Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Qupperneq 12

Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Qupperneq 12
12 og gekk j’flr margar eða vel flestar sveitir í Árnessýslu og Rangárvallasýslu, og á fjöldi barna að bafa dáið úr honum þar. Hjer í Reykjavík varð bann, það jeg til veit, að eins tveim börnum að bana. í Ölfusi er mælt liann hafi drepið fjölda barna, en eigi veit jeg með vissu, hvort þeim börnum var leit- að ráða hjeðan eða eigi. Flóamenn og prestur þeirra, sjera Sœmundur í Ilraungerði, sendu hingað eptir lyfjum við þessari veiki, og hef jeg eigi heyrl, að þar hafi mörgbörn dáið, enda var það vel vinnandi, að lina hóstann, ef rjettilega var að farið. Jeg við hafði í fyrstunni hinn svo kallaða «Coccinellu«- brjóst- lög, en er mjer þótti hann eigi lina hóstann, sem mjer líkaði, við hafði jeg brjóstsafa með dálitlu af Chloroformi í, og hann bafði á mörgum börnnm góð áhrif. Auk þessa Ijet jeg jafnan hafa heita vatnsgufu í herbergjunum, þar sem börnin voru, en það er hægt að gjöra með þeim hætti, að menn setja bala eða fötu með sjóðandi vatni í, inn í svefnherbergið, þar seni börnin eiga að sofa, svo að vatnsgufun^leggi um herbergið, og er það og einkar-gott ráð, þegar kvefsóttir ganga, einkum þegar kalt er, og andrúmsloptið hefur eins og nokkurs konar skerpu í sjer. J>á sá jeg og á einstöku börnum mikið gagn af blóð- bergsvatni við hósta þessum, en um það skal talað siðar, þar sem rætt verður um áhrif ýmissa jurta, er vaxa hjer á landi. Þegar börn eða fullorðnir fá megnan hósta, þá liggur á, að lina slíkan hósta svo mjög, sem auðið er, því að við sí- felldan, ákafann og mikinn hósta vill blóðrásin í lungunum koma í óreglu, og er þá mjög hætt við, að þetta ástand kunni að valda lungnabólgu eða bólgu í lungnahimnunni, Plevra, og er þá háski búinn af slíku. Þetta kalla menn bjer á landi, að sá eða sá hafr hóstað í sig tak, og eru menn hvervetna hræddir við það, þegar innkulsa-veikindi og kvefsóttir ganga. Þetta er sannarlega eigi án orsaka, og því ættu menn jafnan að vitja læknisráða við megnum hósta, svo fljótt sem verður, til að geta fengið hæfileg ráð og lyf við honum í tækan tíma. Geti menn nú Ijóslega lýst fyrir lækninum, hvernig hóstinn hefur byrjað og haldið áfram, þá er það opt alls eigi nauðsynlegt, að læknir sjái sjúklinginn, einungis verða menn nákvæmlega að skýra

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.