Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Blaðsíða 21

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Blaðsíða 21
ATVINNDVEGIB. 21 jarðarrœktarinnar, ab I>ví lcyti sem af lienni or nokkuð að segja. Eigi er knnnugt, hversu mikið hefur verið unnið að j a r ð a b ó t- um næstliðið ár, en svo er að heyra sem pær fari nú heldur vaxandi. Hús- og bústjórnarfjelag suðuramtsins, er nú hefur breytt nafni sínu og kallast búnaðarfjelagið í suðramtinu, hefur að sínu leyti stuðlað til að efla landbúnaðinn, einkum jarðarrœktina, bæði með því að útvega jarðyrkjumenn og styrkja bœndurtilað geta notað tilsögn ogvinnu þeirra. Með þess ráði ferðaðist jarðyrlqumaður Sveinn Sveinsson, er lært hefur í Noregi, um Borgarfjörð, Mýrar, Dali og Húnavatnssýslu, til að segja bœndum til í því, er að búfrœði og einkum jarðyrkju lýtur. I Bysk- upstungum, Mosfcllssveit, Borgarfirði, Húnavatnssýslu og víðar var talsvert unnið að v a t n s v e i t i n g u m ; að því er suðramtið snertir, var jiað að nokkru ieyti með tilstyrk búnaðarfjelagsins. Búnaðarfjolagið ákvað einnig að fá út kingað danskan vatnsveitingamann næsta sumar, og fjekk j>að til þess styrk bæði úr landssjóði og frá hinu danska landbúnaðarfjelagi. Heyskapur landsmanna næstliðið ár var víðast í minna lagi. Yor- kuldarnir á norðurlandi og vesturlandi spilltu mjög grasvextinum. Á suð- urlandi og austurlandi var grasvöxturinn talsvert meiri, en þó vart í raeð- allagi. Af túnum fjekkst víða allt að þriðjungi og sumstaðar allt að iielm- ingi minna en næsta ár áður, en þó voru tún og harðvelli því nær alstað- ar betur sprottin að tiltölu cn engjar og mýrlendi. Yið grasmaðk varð víða vart í túnum, einkum nyrðra, og dró iiann mjög úr grasvextinum. Sláttur byrjaði víðast á venjulegum tíma, en sumstaðar nokkru seinna. pótt gras- vöxturinn væri fremur lítill, þá bœtti það aptur úr, að nýting varð víðast góð; þrátt fyrir óþerrana, sem gengu framan af slættinum, þá voru tún að jafnaði alhirt í miðjum ágústmánuði; að eins í einstökum sveitum, svo sem á Sljettu nyrbra, hröktust töður manna; úthey náðist því nær alstað- ar óhrakið, nema það, sem úti var í sláttulok, þegar brá til rigninganna og hretviðranna. A nokkrum stöðum nyrðra varð hey úti undir snjó, og náðist aldrei. Heyafii manna varð þá um haustib yfir höfuð að tala frem- ur lítill, en allvíöast góður eða vel hirtur. Heyfyrningar frá undanförnum árum bœttu og úr keyskortinum hjá mörgum. Kál, kartöflur, hafrar, byggog aðrar sáðjurtir spruttu víð- ast í meðallagi. Fátt er tíðindavert að því er f járrflbktlliíi snertir. Sauð- fjenaðarhöld voru vfðast næstliðið ár í'bctra lagi. Sumstaðar, eink- um syöra, horfði til fóðurskorts þegar skömmu eptir nýár, en svo kom batinn bæði langur og góður, og komust flestir vel fram meö skepnur sín- ar. S au ð b ur ð ur heppnaðist víðast vel. Málnyta var aptur í lak- ara lagi, því að bæði var beitarland illa sprottið, og veður hryðjótt og kalsa- samt um fráfœrutímann og næstu vikur á eptir. Fjárheimtur um haustið urbu í meðallagi. Af dýrbiti varð þó meiraen næsta ár áund- an. S1 á t u r f j e reyndist í betra lagi, bæði að holdum og mör. Fjárkláðinn hefur enn kaldizt við árið sem leið. Tilraunir þær,

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.