Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Page 12

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Page 12
12 LANDSTJÓKN. kveðiS, aS jafna skyldi á jaríirnar eptir dýrleika þeirra, en ekki eptir leigu- mála. Nefnd sú, er kosin var í málið, tók það fram, að engin óánœgja væri meðal landsmanna yfir gjaldmáta þeim, sem er, enda væri bezt að fresta málinu, þangað til komin væru ný skattalög og ný landbúnaðarlög, og að jtvíer Reykjavík snertir, þá yrði bœjarstjórnhennarfyrstað segja alit sitt. Af þessum ástœðum rjeð nefndin þinginu að ráða frá frumvarpinu; þingið var á sama máli og nefndin, og bað konung að gjöra fnimvarpið eigi að lögum. 7. í frumvarpikonungs um stofnun sjómannaskóla var gjört ráð fyrir, að stofnaður yrði í Keykjavík skóli með einum föstum kennara, og að stýrimannspróf skyldi halda tvisvar á ári, en sá, er staðizt hefði prófið, skyldi fá heimild til að vera skipstjóri eða stýriraaður á sjóferðum við ísland, en eigi annarstaðar. Nefnd sú, er sett var í þetta mál, ljet í ijós ótta sinn um það, að kennaraembættið við skólann og sömuleiðis próf- nefndin mundi verða skipuð dönskum mönnum, og að kennslan og prófið mundi því verða „danskt"; auk þessa lýsti hún yfir því, að bæði frumvarpið í heild sinni og kinar einstöku greinir þess ættu ekki við hjer á landi; rjeð hún því þinginu frá að þýðast frumvarpið. Eptir nokkrar umrœður komst þingið að sömu niðurstöðu, og rjeð konungi frá að gjöra frumvarpið að lögum. 8. Málið um friðun á laxi hafði verið rœtt á síðasta alþingi, en stjóminni þótti málið eigi nógu vandlega hugað, og sendi því konungur þessu þingi frumvarp að nýju til íhugunar. Frumvarp þetta náði hvorki samþykki nefndarinnar, sem kosin var í málið, og eigi heldur þingsins í heild sinni. Eptir ráði og tillögum nefndarinnar rjeð þingið konungi frá að gjöra frumvarpið að lögum, en bað þar á móti um, að nefnd yrði sett hjer á landi, og skipuð þeim mönnum, sem kunnugir væru laxveiðum, og einum lagamanni, er útvegaði skýrslur úr ýmsum hjeruðum, þar sem lax- veiði er við höfð, og byggi síðan til frumvarp, er lagt yrði fyrir alþingi. 9. Frumvarpið til tilskipunar um ábyrgð fyrir eldsvoðaí Reykjavík kvað svoá, að öllum húsum bœjarins skyldi haldið íábyrgð, og skyldu þau, að því er snertir 2/a úr áhyrgðarverði þeirra verða tekin í brunabótafjelag kaupstaðarhúsanna í Danmörku, en Reykjavíkurkaupstað- ur skyldi sjálfur taka að sjer ’/a úr ábyrgðarverðinu. Nefndinni, sem kosin var, þótti það hið mesta nauðsynjamál fyrir Reykjavík, að fá slíka ábyrgð á húsum sínum, þar sem húsin annars sjeu óáreiðanleg eign, geti brunnið upp svo að ekkert verði úr, gangi ekki í veð og seljist eigi með fullu verði; fyrir því rjeð hún þinginu að aðhyllast þetta frumvarp, og gjörði þingið svo, og bað konung í álitsskjali sínu að löggilda það sem allra- fyrst. 10. Frumvarpið um h e g n i n g a r v a 1 d það, er stjórn hegningar- hússins á íslandi hefur, þótti nefnd þeirri, er sett var í málið, svo óað- gengilegt, að hún rjeð þinginu frá að samþykkja það. jfingið fór að ráð- um nofndarinnar, og tók það fram í álitsskjali sínu tii konungs, að jafnvel

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.