Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Qupperneq 5

Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Qupperneq 5
o að sjúklingar, sem borða slíkan kornmat, fá nokkurs konar sinadrátt (krampa; móðurkornskrampinn), en stundum hefur það enn þá hættulegri afleiðingar, því að sjúklingar þeir, sem hafa orðið fyrir því, fá bólgu og jafnvel kolbrand í fæturna, og er lífi manna þá hætta búin. Hið svo kallaða móðurkorn er nokkurs konar eitraður sveppur, sem hefur í sjer allmikið af sjerstakri olíuskerpu, er menn almennt kalla «fusseU, en hjer á landi er það brenni- vín, er bana hefnr í sjer, hvervetna kallað torfbrennt brennivín. Olíuskerpa þessi er mjög óholl og jafnvel alleitruð. Jeg hef optsinnis fundið hana meiri í kornbrennivíni en kartöflubrenni- víni, og er auðvelt að þekkja hana; því að sje slíkt brenni- vín látið í hreina flösku, svo að hálffull veröi, en fylli hana síðan með hreinu vatni, láti í hana korktappa og hrissli hana nokkuð, þá sjámenn, að vökviun eða samblöndun þessi í flösk- unni fær eins og daufan mjólkurlit, og því meiri brögð sem eru að þessu, því meiri skerpa (Fussel) er í brennivíninu; hreint brennivín á að geta blandazt með tæru vatni, án þess þetta sambland breyti nokkuð lit vatnsins, og verði það ekki, er það merki þess, að þá er meiri eða minni sherpa í brennivíninu. Þegar menn taka óvandað brennivín og eyma það í suðu- flösku (Retorte) úr gleri, þá fer allur vínandinn úr því í gegn- um pípu yfir í annað ílát, en eptir verður í suðuflöskunni vatniblönduð olíuskerpa, dökkleit á lit og með mjög viðbjóðs- legum daun. Sje þetta skerpuvatn gefið dýrum eða mönnum, þá er hægt að sjá eituráhrif þess, því að ýmist er það, að menn fá velgju og uppköst með verkjum í maganum eða menn fá sinadrátt, sem jafnvel getur orðið drepandi, en er allajafna mjög hættulegur fyrir heilsuna. Jeg þykist af reynslunni nokk- urn veginn sannfærður um, að ýmsir, sem bráðdeyja í drykkju- skap, fara af þessu skerpueitri, og það er alls ekkert efunar- mál, að komist mikið af því inn í líkamann, getur það orðið bráðdrepandi, og harðla lítið þarf afþví til þess, að menn verði veikir, ef nokkuð talsvert er drukkið af slíku brennivíni. Það mun mörgum kunnugt, að allmargir drykkjumenn fara á end-

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.