Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Side 20

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Side 20
20 ATVlNNUVEGIR. liðið ár. pess varð fyrst vart 8. dag janúarmáiiaðar í sumum austursveit- um, en hinn 9. sama mánaðar sást j>að víðs vegar um land. Af stefn- unum úr ýmsum áttum mátti pegar ráða, að eldgos {>etta mundi vera einhvers staðar í Yatnajökli. Að morgni hins 9. áður en ljóst var orðið af degi var eldbálið harðla mikið að sjá, og tók hátt á lopt upp; jiegar birti varð eldurinn daufari sýnum, en mikill reykjarmökkur sást í eldstöðunni; um ofanverðan mökkinn lagði eldbjarmann, og upp úr mekk- inum skaut smátt og smátt logandi eldfleygum. Um daginn meðan full- bjart var, sást eigi annað en rauðleitur mökkurinn. pegar kvelda tók, kom eldurinn aptur í ljós í sama stað og engu minni en fyr, Gekk svo um nokkra sólarhringa, að eldurinn sást jafnan um nætur, kveld og morgna, en að eins mökkur og mistur um daga, Mestur 3ýndist eldurinn vera að kveldi hins 10., og aptur að kveldi hins 12, Upp fi'á pví tók hann að rjena, og eptir himi 13. varð hans óvíða vart; í sumum sveitum sást hann pó stöku sinnum eptir pað allt til hins 23., en hvarf moð öllu síðan. Hinn fyrsta dag er eldgoss pessa varð almennt vart (hinn 9.), heyrðust sumstaðar lágir d y n k i r, og svo nóttina eptir, pá aptur (hinn 12.), en eigi upp frá jjví svo kunnugt sje. Hinn 10. fannst sumstaðar hœgur j a r ð- skjálfti, og aptur snarpur kippur hinn 12. Hina fyrstu daga meðan gosið stóð yfir, lagði megna jökulfýlu víða um land, en síðan hvarf hún að mestu. Öskufall varð allmikið í sumum sveitum; snjór var víðast á jörðu, og tók hann þegar hinn fyrsta dag að dökkna af mistri og móðu í austursveitum. Hina næstu daga tók að verða vart við öskufallið í íjar- lægum hjeruðum; vindur var vestlægur, og lagði öskumökkinn austur um land; í sumum hinum eystri hjeruðum í Skaptafellssýslu varð öskufallið hinn 10. og 11. svo jijett, að sporrækt varð eptir fjenað jafnvcl fiar sem jörð var auð. pá lagði mökkinn lengra austur og norður um Múlasýslur og pingeyjarsýslu. A íjöllum nyrðra var móðan svo mikil að morgni hins 11., að eigi tók að birta fyr en sól var upp komin, og var fiá jörðiu öll kolgrá af ösku; öskufallsins varð og vart enn lengra norður beggja megin Vöðluheiðar, en lítið, er vestur dró. Svo er sagt, að sumstaðar á austur- landi hafi öskulagið verið yfir pumlungs pykkt í byggðum niðri, en enn meira á fjöllum uppi. Hinn 12. var öskufallinu víðast af ljett. Eigi varð mildð mein að öskunni, með pví að hún kom víðast niður í snjó, blandaðist saman við hann og skolaði svo burt með honum, pá er hlánaði. Um vorið og framan af sumri póttust ýmsir verða varir við eld á hinum sömu stöðv- um sem um veturinn, og lengi var mökk að sjá í pá átt. í júlímánuði gjörði allmikið öskufall víða sunnanlands, einkum ofan til um Árnessýslu, og geltist pá mjög peningur, en eigi varð pað að öðru loyti til tjóns, par eð pví ljetti brátt af aptur, og rigningar skoluðu burtu öskunni, sem fall- ið hafði. Eldgos petta var svo fjarri byggðum, að eigi var unnt að kanna pað nákvæmlega, en eptir mælingum, sem gjörðar voru, komust menn að raun um, að pað hefði verið sunnan til í miðjum Vatnajökli. Að pví er snertir atvinnuvegina sjálfa, skal lyer • fyrst gctið

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.