Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Síða 26

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Síða 26
ATVINNUVEGIU. 2« 80 rd. skippundib, lýsi á 26 rd. tunnan, hvít ull á 46 sk. pundið. mislit ull á 32 sk. pundið, tólg á 18 sk. pundib, æðardún á 8 rd. pundið. Verðlag á helztu útlendu vörum var á sama stað og tíma á pessa leið: rúgur á 10 rd. tunnan, bankabygg á 15 rd. tunnan, baunir á 12 rd. tunnan, salt á 2rd. 64sk.tn., steinkol á 3rd. tunnan, kaffi á 44 sk. pundið, sykur á 26 sk. pundið, brennivín á 32 sk. potturinn. A öðrum stöðum var verðlag á kaup- tíð nokkuð svipab pessu, að öðru leyti en pví, að ull komst í talsvert hærra verð á norðurlandi og austfjörðum. Fjártaka hjá kaupmönnum um haustið var í meira lagi, einkum norðanlands; margir urðu til að selja fje sitt, bæði sökum skulda og eins lítils heyafla. enda seldist fjenaöur við háu verði; sumir purftu og að koma út fjenaði sínum, áður en peir flyttust af landi brott. Verðlag á sauð fullorðnum var 8—9rd.; lísipundið af kjöti seldist almennt á 1 rd. 48 sk., pundið af mör á 16 sk. og gæran á 1 rd. — Flestar íslenzkar vörur seldust allvel ytra um haustið. Fjenaðarkaup Skota og Englendinga hjer á landi hjeldust enn við næstliðið sumar, einkum hrossakaupin. Víða um land voru haldnir hestamarkaðir, og seldust hestar við hærra verði en nokkru sinni fyr. Margir notuðu þetta háa verð, og seldu svo mikið af hestum sem peir máttu án vera, og sumir jafnvel meira; f>eir semeigiseldu of mikið, höfðu af sölu pessari mikinn hag, og margir gátu, sökurn hennar, komizt úr skuldum sínum. Svo er sagt, að frá suðurlandi hafi um sumarið alls verið út flutt 2653 hrossa. Af nautum og sauðfjenaði seldist eigi jafnmikið og árið áður. A sauðfjársölu Gránufjelagsins er áður minnzt stuttlega. Fjenaðarverzlunin hjeraða á milli var næstliðið ár eins og árið áður fremur lítil. Samtök þau, er sveitabœndur sunnanlands höfðu J>á gjört til að útrýma klábanum, voru nú raunar slitin, og hömluðu eigi leng- ur frjálsum viðskiptum í þá átt, heldur bar nú annað til. Arnesingar gjörðu nú samtök um það, að selja enga sauðkind nema, á mörkuðum innan sýslu; en sá var tilgangurinn með þeim samtökum, að af taka fjár- sölu í aðalrjettum, og lcoma þannig í veg fyrir óreglu pá og tímatöf, eraf slíkri sölu leiðir, en í annan stað að koma haganlegi'a og reglulegra skipu- lagi á söluna. Sjávarbœndur og kaupstaðarbúar álitu par á móti, ab ný- breytni pessi ætti að stuðla að pví, að selja fjeð dýrara en vant væri, og sóttu pví lítt markaðina; varð pví fjenaðarverzlunin í pessum hjeruðum miklu minni en að vanda. Samgöngur manna í miUi voru, prátt fyrir hið nýja fyrirkomuiag á póstgöngnnum, að sumu leyti hvergi nærri eins greiðar næstliðið ár sem árið fyrir, en pað kom af pvi, að gufuskipsferðir Xorðmanna kringum land- ib, er pá höfðu greitt svo mjög fyrir samgöngunum, voru niður lagðar. Um vegabœtur er fátt kunnugt, að eins má geta pess, að s t í g þeim gegnum Hafnarfjarðarhraun, sem getið er í fyrra árs frjett- um, var nú haldið áfram, og er hann að mestu fullgjör; vegur pessi er 5[ áln. breiður, rúmra 900 faðma langur; alls hefur liann kostað um 1120 rd. Til pess, cr enn er ógjört við hann, mun purfa á annað hundrað ríkisdala.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.