Baldur - 06.10.1869, Blaðsíða 4

Baldur - 06.10.1869, Blaðsíða 4
72 og kemur í hverri ferð við á Færeyjum, en að eins í 3 ferðunum á Seyðisfjörð (sumarferðunum): þar að auki kem- ur það í 2 fyrstu og næst seinustu ferðinni við í Lervick (á Hjaltlandi) og á 3 sumarferðunum og seinustu ferðinni í Leith (eða Granton) á Skotlandi. Ferðunum á að haga þannig, að það : 1. ferðina færi frá Khöfn 1. marz og frá Rvík 25. marz 2. — — — — 15. apríl — = — 4. maí 3. — — — — 24. maí — — — 13. júní 4. — — — — 3. júlí — — — 25. júlí 5. — — — — 12. ágúst — — — 1. septbr. 6. — — — — 21.septbr. — — — 11. oktbr. 7. — — — — 1. nóvembr.— — —20. nóvbr. Flutningskaup milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur er 45 rd. í betri, en 36 rd. í lakari herbergjum; milliReykja- víkur og Skotlands 35—27 rd.; miili Reykjavíkur og Seyð- isfjarðar 12—9 rd. Fyrir börn frá 2—12 ára greiðist að eins hálft flutningskaup. MANNALÁT. 5. dag f. m. andaðist á ísaörði Árni kaupmaður Sand- holt, 55 ára. 14. dag f. m. andaðist að Kotvogi í Höfnum suður merkisbóndinn Ketill Jónsson 77 ára að aldri. Þriðjudaginn 21. f. m. ætlaði Kristján bóndi Sigurðs- son í Valinakoti í Andakýl ásamt syni sínum Jóni ogKristjönu dóttur sinni í Hraundalsrjett, en urðu að fara á ferju yfir Hvítá; ísreki var í ánni og norðanstormur; er þau voru komin út á miðja ána, þótti þeim ófært að halda áfram, og vildu snúa til sama lands, en í sama vetfangi sem ferjunni var snúið við, hvolfdi hún; dóttir Kristjáns önnur, er stóð á bakkanum og horfði á þetta, hljóp þegar heim að Hvítár- völlum og sagði frá, hvernig komið var og var jafnskjótt brugðið við og sett fram skip og náðist Kristjana lifandi á floti, en Iiristján fannst siðar örendur á floti, og Jón nokkru síðar. Kristján heitinn var þjóðhaga-smiður og mesti erviðis- maður. Jón sonur hans var efnismaður og giptur fyrir mánuði síðan. INNLENDAR FRJETTIR. Með skólapiltum frjettist nú, að ísinn væri frá norður- og austurlandi. Hafði hann losnað þaðan um höfuðdag. En ófagrar frjettir fara þó af veðráttunni, engu að síður, þar sem sumstaðar fyrir austan hafði eigi orðið stundaður heyskapur sakir snjóvar í víku fyrr en piltar fóru þaðan. Fyrir norðan t. d. í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, höfðu og opt verið hríðar til fjalla og enda snjóað í byggð. Alls staðar fvrir norðan og austan lítur því mjög illa út; hey- skapurinn lítill sakir grasbrests og illrar nýtingar. Að vestan frjettist hjer um bil hið gagnstæða, bæði hvað tíð og bjargræði snertir. í norðangarðinum 11. f. m., sleit upp á Siglufirði öll skip þau, er þar lágu, 7 að tölu; 2 þeirra, jagtina «Sö- blomstenu og skonnortskipið «Valdemar», átti Thaae kaup- maður, en hið þriðja, skonnortskipið «Maríu», hafði hann leigt; hið fjórða var skip lausakaupmanns Lund, sem í mörg undanfarin ár hefur rekið verzlun þar og víðar um norð- urland; hin 3 voru ensk fiskiskip, er höfðu leitað þar inn sakir ofviðris. Skonnortskipið «María» kvað vera alveg ó- haffært og talið óvíst, að nokkurt hinna muni komast út aptur. Allir skipverjar komust lífs af. í sama veðrinu 12. f. m., urðu skipverjar á skonnortskipinu «Meta», eign Clausens stórkaupmanns, sem þá lá í Stykkishólmi, að höggva fyrir borð siglutrjen, svo að skipið eigi bæri á land. RURTFARARPRÓF við lærða skólann 20.—22. f. m. Undir það gengu skólapiltarnir: Guttormur Vigftísson (2. aðaleinkunn). Helgi Helsteð (2. aðaleinkunn). Og þar að auki Jón Ólafsson (utanskóla), náði eigi aðal- einkunn. VERÐLAG í REYKJAVÍK. Útlendar vörur: rúgur 11 rd., grjón 14 rd., baunir 12 rd., kaffi 32 sk., sykur 24 sk., brennivín 24 sk., róltóbak 64 sk., rulla 5 mrk til 1 rd. — Nokkrir menn í Reykjavík pöntuðu sjer góðar vörur, og fengu þær auk kostnaðar: kaffi 23 sk., sykur 20 sk., grjón 12 rd. Innlendar vörur: haustull 20 sk., tólg 18 sk., kjöt 6—8 sk., mör 14—16 sk., gærur 4 mrk til 1 rd. AUGLÝSING. Fundið er «mittisband»; tapandinn getur snúið sjer með lýsingu þess, til finnandans, sem er Andreas Dahl í Reykjavík. PRESTAKÖLL. 21. d. ágústmán. er þingmúla-prestakall í Suður-Múla- sýslu sameinað um 3 ár við Hallormsstað. 9. f. m.: Sauðanes á Langanesi veitt prestinum sjera Vigfúsi Sigurðssyni á Svalbarði. 15. f. m.: Reynisþing í Skaptafellssýslu veitt prestinum sjera Snorra Norðfjörð í Goðdölum. 29. d. f. m.: Settur prófastur í ísafjarðarsýslu sjera Árni Böðvarsson á Eyri við Skutulsfjörð. Óveitt: Svalbarð í Þistilfirði, metið 278 rd. 21 sk.; auglýst 9. f. m. — Goðdalir með annexiunni Ábæ í Skaga- firði, metið 191 rd. 1 sk.; auglýstlö. f. m. — Dýrafjarðar- þing auglýst með fyrirheiti 16. f. m. Útgefandi: «Fjelag eitt í Reyhjavikn. — Ritstjóri: J. P. Ll. Gudjohnsen. — Skrifstofa: Tjarnargötu 3. Prentafcur í lands-prentsuiibjuuni 1869. Einar þdrílarson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.