Gangleri - 12.04.1871, Blaðsíða 1
8 ÁI«
OASOLEBL
M 7,
AKUREYRI 12. APRÍL 1871.
WISCONSIN.
Ein af þeim fræöigreinum sem mikil stund
hefir verið lögð á í seinni tíð meðal alira
menntaöra þjóða er iandafræðin. Bæðistjórn-
endur ríkjanna, einstakir menn og fjelög hafa
gjört út fjölda vfsindamanna eigi að eins til
að skoða og ákveða afstöðu eða skipun Iand-
anna á jarðarhnettinum, heldur einkum til að
rannsaka alia eðlis háttu þeirra, svo scm lopts-
lag, veðuráttufar, jarðlög, grös, dýr, málma
og steina, eða öil þau gæði og hlunnindi sem
löndin, vötniu og hafiö umhverfis þau gcyma
í skauti sínu, og scm mannleg kunnátta, í-
þrótt og starfsemi getur fært sjer í nyt til að
auka og efla heill og hagsæld mcðal mann-
anna. Einnig er og sjeð um að sem ná-
kvæmastar og áreiðilegastar skýrslur fáizt um
það hvernig þjóðirnar, sem byggja löndin, færi
sjer í nyt gæði þeirra, og svo er og grennsl-
ast eptir því, hvernig það geti sem bczt og
haganlegast orðið.
Með þessu móti hafa allar menntaðar
þjóðir öðiast mjög skýra og nákvæma þekk-
ingu á flestum löndum jaröarhnattarins, og
iiggur sú þekking sem opin fyrir hverjum
þeim, cr hefir vilja og efni á að nota sjcr
hana, í bókum, uppdráttum og náttúrugripa-
söfnum.
Vjer fslendingar erum f þessu sem öðru
cptirbátar annara þjóða, því oss skortir bæk-
urnar, uppdrættina og náttúrugripa-söfnin til
að geta lagt stund á þessa þarflegu og skemmti-
legu fræðigrein.
Ef einhverjum kynni að þybja fróölegt,
cður skemmtilegt, þá setjum vjer hjer stutta
lýsing af einu ríkinu (fylkinu) í Vesturheimi,
cn til þess hölum vjer valiö Wisconsin, eink-
um vegna þess, að 4 Islendingar fóru þang-
að af Suðurlandi í fyrra vor, í þeim vænd-
um að taka sjer þar bólfestu, og hafa þeir
látið vel yfir sjer í brjefum er þeir hafa skrif-
að hingað. Það má því ætla að fleiri kunni
að fýsa að fara á eptir, einkum et vjer ís-
lendingar förum halloka f „sniðglímunni“ viö
Dani eptir 20 ára viðureign, og það ein-
mitt fyrir brögöuin hinna óþjóðræknu lslend-
inga, er leitazt hafa viö, bæði að lama krapta
vora með þvf að dreifa þeim, og tálma frarn-
kvæmdum forvígisinanna vorra, svo hjer kem-
ur fram að „án er illt gengi nema heiman
hafi“.
Þessi stutta lýsing vor á Wisconsin er
að mestu tekin eptir ritgjörð cr heitir »Wis-
consin: its natural resources and industriel
progress being a portion of the Transactions
of the Wisconsin state agricultural society
for the year 1860. Madison 1862“.
Wisconsin liggur frá 42.° og lítið eitt
norður fyrir 47.° norðuráttar, og á inilii 87.°
og 93.® vesturlengdar frá Greenwich. Að
norðanverðu liggur að því Efravatn, að norð-
austan Michiganfylki, aö austan Michiganvatn,
að sunnan Ulinois og að vestan fljótið
Misisippi. Flatarmál Jandsins er talið hjer um
bil 56,000 ferskeyttar mílur enskar (eður
lijer um bil 2,610 hnattmílur) og er það því
næstum þriðjungi stærra en ísland. Nokkrar
skipgengar stórár renna um landið, og er Wis-
consin merkust þeirra; hún hefir upptök sfn
norðaustast í landinu, og fellur suðvcstur eptir
þvf, unz hún fellur f Misisippi; hún er mikið
til skipgeng, og er því sem helzti þjóðvegur
landsins. Nokkru vestar er Blackriver, og
svo aptur þar fyrir vestan Chippewa, sem er
— 25 —