Baldur - 27.08.1869, Blaðsíða 3

Baldur - 27.08.1869, Blaðsíða 3
59 að gamni sínu, því að slíkan ritdóm geta menn að öðrum kosti að eins ætiað annaðbvort mjög heimskum sjálfbyrg- ingi, eða illgjörnu vesalmenni, er væri að reyna að hefna sín, en gæti það eigi skynsamlega fyrir reiði sakir. f»að, sem helzt kynni satt að virðast í aðfinningum þeim, er samanburður Guðbrandar á að leiða óyggjandi rök að, ^er það, að í hinni nýju íslenzku útleggingu af guðspjöllunum hefir á nokkrum stöðum verið vikið beinni málsgrein, ef hún hefur verið mjög stutt, í óbeina málsgrein, og þótt það sje reyndar satt, að í slíku er vikið lítið eitt frá frummálinu að forminu til, þá raskar það alls eigi efninu, enda hefir islenzkan víða unnið mjög mikið við þessa aðferð. J>að er auðsjáanlega fyrir önnkost, að höfundurinn tekur til sýnis einungis staði úr guðspjötlunum, því það er kunnugt öllum, er skyn bera á þetta mál1, að hin forna íslenzka biflíu-út- legging er miklu betur af hendi leyst á guðspjöllunum, en á pistlunum, sem víða eru hörmulega útlagðir í hinni eldri útleggingu. En með því nú hin eldri íslenzka útlegging guðspjallanna var miklu betur vönduð, en útlegging hinna annara rita N. T., þá er og auðsætt, að bin nýja útlegging getur eigi haft eins mikla yfirburði yfir hina eldri útlegg- ingu í guðspjöllunum, sem í hinum öðrum ritum N. Ts. Að þessu hefur Guðbrandur einhvern veginn komizt og því hefur hann hlaupið í guðspjöllin (hann á nú eptir að eiga við Jóh. guðspjall! Óskanda væri, að hann mætti sjá, að það er ekki hans meðfæri). En p ó hefur hann allt um það hvergi getað annað, en orðið sjer til minnkunar í þessum ritdómslega samanburði sínum. Nei, ef Guðbrandur vill vera guðfræðingur, þá verður hann að sýna sig, að minnsta kosti í augum Islendinga, með heilbrigðari skynsemi, en nú hefur hann gjört. Látum hann slá sig til riddara á Eng- landi með lærdómi sínum! en á ættjörðu hans verða hans fals-spámannlegu ávítanir í þessu efni aldrei meðteknar nema með fyrirlitning, eins og maklegt er. (Niðurlag síðar). ALÍ’INGI OG ÞlNGMÁL. (Framhald). [III.] 18. Iíonunglegt álitsmál um skiptingu sýslna f vestur- umdæminu. Nefnd: Bergur Thorberg, Eiríkur Iíúld, Guð- mundur Einarsson, Hjálmur Pjetursson og Torfi Einarsson. 19. Uppástunga þingmanns Barðstrendinga um stofnun lagaskóla. Nefnd: Eiríkur Iíúld, Jón Pjetursson og Þórður Jónasson. 20. Bænarskrá frá forstöðumanni forngripasafnsins, um 300 rd. styrk handa safninu. Nefnd: HalldórKr. Friðriks- son, Ólafur Pálsson og Helgi Hálfdánarson. 21. Bænarskrá úr Vatnsleysustrandarhrepp um spítala- gjald; vísað til spítalanefndarinnar. 22. Uppástunga varaþingmanns Snæfellsnessýslu um sjómannaskóla. Nefnd: Daniel Thorlácius, Torfi Einarsson og Eiríkur Kúld. 1) Líklega hefur þí Gubbrandar snapafe þetta opp hjá einhverj- um sjer lærþara manui. 23. Uppástunga hins 4. konungkjörna um verndun lista- verka gegn eptirmyndun; felld. 24. Uppástunga þingmanns Barðstrendinga tum korn- forða á ýmsum verzlunarstöðum landsins. Nefnd: Bergur . Thorberg, Eiríkur Iíúld, Halldór Jónsson, Davíð Guðmunds- son, Stefán Jónsson, Stefán Eiríksson og Torfi Einarsson. 25. Bænarskrá Reykvikinga um breytingu á reglugjörð 27. nóvemb. 1846; vísað forsetaveginn til stiptamtmanns. 26. Nefnd, kosin til að skoða verk landbúnaðarnefnd- arinnar o. s. frv.: Bergur Thorberg, Guðmundur Einarsson, Grímur Thomsen, Jón Sigurðsson og Sigurður Gunnarsson. 27. Bænarskrá úr ísafjarðarsýsiu um byggingu jarða; vísað til landbúnaðarnefndarinnar. 28. Iívörtun I’ingeyinga yfir amtmanni Norðlendinga; var vísað frá. 29. Uppástunga hins 4. konungk. þingm. um stofnun kennaraembættis hjer í Reykjavík i sögu íslands og forn- fræðum Norðurlanda. Nefnd: Jón Pjetursson, Pjetur Pjet- ursson og Grímur Thomsen. 30. Uppástunga þingmanns Reykvíkinga um launavið- bót handa sýslumanninum í Gullbringusýslu; var felld. 31. Uppástunga þingmanns Borgfirðinga um fiskiveið- ar útlendra. Nefnd: Hallgrímur Jónsson, Þórarinn Böðvars- son, Daniel Thorlacius, Stefán Eiríksson og Torfi Einarsson. 32. Uppástunga þingmanns Snæfellinga viðvíkjandi fiskiveiðum, fengin nefndinni um fiskiveiðar útlendra. 33. Uppástunga þingm. Skagfirðinga um prentunlaga- boða aptan við þingtíðindin; frestað. 34. Uppástunga frá 3 þingmönnum um, að kaupmenn, sem byrja verzlun hjer á landi verði skyldaðir til, að vera búsettir í landinu sjálfu. Nefnd: Benedikt Sveinsson, Jón Pjetursson og Páll Vídalín. 35. Uppástunga þingmanns Suður-Þingeyinga um, gufu- skipsferðir kring um ísland. Nefnd: Jón Sigurðsson, Grím- ur Thomsen, Bergur Thorberg. 36. Bænarskrá Reykvíkinga um, að alþingi hlutist til um, að stiptsyfirvöldin afleggi ritskoðun (Censúr) á því, sem nafnlaust er prentað í lands-prentsmiðjunni. Felld frá nefnd. STJÓRNARMÁLIÐ. Nefnd sú, er kosin var til, að segja álit sitt um «frumvarp til laga, er nákvæmar ákveða um hina stjórnarlegu stöðu íslands í ríkinu», hefir núlátið prenta álit sitt á málinu, og er það nefndarálit að vorri ætlan svo afbragðs-vel og snilldarlega1 samið, að það væri vert þess, að hver einn og einasti íslendingur læsi það, og ber því fulla þörf til, að það yrði kunnara, en það getur orð- ið með því, að standa prentað í þingtíðindunum, sem af svo fám eru lesin, en flest verða að þola þurrt og vott á efsta lopti dómkyrkjunnar. í þetta sinn leyfir því miður rúmið oss eigi, að skýra frá öðru úr því, en niðurlagsatriðunum, en þau eru svo: «... vjer viljum ráða hinu heiðraða alþingi: 1. allra-þegnsamlegast að mótmœla því, að frumvarp það, 1) pat) sjer eigi á, ah uefudin hafi tjón ?ib pah behit), at) vera engum slíkum skiput), sem útg. „pjótólfs0, til at) vekja ágreining og sundnriyndi.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.