Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Page 3
LANDSTJÓRN.
3
hjeraðaf undir um vorið, til að rœða hin merkustu mál, og rita um
f>au áskoranir til þings og þjóðfundar. Fundir þessir voru alstaðar allvel
sóttir, og sumstaðar mjög fjölmennir. Hið helzta, er rœtt var á, fundum
þessum, var, sem nærfi má geta, stjórnarbótarmálið, og lýsti sjer hinn
mesti áhugi á því máli á öllum fundunum; mjög varð þar tíðrœtt um hið
bága stjómarástand landsins og yfirgang þann, er landsmenn yrðu að þola,
og svo um það, hvemig yrði ráðin bót á slíku; en allt fór þar fram með
góðri reglu og stillingu, og varð eigi vart við neinar œsingar eða óspektir.
Á fundum þessum kusu landsmenn tvo menn úr hjeraði hverju til að vera
fulitrúar þeirra á þjóðfundinum, og seldu þeim í hendur ávörp og bœnar-
skrár bæði til þjóðfundarins og alþingis, viðvíkjandi stjómarbótarmálinu
og öðrnm áhugamálum sínum.
l>jóðfllllf!lir íslendinga var settur fimmtudaginn 26. dag
júnímánaðar á pingvöllum svosem á hafði verið kveðið. Voru þarkomnir
2 þjóðkjömir fulltrúar úr flestum kjördœmum landsins; úr 3 kjördœmum
kom að eins einn fulltrúi, og úr einu enginn; alls voru hinir kjömu fund-
armenn 36 að tölu. Auk þeirra voru þar við staddir margir alþingis-
menn og íjöldi annara manna, einkum úr Reykjavík og hinum nálægustu
sveitum. Svo er sagt, að í byrjun fundarins væru þar saman komnir ná-
lægt 120 manna, en þá er flest var, nær 300 manna.
Svo var um búið á fundarstaðnum, að tjald eitt mikið var reist,
sunnan til á völlunum, skammt þaðan er Öxará rennur ofan úr Almanna-
gjá; tjald þetta vargjört fyrir samskot Reykvíkinga og ætlað til fundarhalds
á pingvöllum. Mcðfram tjaldveggjunum innanverðum var hlaðinn setu-
bekkur úr grjóti, og þar fyrir innan voru reist löng borð handa fundar-
mönnum, en í miðju tjaldinu var eitt borð minna, handa skrifurum. Há
stöng stóð upp af tjaldinu, og blakti þar á eitt af merkjum íslands, en
það var hvítur fálki á bláum feldi; mynd af fálka á hvítum feldi var og
dregin upp inni í tjaldinu yfir öndvegi.
Halldór skólakennari Friðriksson, þingmaðr Reykvíkinga, setti fundinn
að dagmálum með tölu; fór hann þar nokkrum orðum um tilgang og ætl-
unarverk fundarins, og minntist þess jafiiframt, að nú væru 25 ár síðan
hinn fyrsti þjóðfundur Islendinga hefði verið haldinn á pingvöllum. peg-
ar er fundurinn var settur, lögðu fundarmenn fram kjörbrjef sín, og þóttu
þau öll góð og gild. pá var gengið til formannskosninga, ogvar JónGuð-
mundsson, ritstjóri pjóðólfs, í einu hljóði kjörinn formaður á fundin-
um, en Benedikt Kristjánsson, prófastur frá Múla, varaformaður.
pá voru kosnir til skrifara fundarins prestarnir Páll Pálsson frá
Prestsbakka og porvaldur Stefánsson frá Hvammi. pví næst var því
hreyft, hvem þátt ókjömir menn, þeir er við voru staddir, gætu átt í
fundargjörðunum; eptir nokkrar umrœður var svo ákveðið, að kjörnir menn
einir skyldu hafa atkvæðisrjett, en allir fundarmenn málfrelsi.
Eptir það lagði formaður fram 19 bœnarskrár um stjórnarbót-
armálið úr allflestum hjcruðum landsins; 8 af þeim voru stílaðar beinlínis
1*