannanir felast í dæmunum, sem á eptir fara. J>að mætti æra óstöðugan, að ganga í gegn um hin dæmin, enda getum vjer eigi gjörtsvo lítið úross, að hrekja þenn- an herfilega vitlausa samanburð rækilegar, en orðið er. Eptir því, sem Guðbrandur sýnir sig í þessu máli, get- um vjer varla annað ætlað, en að hann hafi verið að gjöra 1) I enska textannm stendnr: „Ye hare heard that it was said by them of old time: thon shalt not kill„. Guílbrandur ætlar, ab hin forna íslenzka útlegging sje alveg samkvæm þessum euska texta, cn hún er svo: „J>jer haflí) heyrt, at) sagt var til hinna gómln: pú skalt eigi mann vega“. Sá er stinnur í ensknnnil! En rjett væri samkvæmt ensknnni: „J>at) var sagt af hinum gómlu (þ. e.. hinir gómlu sögtiu), og er þab siimn þýtingar og ort) hinnar nýjn íslenzkn út- leggingar. Eu aþgætanda er, ab þessi vitlausa útlegging, sem Gutlbrandi þykir svo gild, og sem hann kallar hina fornn, stendnr alls eigi, eins og hann segir, í „grútar“-biflínuni, sem honum þykir svo gófng.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.