Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Blaðsíða 2
2
LANDSTJÓKN.
hörBustu og hæöilegustu orBum um stjórnina, landshöfðingja og hina œðri
embættismenn, og bar þeim á brýn hina verstu klæki. Svo sem við mátti
búast, hófust af þessu málssóknir, en þær urðu eigi til annars en að auka
œsingarnar enn meir. Einna mest kvað að œsingum þessum í Eeykjavík, og
var þar mikill flokkadráttur meðal bœjarbúa; hinn 1. dag aprílmánaðar, ])á
er hið nýja landshöfðingjadœmi fjekk gildi, ogaptur hinn 8. dag hinssama
mánaðar, á afmælisdag konungs, bar þar mest á œsingum þessum, og lá
við óspektum; en eigi varð þó annað úr, en nokkrar ómerkilegar skrá-
veifur, er sögur eru varla af gjörandi.
En miklu alvarlegar lýsti óánœgja landsmanna sjer á ýmsan annan
hátt. Sú skoðun hafði nokkrum sinnum komið í Ijós í blöðunum, að hjer
á landi væri eigi unandi lengur sökum yfirgangs og ójafnaðar Dana, og að
það mundi nú vera ráðlegast fyrir íslendinga, að gjöra að dœmi forfeðra
sinna, er stukku úr landi fyrir ofríki Haralds konungs hins hárfagra og
leituðu vestur um haf. pessi skoðun virðist hafa rutt sjer til rúms
sumstaðar, einkum á norðurlandi, og hafa menn þar hópum saman
tekið sig upp og flutt sigtilAmeríku; margt getur annað borið
til flutninga þessara en óánœgja með stjórnarhagi landsins, en margir hafa
beinlínis látið það í ljós, að sjer gengi eigi annað til en óstjórn sú, er
hjer sje, og ótti við afleiðingar hennar. Annar alvarlogur vottur um óá-
nœgju landsmanna með aðgjörðir stjórnarinnar hefur einnig að nokkru leyti
lýst sjer í bindindisfjelögum þeim, er víða hafa verið stofnuð.
pá er stjómin var búin að gefa út lögin um gjald af brennivíni og öðrum
áfengum drykkjum, þvert á móti tillögum alþingis, tóku menn að tala það,
að nú væri snjallast að hætta öllum ölfangakaupum, þar eð stjórnin tœki
annars allan tollinn, og fœri með svo sem henni sjálfri sýndist, án þess
að íslondingar fengju þar nokkru umað ráða, eða hefðuþar nokkur notaf.
Eitt af bindindisfjelögum þeim, er stofnuð voru, er bindindisfjelagið í
Keykjavík; í lögum þess er svo fyrir mælt, að bindindi þetta skuli standa
þar til er ísland hafi fengið fjárforræði.
pað er kunnugt, að minni hluti alþingis 1871 hafði opinberlega lýst
yflr við konung, að skoðanir þær, er komið höfðu fram hjá meiri hluta
alþingis, að því er snerti stjórnarmálið, væru alls eigi samkvæmar vUja
þjóðarinnar. Yfirlýsingu þessari undu landsmenn mjög Ula, og þótti þeim
nauðsyn tU bera, að hrinda af þingmönnum ámæli þessu og láta skýrt og
skorinort í Ijós, hver væri vilji þjóðarinnar. petta hugðu menn að bezt
mundi verða með því að halda fijálsan allsherjar þjóðfund; lá þetta
þó niðri um hríð, þar til er leið að næsta þingi; þá tóku landsmenn sig
saman um, að halda nú, áðr en alþingi kœmi saman, almennan þjóðfund
til að undirbúa hin helztu áhugamál sín, einkum stjómarmálið, f hendur
alþingi, og sýna, hver væri vilji sinn í því efni. HaUdór Friðriksson skóla-
kennari stefndi tU fundarins í öUum hjeruðum landsins, og ákvað fundar-
stað á hinum forna alþingisstað íslendinga, á pingvöllum við Öxará, en
fundardag hinn 26. dag júnímánaðar. í öUum hjeruðum voru haldnir