Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Síða 13

Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Síða 13
lionum frá, hvernig hóstinn hafi bj'rjað og haldið áfram, hvort honum sje samfara brjósluppgangur eða eigi, hvort þessi brjóst- uppgangur sje mikill eða lítill, og hvort honum sje samfara líður andardráttur, brjóstþyngsli, eða eigi; því þegar læknirinn fær ljósa skýrslu um þetta, getur hann sjálfur dæmt um, hvort koma hans til sjúklings sje nauðsynleg eða eigi. Jeg get þessa hjer sökum þess, að læknir nokkur ungnr, sem þekktur er að nákvæmni og ötulleika í að vitja veikra, gat um það í hrjefi til mín í vetur, að rnenn hefðu, þar sem hann er, hvervetna viljað, að hann skoðaði öll börn þau, er kíghóstann fengu, og að þetta gaf með fram tilefni til, að hann í heilar 6—7 vikur gat eigi verið við heimili sitt nema einar 2 nætur; hann gat þess og jafnframt, að honum þótti þessar sífelldu skoðanir ó- þarfar á alþekktum sjúkdómi, og gat jeg eigi annað en verið honurn samdóma í því, að minnsta kosti, þegar engin sjer- stakleg atvik ber að höndum. Síðast á liðna árinu og í byrjun þessa árs bar allmikið á lungnabólgu, og dóu 2 ung- menni úr henni hjer í bænum; var annar þeirra brjóstveikur undir, en hinn hafði eigi fullkomlega náð sjer eptir tauga- veiki. í skólanum lágu um 20, og allmargir þeirra með lungna- bólgu; þeim batnaði öllum. VEIKINDI OG SÓTTIIl ERLENDIS. Af blöðum þeim, sem komu síðast í haust, var það auð- sjeð, að tvær alvarlegar sóttir, bólusótt og kólera, gengu yfir allmörg lönd norðurálfunnar árið sem leið, og var bólusóttin alit af að færa sig norður á við, og samkvæmt fregnum, sem komu hingað í blöðum með skipi, er hafnaði sig hjer 11. dag febrúarm., og farið hafði frá Iíaupmannahöfn um árslokin, virtist bólusóttin heldur að vera að aukast í Kaupmannahöfn, þó fáir væru þar enn þá dánir úr henni. í októbermánuði var tala hinna bóluveiku í höfuðborginni mjög lítil, en þá virðist hún að hafa aukizt nokkuð í nóvemberm., og þó hvað mestídesem- bermánuði, því að samkvæmt Kaupmannahafnarblöðunum voru í jólavikunni, eða frá 20. til þess 26. dags desemberm., 50 orðnir veikir af bólu, og 33 af hlaupabólu, en eigi gat verið

x

Heilbrigðistíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.