Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Page 9

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Page 9
LANÍÍSTJÓRN. ð sú yfirlýsiiig konungs í auglýsingu hans til þingsins, að |iað væri einlægur og alvarlegur vilji hans, að veita landsmönnum pá stjórnarskipim, er gæii þeim sama frelsi og sömu rjettindi sem samþegnum peirra í Danmörku, hefði knúð pað til að fara pennan veg, er pað nú hafði farið, og kvaðst pað í frumvarpi pví, er j>að nú hefði samið, hafa gjört sjer hið mesta far um, að nema burtu allar pær tálmanir, sein fyrrum höfðu hamlaö pví, að máli pessu yrði farsællega ráðið til lykta. En jafnframt tók pað þó fram nokkur atriði, er því virtist nauðsynleg trygging fyrir því, að stjómarskrá þessi gæti samsvarað óskum og þörfuin þjóðarinnar. Samkvæmt þessu stílaði þingið niðurlagsatriði bœnarskrár sinnar hjer um bil á þessa leið: 1, a ð konungur veiti frumvarpi þingsins lagagildi sem fyrst, og eigi seinna en einhvern tíma á árinu 1874; 2, til vara: að konungur veiti íslandi næsta ár stjórnarskrá, er gefi al- þingi fuflt löggjafarvald og fjárforræði, og að öðru leyti sje löguð eptir frumvarpi þingsins sem framast má verða, einkum að því er snertii' þessi atriði: a, a ð stjórnarskrá þessi eigi ákveði fasta fjárhagsáætlim, lieldur skuli hún fyrir 2 ár lögð fyrir alþingi til samþykkis; b, a ð stjórnarskrá þessi ákveði, að sjerstakur ráðgjafi skuli skipaður fyrir íslands mái, sem hafi ábyrgð á stjórnarstörfum sínum fyrir alþingi; c, a ð engin gjöld eða álögur verði lagðai' á lsland til sameiginlegra mála án samþykkis alþingis; d, a ð endurskoðuð stjórnarskrá, byggð á óskertum landsrjettindum Is- lendinga, verði lögð fyrir hið 4. þing, sem haldið verður eptir að stjómarskráin öðlast gildi. 3, cnn til vara: að þjóðfundur með samþykktaratkvæði verðisaman kall- aður á íslandi árið 1874, samkvæmt kosningarlögunum 28. sept. 1849, og að fyrir þann fund veröi lagt frumvarp til stjórnarskrár íslands, byggt á sama grundvelli og frumvarp þingsins. Mál þetta fjekk þannig að þessu sinni allt aðra niðurstöðu á þinginu en menn höfðu búizt við. Fyrir þing og framan af þingi virtist vera all- mikill rígur og keppni miili beggja flokkanna, og engu minni en að und- anförnu, en smámsaman dró til sætta og samkomulags, svo að þingheimur allur varð að lokum á eitt sáttur, og allir þingmenn lögðust áeitt tii þess að miðla málum, og reyna þannig að ráða máli þessu til farsællegra lykta. í þinglokarœðu sinni gaf konungsfulltrúi þinginu góðar vonir um árangur af tillögum þess, og kvað landsmenn mega vænta stjórnarbótar þeirrar, er þeir höfðu svo lengi þráð, að ári komanda. Úr því að málið fjekk þessi úrslit á alþingi, þá þótti engin þörf á sendiför þeirri, er þjóðfundurinn hafði ætlazt til, og fjell það mál því niður. 2. þogar öndverðlega á þinginu báru 10 þingmenn fram tillögu um það, að þingið ritaði ávarptilkonungs, og skýrði honum í því frá því, sem aflaga fœri í stjórn landsins, og beiddist bóta á sliku ásigkomu-

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.