Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Page 25

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Page 25
ATVINNUVEGIR. 25 scngið ífjclag fetta ogverzlað við það næstliðið sumar,— Af Flateyjar- fjelaginu fara engar sögur. par á mót hefur nýtt fjelag verið stofnað við Breiðafjörð næstliðið ár. pað er hlutafjelag líkt og fjelag Húnvetn- inga; er hver hlutur 25 rd.; svo er til ætlað, að innstœðan sje 20000 rd. eða 800 hlutir, er greiðist allir á næsta ári. — Keykjavíkurfjelagið hefur breytt lögum sínum og fyrirkomulagi, og einnig gjörzt hlutafjelag, en hver hlutur er 25 rd.; hið nýja fyrirkomulag þess er einnig áþekkt fyrirkomulagi því, sem er á fjelagsverzlun Húnvetninga. Arnesingar, Rangæingar og Vestur-Skaptfellingar ætluðu einnig að stofna verzlunarfjelag, en fengu eigi svo mikil fjártillög, að þeim þœtti gjörandi, að stofna sjerstakt fjelag, og gengu því í Reykjavíkurfjelagið með fje það, cr þcir höfðu safnað. Nokkrir menn, sem verið höfðu í Reykjavíkurfje- laginu, áður en lögum þess var breytt, gengu nú úr fjelaginu, og gjörðu fjelag sjer með líkum hætti og Reykjavíkurfjelagið hafði áður verið. — Alptnesingar og Vatnsleysustrandarmenn stofnuðu einnig verzl- unarfjelög hvorir fyrir sig; þau eru eigi hlutafjelög, en fyrirkomulag þeirra or líkt þvf, sem áður var í Reykjavíkurfjelaginu. Verzlunarfjelögin liafa þá næstliðið ár komizt svo langt, að þau reka verzlun sína að nokkru lcyti kringum allt land. Ýmsir eru mótfalfnir þessum mörgu verzlunar- fjelögum, og álíta það miklu affarasælla, að hafa fjelögin heldur færri, með því að þá gætu þau einnig orðið miklu öflugri, ef þau legðu saman krapta sína, í stað þess að þau nú sem stendur draga hvert frá öðru; eigi er heldur laust við, að borið hafi sumstaðar á ríg milli fjelaganna og tor- tryggni þeirra hvert við annað, en nái slíkt að þróast, er það hið fyrsta meðal til að kollvarpa þeim sjálfum oghnekkja allri frjálsri verzlun lands- manna. Hið íslenzka verzlunarsamlag í Björgvin komst í þrot og varð því að hætta verzlun sinni hjer á landi; gufuskip það, er samlagið hafði haft hjer í förum, hafði reynzt of kostnaðarsamt, og var það selt fyrir hálfviröi; engar nýjar tilraunir voru gjörðar til að koma á slíkum gufu- skipsferðum hjer framvegis. Að því er snertir aðalverzlun landsmanna, þá virðist hún eigi hafa verið fullt eins hagfelld næstliðið ár eins og næsta ár á undan. Siglingar gengu vel, ogörfáskip strönduðu. Vörumagn landsmanna var í allgóðulagi. þará mót voru aðflutningar og vörubirgðir kaupmanna að sumu leyti haröla litlar og ónógar; eigi var þó almennt kvartað um skort á matvöru, heldur ýmsum öðrum nauðsynjavörum, svo sem sfeinolíu, kolum ogtimbri; einkum var timbureklan tilfinnanleg, því að það lítið, sem kom af timbri, var víöast að mestu leyti hinn versti viður og lítt brúkandi til húsagjörð- ar og smíða. Verðlag á vörum var heldur hvergi nærri jafn-hagfellt Is- lendingum sem árið áður. Hinar útlendu vörur voru í mjög háu verði, en innlendar vörur höfðu eigi hækkað í verði að því skapi, og aðalvörurnar, ull ogfiskur,höfðu jafnvel lækkað. Verðlagáhelztu innlendum vörum var í Reykjavík á kauptíð á þessa leið: saltfiskur á 25 rd. skpnd., harður fiskur á

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.