Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Page 1

Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Page 1
HEILBRIGÐIS-TÍÐINDI. Annað ár. Æ 1-2. Jamiar—Febriiar I8?2. Bæði sökum þess, að ýmsir skynsamir menn hafa óskað þess, að «Heilbrigðistíðindin» gætu haldið áfram, og líka sök- um þess, að jeg af ýmsum fregnum hef orðið þess áskynja, að menn hafa fært sjer í nyt sumt af því, er í þeim stendur, þá ræðst jeg nú í, að halda þeim áfram, jafnvel þótt tímaleysi og ýmsar annir gjöri mjer það harðla örðugt, og varla kljúfandi fyrir þeim embættisskyldum, er á mjer liggja. Jeg sje samt á hinn bóginn, að jeg muni varla geta varið þeim fáu tómstundum, sem jeg hef, betur, en til þess, ef jeg gæti frætt Ianda mína um það, er varðar líf og heilsu þeirra, eink- um á þessum tímum, þegar ýmsar landfarsóttir auðsjáanlega sækja á landið, en aðrar vofa yfir höfðum vorum, þegar minnst varir. Jeg byrja þá á því, er jeg hætti síðast við, en það var um: ÝMSA DRYKKI. Jeg hætti á því í síðasta blaði Ileilbrigðistíðindanna, að jeg kvað svo að orði, að jeg áliti drykkjuskapinn einhvern hinn skaðvænasla löst í mannlegu fjelagi. Þetla kann sumum að þykja ærið djúpt tekið í árinni, en jeg hvgg samt sem áður, að mjög margir sjeu þeir, sem játa þetta satt að vera, og sem sjeu allt eins gramir upp á drykkjuskapinn, og jeg sjálfur. Jeg hef opt talað um þetta efni við marga góða og skynsama íslendinga, og hafa þeir allir verið mjer samdóma í því, að ofdrykkjan væri «lands og lýða töpun», og því þori jeg öruggur að staðhæfa það, að ef gengið væri til almennra atkvæða um þennan hlut, þá ber jeg alls engan kvíðboga fyrir, að allnr þorri landslýðsins mundi eigi verða á mínu máli, og að marg- ur góður drengur mundi gleðjast yfir því, ef þessum voða- gesti yrði gjörsamlega stökkt úr landi. 1

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.