Gangleri - 05.12.1871, Side 3
viö bætum við 9 stundum og 24. mfn. kem-
ur fram flóötyppingartíminn, sem er kl. 9. og
57 mín. e. ni.
Af því sem þjóðvegur liggur yfir Eyja-
fjaröarána rjett niður við sjó, og menn verða
því opt að bíða lags aö komast yfir hana,
og svo er nú þráfaldlega farin lciran nokkuð
utan við hólmana ineð háfjöru, því bæði stytt-
ir það opt leið ferða mönnutn og svo er
leiran opt fær þó áin sje ófær, þá væri það
einkar gotí ef menn gætu kynnt sjer fyrir-
fram, hvenær flóð eða fjöru ber þar að hönd-
um, svo þeir gætu hagað ferðum sínum eptir
þvf, eog að svo mætti verða, til þcss miða
eiginlega línur þessar. Við þetta tækifæii er
og þess að geta, að flóðsins gætir ekki fyrri
á hólmavöðunum en hálífallið er að,
og ekki lengur en þangað til hálffallið er út,
svo það verða hjer uin bil 2 tímar fyrir og
eptir háflóð, cður 4 tímar samanlagðir, sem
gjört geta verulega tálmun f þessu tilliti.
J. Th.
BRÚÐKAUPSVÍSUR.
til Baldvins Jónssonar og Elinar Guðmunds-
dóttur. 13 október 1871.
Um svalan græði búúa beit
Ujet Baldvin fljóta lengi Snarpur,
Og varð hin mesti veiðigarpur,
Sem allur lýður landsins veit.
Á lagarbúa hann rjeð herja,
Svo hvergi máttu þeir sig verja,
Og kynslóð þeirra hræðast hlaut
í hring um gjörvallt norður skaut.
En svo sem hann á sævi var
Við sóknarleikinn óhemjandi,
Svo var hann eins og lamb á landi
Og engri skepnu ægði þar.
Ilann var svo meinlaus, meir að segja,
Að misþykk við hann gjörðist Freya;
J’ví aldrei vildi’ hann fastna fljóð,
Pótt fljóðinn sæi’ hann mörg og góð.
Ilann snerist þó, og þar kom að,
Er þoldi’ hann ekki mátið lengur;
Að ráðum Freyu röskur drengur
Sjer manndáð tók og meyar bað.
Ilún veitti það, er vildi’ hann kjósa,
Svo vafði’ hann örmum brúði ljósa,
Og fann það strax, að fisk hann dró
Er fá má slíkann hvergi’ í sjó.
Og Elini varð ekki bilt,
Sem Ægis hallar kyni veidda;
Jeg sá hana til sætis leidda
í hjónastól, — og hún var stillt;
Já, stillt og glöð, og þó hún þcgöi,
Mjer þótti sem jeg lieyrði hún segði
Fyrst loksins veiða Ijet hann sig,
Nú, látum hann þá veiða mig !
fví vill og enginn mæla mót,
Þótt maðurinn sjer konu fái,
Og hvort þau öðru ástir tjái,
Scm hæfir kvæntuin hal og snót
Nú, sjót vor hjer að sumbli biöur,
Er söngvar gella’ og staupa kliður:
Sú veiðin komi báðum bezt,
Að Baldvin nú er Elin l .
í*au njótist lengi’ og njótist vel,
I’eim nægtir streymi’ af sjó og landi
Svo hagsæld þeirra f hjónabandi
Æ glói við, sem gull f skel.
Og, ef þeim verður auðið niðja,
fess einkuin langar inig að biðja,
þeir verði frægri veiðimenn,
Enn verið hafa nokkrir enn.
Pó eina bæn jeg betri kann,
Og bæta við skal henni síðast :
Jeg óska, að hlutfall allra blfðast
þau höndla megi’ í hugar rann.
í ljósi’ og myrkri, logni’ og vindi
þcim lánist dýrlegt hjartans yndi,
Unz koma þau af kaldri dröfn
Og kærleiks fagna’ í tryggri höfn.
B. II.