Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Page 16
16
LANDSTJOKN.
m á 1, er öðlaðist gildi í marzmánuSi. L’pp frá Jjví komst á nýtt skipulag
á póstgöngur og póstmálefni landsins, samkvæmt tilskipun Jjeirri, er nú
var nefnd, dagsettri 26. febr. 1872, auglýsingu lögstjórnarinnar 3. maí
1872, auglýsinga stiptamtsins 30. nóv. og 1. des. des. 1872 og 22. marz
1873, og auglýsingu íjárstjórnarinnar og lögstjórnarinnar 26. sept. 1873.
Samkvæmt tilskipuninni tókst landshöfðinginn á hendur yfirstjórn póst-
máianna, og póstskrifstofa var stofnuif og póstmeistari settur í Reykjavík.
Samkvæmt auglýsingunni 3. maí voru settir 15 póstafgreiðslustaðir, og 54
brjefhirðingarstaðir; enn fremur voru stofnaðar 3 aðalpóstgöngur (milli
Reykjavíkur og ísafjarðar yfir Stykkishólm, milli Reykjavíkur og Djúpa-
vogs yfir Akureyri, og milli Reykjavíkur og Djúpavogs yfir Kirkjubœjar-
klaustur) og 11 aukapóstgöngur; svo voru og gefin út frímerki almenningi
til nota. Með póstlöggjöf þessari hefur komizt miklu betri regla og skipu-
lag á öll póstmáiefni og yfir höfuð ailar samgöngur í landinu, og mátelja
hana með hinum merkustu rjettarbótum, er gefnar hafa verið út hin
síðari ár.
Af (lomnm þeim, er dœmdirhafa verið næstliðið ár, virðastengir
hafa verið mjög þýðingarmiklir. Mesta eptirtekt almennings hafa vakið
málaferli þau, erritstjóri Jón Olafsson og fyrrum yfirdómari Benedikt Sveins-
son hafa verið við riðnir. — 3. febrúar staðfesti hæstirjettur dóm yfirijett-
arins, er dœmdi Jón Olafsson í 100rd. sektfyrirað hafabrotið gegn
tilskipun 27. sept. 1799 með því aö láta prenta rit í prentsmiðju, er eigi
var leyfð af konungi. 3 mál voru hvort eptir annað höfðuð gegn hinum
sama fyrir ástœðulausan áburð, svívirðandi sakargiptir og ósœmileg og meið-
andi orbatiltœkií blaði sínu Gönguhrólfi um landshöfðingja Hilmar Finsen.
Öll þessi mál fjellu á Jón Olafsson fyrir bœjarþingsdómi Reykjavíkur (19.
júntog 17. júlí); í hinu fyrstavar hann sektaður um 200 rd. til landssjóðs-
ins»í hinu öðruvar hann dœmdurí sex mánaða einfalt fangelsi, og í hinu
þriðja / eins ár einfalt fangelsi; auk þessa voru öll þau ummæli ritstjórans,
er málin risu af, dœmd dauð og ómerk. Dómum þessum var hvorki áfrýj-
að nje fullnœgt, því að hinn dœmdi stökkúr landi og fór til Ameriku.—27.
janúar dœmdi hæstirjettur Benedikt Sveinsson sýknanfyrir ákæru
valdstjórnarinnar í máli því, er reis af meiðyrðum hans um yfirdóminn
(sem getið er í fyrra árs frjettum). pá höfðuðu yfirdómendurnir sjálfir,
pórður Jónassen og Magnús Stepliensen, sitt málið hvor á hendur Bene-
dikt fyrir hinar sömu sakir. Fyrir aukaþingsdómi Gullbringusýslu (9. júlí)
var Benedikt í hvoru málinu fyrir sig dœmdur í 100 rd. sekt til landssjóðs,
og öll ummæli þau, er ákærð voru, dauð og marklaus. Dómum þessum
skaut Benedikt til landsyfirrjettar; var þá settur nýr yfirrjettur, en hann
dœmdi Benedikt 17. nóv. sýknan af ákærum boggja yfirdómendanna, sök-
um fyrningar sakarinnar.
Alis voru næstliðið ár í landsyfirrjetti dœmd 25 mál; af þeim voru 17
einkamál, en 8 sakamál og lögreglumál.
Á f jarliag'smál landsins er áðurminnzt, þar semsagt var frá