Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Page 7

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Page 7
LANDSTJÓRN 7 sótt og hin austurlenzka kólerusótt flytjist til íslan ds; 8, frumvarp til tilskipunar um lilunnindi nokkurfyrirspari- sjóði á Islandi. 9, frumvarp til tilskipunar um Ijósmœðraskipun á íslandi; 10, frumvarp til tilskipunar umpað, að skip, sem flytja hvalkjöt tilíslands, skulivera undanþeginlestagjaldipví, sem ákveðið erí lögum 15. apríl 185 4. Frá hálfu þjóðarinnar komu einnig til þingsins margar hœnarskrár; flestar þeirra voru um stjómarbótarmálið; þar á meðal var ávarp þaðfrá þingvallafundinum, er fyr er getið,og fylgdu því hin önnur ávörp og bœn- arskrár um þetta málefni; alls voru bœnarskrámar um þetta efni 20 að tölu; 12 bœnarskrár um ýms önnurmálefni voru og lagðar fyrir þingið, og að auk 2 uppástungur frá nokkrum þingmönnum. pegar í byrjun þingsins bar þingmaður Rangæinga, doktor Grímur Thomsen, fram þá tillögu, að eigi skyldi kjósa n e f n d i r til að rœða hin konunglegu frumvörp, af þeirri ástœðu, að það yrði að eins til tímaspillis og kostnaðarauka, með því að það væri margreynt, að brcytingatillögur þingsins væru eigi teknar til greina; dt af þessu reis allsnörp umrœða, en svo lauk henni, að tillagan var felld, og það samþykkt, að nefndir skyldi kjósa í öll málin, er frumvörpin vom um, og svo var gjört. Enn fremur voru nefndir settar til að rœða 2 af málum þeim, er bœnarskrárnar voru um (stjórnarbótarmálið og lagaskólamálið) og sömuleiðis 2 uppástungur þingmanna, (um ávarp til konungs og fjárhagsáætlunina), 6 bænarskrám var vísað forsetaveginn til hlutaðeigandi yfirvalda, einni til þingnefndar, er kosin var áður, en 4 náðu eigi fram að ganga. Alls voru það 14 mál, er þingið setti nefndir í og tók til meðferðar að þessu sinni; skal hjer með nokkrum orðum segja frá hveiju þeirra fyrir sig. 1. Stjórnarbótarmálið. pesser áður getið, að ekkert frumvarp kom að þessu sinni frá konungi til alþingis um þetta mál, af þeim ástœðum, sem konungsfulltrúi tók fram í þingsetningarrœðu sinni. I hinni konunglegu auglýsingu til þingsins var enn nákvæmlegar tekin frara skoðun stjórnarinnar á þessu efni, en hún er hin sama og verið hefur að undan- fömu. En þótt ekkert frumvarp kœmi nú frá konungi og stjóm hans um þetta mál, þákomu nú því fleiri bœnarskrár frá þjóðinni sjálfri. Frá efni þeirra og áskorunum er sagt hjer að framan, þar sem skýrt er frá þjóð- fundinum. pingið sotti 7 manna n e f n d til að íhuga málið enn að nýju, og fjekk henni í hendur allar bœnarskrámar. Nefndin rœddi málið með sjer og samdi síðan álitsskjal sitt um það til þingsins. í álitsskjali þessu fór nefndin fyrst nokkrum orðum um hina megnu óánœgju Islondinga yfir því, að hin lögbundna ráðgjafastjóm Danakonungs hafi útvegað staðfestingu konungs á stjórnarstöðulögunum 2. jan. 1871, er keimili hinu danska ríkis- þingi löggjafarvaldið yfir íslandi í sameiginlegum málum og leggialla stjórn

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.