Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Side 9

Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Side 9
0 inest af þeim vínum, er drnkkin erubæðihjer og erlendis, eru tilbúnir vökvar, en alls eigi hrein vín, og eru því vanalega meira og minna óholl, ef þau eru drukkin með jafnaði. Fyrir tveim árum síðan gjörðu efnafræðingar í tveirn stórbæjum norðurálf- unnar, Lundúnum og Berlínarborg, tilraunir með ýmsar teg- undir af Portvínum og Madeiravínum, sem áttu að vera hin beztu, og fannst það þá, að þessi vin voru að eins nokkurs konar Portvíns- og Madeiravíns blöndur, sem höfðu í sjer að eins einn fjórða part af ófölsuðu portvíni og madeiravíni; hinn hluti þeirra var sarnsull af rommi, Cognac, o. s. frv., með vatni og litlu einu af sætuefnum í. Vínverzlarar hafa stundum af fávizku fttndið upp á þvi, að blanda vínin með blýsylcri, en það er nokkurs konar eiturtegund, og má lesa ýmsar sorglegar sögur um það frá útlöndurn, enda hefur slík- um möngurum opt verið lregnt eptir maklegleikum, þeir sett- ir í dýflyssu, o. s. frv. Hvernig vín þau, er hingað flytjast, munu vera á sig komin, geta menn gjört sjer í hugarlund, þegar svona er ástatt í höfuðborgttnum, enda hekl jeg, að verzlunarmenn vorir hafi sjaldan fulla meðvitund um það, af hvers kyns samanblandi þeir vökvar eru, er þeir hafa keypt af öðrum og selja aptur, og kalla ýms vín. Jeg scgi þetta engan veginn af því, að jeg vilji kasta þungum steini á verzlunarmenn vora, þar sem þetta gengur yftr alla norðurálfuna, þar sem þessar vínblandanir tíðkast í öllurn löndum. Jeg hygg jafnvel, að suniir kaupmenn vorir fái með sunium skipum, er koma frá Spáni og Frakklandi, fullt eins boðleg vín, og menn al- mennt hafa á norðurlöndnm, en það er sannreynt, að mest af öllum þessum vínum eru hreinar vínblöndur, ýmislega saman- sullaðar og tilbúnaraf hinum stóru vínbyrlurum erlendis. Svo sem lítið dæmi þessa vil jeg geta einnar sögu, er jeg hef lesið ritaða eptir hinn nafnfræga náttúrnfræðing Alexander Humboldt, sem fór þrisvar sinnum um allan heiminn. Hanu segir svo frá: "Þegar jeg var á Teneriffa og skoðaði vínupp- skeruna þar, þá sögðu TenerifTumenn mjer, að vínuppskeran þar í landi væri aldrei meiri en svaraði 80 stórámum á ári, og rneð því Teneriffa-vín er eitthvert hið ágætasta vín, fórjeg,

x

Heilbrigðistíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.