Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Side 8
sterkt bilurt eitur, sem «Picrotoxin» er nefnt, og eirimitt þess
vegna verður sá bjór, er þannig er gjörður, mjög skaðlegur
fyrir heilsuna. Menn hafa eigi alls fyrir löngu orðið varir við
þessi svik á Englandi, en þau munu víðar eiga sjer stað, þó
enn nú fari lágt. Á Englandi hafa menn með nýju lagaboði
nú þegar látið slík svik varða þungri hegningu, og skal hver
sá ölgjörðarmaður, er við hefur þetla efni, vera sektaður um
1800 rd., og hver bjórseljari, er selur það öðrum, um 3600rd.
Það mun samt sem áður eigi einungis vera á Englandi, að
menn hafa slík svik I frammi; því að ábatinn meðal verzlunar-
manna er vanalega þeirra mark og mið, og með því þeir ern
enn þá víða ókunnir þeim skaða, er af þessu kann að leiða,
þá má búast við, að hægðarverkið og ábatavonin ráði, því.að
það ber öllum saman um, að ölgjörð með þessum hætti sje
bæði hægri og kostnaðarminni, þegar þetta efni sje við haft i
stað humalsins.
Bjórdrykkjur eru nú farnar að tíðkast harðla mjög hjer á
Iandi, eins og sjá má af landhagsskýrlum vorum. t’að er og
almenn trú, að bjórinn sje styrkjandi, jafnvel þótt barún Liebig
hafi sýnt og sannað, að það sje eigi meira styrkjandi efni í
heilli flösku af bjór, en í vænum munnbita af brauði, enda er
það einungis vaninn og ekkert annað, sern heldur honum á lopt.
Bjór, drukkinn um of, er einhver hinn óhollasti drykknr, og
eptir því hafa læknar tekið, bæði í Danmörku, Englandi og
annarstaðar, að bjórsvelgir verða sjaldan til langframa heilsu-
góðir. teir fá opt í sig nokkurs konar vatnslopa og gigt, og
almennt er það, að margir þeirra fara um fimmtugsaldur, en
sumir miklu fyr, úr einni eða annari vatnsýkistegund.
Það er auðvitað, að það á eigi saman nema nafnið, hver
bjórinn er. Ljettur bjór heima gjörður er optast nær skaðlaus,
og skaðminni en slæmt og óhollt neyzluvatn. fungurbjór þar
á móti, svo sem Porter, bajerskt öl og Ale, eru hvervetna mjög
óhollir drykkir, ef þeirra er neytt að jafnaði, og er lítið gleði-
efni til þess að vita, ef stórfje skal árlega fara að flytjasí út
úr landinu fyrir slíkan skaðlegan óþarfa.
Um vínin get jeg verið stuttorður, en það er um þau að segja, að