Gangleri - 30.12.1871, Qupperneq 4

Gangleri - 30.12.1871, Qupperneq 4
þessi stærö stjarnanna íer eptir fjarlægð þeirra, j)á cr og skiljanlegt að tala stjarnanna í hverj- um ílokki fer vaxandi að því skapi, sein þær eru fjær; það cr eins og ein festingin sje ut- an um aðra, og því hin innsta minnst, en hin yzta mest. Pannig eru í 8. flokknum 40,000 stjörnur; í 9. (1. 120,000, og í 10. fl. 360,000, Arago hinn frægi frakkneski spekingur, taldi 9,566,000 stjörnur f 13. flokkinum , og 28,697,000 f 14. flokkinum ; lionuin taldist svo til, að í 14 íyrstu flokk- unum mundu vera 43 millj. stjarna. Lalande og fl. telja svo til, að í öllum 16 flokkunum sjeu 75 millj stjarna, en sumir aðrir stjörnu- meistarar ætla að þær muni fleiri, og allt að 100 milljönum Þetta eru stjörnurnar, sem oss er unnt að eygja í beztu sjönpípum ; en þött augu mannsins nái skammt, þá nær andi mannsins þö langt; honum hefir almættið veitt Ijós, sem ekki er ljeð auganu, og hann getur skynj- að, að geimurinn cr takmarkalaus, og að fyr- ir utan það svið , sein augað sjer, cru nýir heiinar, festingar, sólir, jarðstjörnur, tungl og halastjörnur, sem fylgja sömu lögum, og þeir hnettir, er oss eru nær. Að sönnu getur andi mannsins aldrei s k i 1 i ð það scm ó- endanlegt er og cilíft, því að hann getur ekki innibyrgt það, cn hins vegar er í honum fólg- inn neisti guðlegrar speki , er leyfir honum að draga ályktun sína af því sem augað sjer, til hins sem því er hulið. í hinum stærstu sjónpípum, t. a. m. Herschels, Stcnves o. fl. , má sjá, að víða eru þar 2 stjörnur, er með berum augum sýnist 1. Pví nær hver 40. stjarna er tvístirni, og þá tvö sólkerfi, og sumstaðar eru þar 3,4 eða fleiri sólkerfi saman, er oss sýnist stjarna. t*á eru „stjörnuþokurnar“, sem svo eru nefndar, af því að þær sýnast ckki annað en þokublettir, en eru í raun rjettri hver um sig ótölulegur grúi af stjörnum, sem eru eins og út af fyrir sig í gciminum. Ein af þessum stjörnuþokuin er Vetrarbrauin, ogeitt sólkerfið í Vetrarbraut- inni er aptur vort sólkerfi. Iíerschel (hinn eldri) taldi í hinni miklu sjónpípu sinni stjörn- urnar á litlum parti af Vetrarbrautinni, og reiknaði að eptir því væru í lienni allri 18 millj. sóla ; og Mædler nokkur, frægur stjörnu- meistari á þessari öld, segir svo írá stærð hennar, að Ijósið sje meira en 9000 ár á leiðinni þvert yfir hana ; en eptir henni endi- langri segja menn það vera 15,000 árá leið- inni. Aðrar stjörnuþokur eru að sfnu leyti eins og Vetrarbrautin , en margar þeirra eru svo langt i burtu að þær í bcztu sjónpípuin líkjast daufum þokublettum. Arago heílr sagt, að , ef Vetrarbrautin væri 334 lengdir sínar burtu frá oss, þá mundi hún, hjeðan að ííta, hafa sama útlit, og sjörnu- þokurnar almennt hafa, en þá væri og Ijósið 5 millj. og 10 þúsundir ár á leiðinni frá henni til vor, og er eflaust, að svo er um sumar af stjörnuþokum þeim sem sjást í stórum sjón- pípum. Þegar vjer athugum fjölda stjarnanna, hinar afarstóru stjörnuþokur, og vegalengdina millum þeirra; þegar vjer athugum, að fyrir utan alla þá heima, er vjer með nokkru móti getum eygt, taka enn við nýir heimar koll af kolli, í svo miklum fjarska, að allar töluraðir vorar enga grein geta gjört fyrir honum, — þá fyllumst vjer bæði ótta og undrunar yfir hinni ómælanlegu endaleysu, er vjer ekki íá- um skilið, og vjer neyðumst til að segja með skáldinu: „Arnfleygur hugur hættu nú sveimi; sárþreytta vængi sfga láttu niður ; skáldhraður skipstjóri, sköpunarmagn! fleini farmóður flýttu hjer úr stafni“*. *) Sjd Ljódmœli eptir J, Hallyríinssoii bls, 306

x

Gangleri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.