Baldur - 02.03.1870, Blaðsíða 1

Baldur - 02.03.1870, Blaðsíða 1
Reykjavik, Miðvikudag, 2. dag marz-mán. {>riðja ár, 1870. X 3. »Sezt ryk á sannleikann, ef sópara vantar». Yerb ílrgangs er 4mrk 8 sk., og borgfst fyrir fram hvert missiri Borgun fyrir auglýsingar er 1 sk. fyrir hvorja 15 smáletursstafl (3G sk.). Kaupendnr borga engan burílarejTÍ. eílur 3'/i sk. línan. Kaupeudur fá helmings-afslátt. Efni: I'relsi og framfarir Islauds. — Skólamenntun. — Skálda- livót (kvæíli). — Mislingasóttin. — Tíbarfar. — Afiabrógíi. — Mannalát. — Skipskahar. — Islerizkar gleílisamkomur. — Svör. — Prestakóll. FRELSI OG FRAMFARIR ÍSLANDS — tað er eðlilegt, að ekkert liggi neinum manni ríkara á bjarta, en frelsi og framför fósturjarðar sinnar. Að því ieyti, sem oss íslendingum liggur nokkuð á hjarta og vjer hugsum nokkuð meira, en hvað hver af oss eigi að jeta og drekka í dag og á morgun, þá er líklegt að oss svipi í því til annara manna, að vjer látum oss nokkru skipta hag ættjarðar vorrar. Margir, ijölmargir, allt of margir eru þó, sem aldrei hugsa um þetta af neinni alvöru, — sem annaðhvort af Ijelegri síngirni eða að minnsta kosti afværð og skeytingarleysi iáta sig engu varða annað, en það, sem þeim er sjálfum metanlegur hagur í dala- eða skildinga- tali, eða á annan hátt liggur sem allra næst sjálfum þeim þann og þann daginn. Þó er annað verra, og það er það, að þeir, sem vist unna ættjörðu sinni og vilja gjarnan að henni gæti gengið allt lán í greipar, — þeir vilja þetta í þoku og reyk, og vita naumlega að gjöra sjer grein fyrir, hvað þeir vilja; því siðurað þeim detti í hug að gjöra neitt sjálíir til þess, að stoða ættjörðu sína ; þeir hugsa margir hverjir, að peir geti ekki neitt, en aðrir gæti gjört margt og mikið, gætandi ekki þess, að það er ekkert það talandi barn á landinu, sem ekki geti gjört sitt til, þótt lítið kynni að vera; því hver maður, sem er, og í hverri stöðu, sem er, getur stutt að heill og framförum landsins að sínu leyti. Þá eru enn margir, sem víst þykjast vita, hvað þeir vilja — og vila það þó ekki; og þessir eru opt meðal hinna velviljuðustu og beztu manna. í’eir vilja frelsi, segjaþeir; þeir vilja framfarir, segja þeir. En hvað er frelsi? hvað eru framfarir? — Jú, frelsi eru 60 þúsundir dala, nei, hvað jeg vildi segja, frelsi hljótum vjer og frelsis njótum vjer þá að eins, er vjer höfum fengið 60 þúsundirdala fráDönum, og leyfi til hjá kónginum, að nota þessar þúsundir og afla sjálfra vor, svo sem oss bezt líkar. Fáum við það, þá skulum vjer reisa skóla á annari hvorri þúfu, reka sjálfir verzlun vora, plægja akra, yrkja skóga, halda úthafskipum, vinna ull vora í verksmiðjum, — lifa eins sælir og Salómon í lífsins lystingum og alls nægtuin, segja við sjálfa oss: «jet og drekk, sála mín!» og hafa lítið fyrir, gjöra alla hluti, mögulega og ómögulega, og svo frv. — Segið satt og rjett að þetta sje skrípamynd (carricatur•) af frelsishug- myndum yðrum; látum svo vera; en gætið vel að, hvort eigi er svo með þessa mynd, sem flestar aðrar góðar skrípa- myndir? það er meira satt í þeim, en sýnist í fyrsta bragði. En hvernig vilja menn svo fara að ná þessum framförum og frelsi? Fyrst er að ná í peningana og frelsið, segja menn; svo koma framfarirnar sjálfkrafa á eptir. «Vjer get- um ekkert fyrir fátækt. En þá er fjeð og frelsið er fengið, þá getum vjer látið stjórn vora gjöra allt. tað er því eigi annað til, en að láta Dani aldrei hafa frið nje fró, fyrr en við fáum beiðni vora; ekki þarf annað, en að vera nógu þrár að biðja og nógu fastheldinn á rjetti sínum, svo leið- ist Dönum þófþetta og láta eptir oss á endanum». Kann vera; en er enginn vissari vegur til, að ná frelsi voru? Er enginn vegur til, að svo geti farið, að vjer þurfum ekki annað en að heimta frelsi, og Danir þá hvorki vilji nje geti neilað oss um það? — Hinn mikli og frægi Benjamín Franklín segir á einum stað í ritum sínum: «FRELSI EIl EIGI KOMID UNDIR FRIÁLSRI STJÓRNARSIÍRÁ, HELD- UR UNDIR FRJÁLSUM MÖNNUM»; þetta má heita evan- gelíum í allri *jjóZííííc» ; þetta er það, sem íslendingar hafa enn eigi skilið, enda eigi látið sjer koma í hug; og til þess að verða frjáls þjóð, þurfa þeir þó alls ekki annað, en að hafa þetta hugfast fyrir augum og breyta í verkinu eptir slíkum hugsunarhætti. Sjeu Islendingar frjálsir menn, þá getur ekkert vald og engin stjórn hamlað því, að þjóðin sje frjáls pjóð. ^að er hægt að geta því nærri, að ijand- menn vorir, Danir, geta þótzt hafa mikið til síns málsíþví, að hika við að gefa oss lausan taum með stjórn vora, með- an þeir þykjast sjá í hendi sjer, að vjer sjeum andlega ó- myndugir og eigi hæfir til að fara sjálfir með sljórn vora. Og víst er það, því er verr og miður, að þeir hafa í þessu allt of mikið til síns máls. Oss tjáir ekki að breiða yfir það ; því að þess er engin von að vjerbætum úr því, sem oss er á vant, nema því að eins að vjer sjáum það í allri sinni nekt og viðurkcnnum það afdráttarlaust. Vjer verð- um að skoða það, sem oss er ábótavant; því að eins get- um vjer gjört við því og orðíð frjálsir menn, sem getisýnt þeim, er halda frelsi voru, að vjer notum pó pað lilla frelsi, sem vjer höfum, og sjeum pví peir menn, sem óhœtt sje og vert sje og pörf sje, að veita meira. Gleðileg erslík skoðun ekki; lnin er hörmuleg; — en gleðilegt væri það, ef oss lærðist að sjá og viðurkenna, hvað oss skortir til að vera frjálsir menn; því ef vjergæt- um sjeð það, að vjer erum sjálfir andlega ófrjálsir, þá höf- um vjer með þeirri viðurkenningu þegar stigið hið fyrsla og erviðasta stig til að verða frjálsir. Jeg bið því góðaog skynsama menn að fylgja mjer með alhygli gegn um eptir fylgjandi sundurlausar athuganir, ekki til að reiðast þeim, heldur til að aðgæta, hvort þær eru eigi sannar; og takist

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.