Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Page 11

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Page 11
CANDSTJÓRN. 11 og ElliSaánum sem fyrst verði kaupendum upp sagðar; 7, að samning- num um brennistcinsnámumar í fingeyjarsvsiu við A. G. Lock verði upp sagt, nær sem löglegt tœkifœri býðst; 8, a ð enginn nýr samningur um Helgustaðafjallsnámuna verði gjörður að þinginu fornspurðu; 9, að reikn- ingsfœrsla á fjárhagsáætlunum og roikningsyfirlitinu eptirleiðis mætti verða glöggari cn áður; 10, a ð leigur sjeu til fœrðar í áætlununum af fullri upphæð fjár þess, sem á er ætlað verði í lok undanfarandi reikningsárs innstœða hjálparsjóðsins. 4. Bœnarskrá alþingis 1871 um lagaskóla hafði enga áheyrn fengið. Nú kom aptur til þingsins bœnarskrá frá 13 námsmönnum í Iíaup- mannahöfn um sama ofni, og fór hún fram á það, að þingið beiddi kon- ung um 1, a ð stofnaður yrði hið bráðasta á landsins kostnað kennslu- skóli handa íslenzkum lögfrœðingum, og 2, að engum, sem leyst hefði af hendi embættispróf við háskólann í Kaupmannahöfn, eptir að embættis- próf er haldið í fyrsta skipti við hinn íslenzka lagaskóla, skuli veitt em- bætti á Islandi, nema hann gangi áður undir próf í íslenzkum lögum við lagaskólann á Islandi. Nefnd var k.osin til að íhuga bœnarskrána; hún fann hina brýnustu nauðsyn til að verða við áskorun bœnarskrái'innar, og rjeð binginu að rita konungi enn að nýju bœnarskrá um málið. þingið var nefndinni að öllu leyti samþykkt, og ritaði konungi bœnarskrá með hinum sömu niðurlagsatriðum, er nefndin hafði til lagt, eða þannig: 1, að kon- ungur skipi svo fyrir, að lagaskóli handa islenzkum lögfrœðingum komist á sem allra-fyrst; 2, að fyrirkomulag skólans verði samkvæmt undirstöðu- atriðum þeim, sem um er rœtt í brjefi kirkju- ogkennslustjórnarinnar 28. des. 1863 ; 3, að kostnaðuriun til skólaus verði í bráð greiddur af því ije landssjóðsins, sem látið hefur verið renna í hjálparsjóðinn. 6. Hið konunglega frumvarp um skipaströnd laut einkum að því, að skipa fyrir um það, hvers bæði yfirvöld og alþýðumenn ættu að gæta, þegar vart yrði við, að skip stranda. Nefnd sú, er þingið setti til að rœða frumvarpið, kannaðist við, að það í sjálfu sjer hefði verið gott og gagnlegt, að fyrir löngu hefði verið skipað fyrir um skipaströnd, með því engin löggjöf væri til um það efni; en eigi að síður rjeð hún þó þinginu frá að aðhyllast frumvarpið, af þeim ástœðum, að enga bráða nauðsyn bæri til slíkra laga, enda væri nú hinn ólientugasti tími til að mynda nýja lög- gjöf, og svo væri þetta frumvarp ein staðfesting landshöfðingjadœmisins, er landsmönnum væri svo ógeðfellt; enn fremur væri frumvarp þetta í ýms- um atriðum óeðlilegt. þingið fjellst á ráð nefndarinnar, og ijeð konungi frá að láta frumvarpið ná lagagildi. 6. I frumvarpinu um niðurjöfnun alþingiskostnaðar var svo ákveðið, að alþingiskostnaðinum skyldi framvegis jafna niður á kaup- staðarbúa, þannig að af hverju 100 rd. virði í húseign skyldi gjalda jafnan toll og af jarðarhundraði; þó skyldi Reykjavík með tilliti til hagnaðar þess, er hún liefði af alþingishaldinu, gjalda meira að tiltölu en aðrir kaupstað- ir, eða '/21 hluta af öllum alþingiskostnaðinum. Enn fromur var þar á- /

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.