Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Blaðsíða 27

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Blaðsíða 27
ATVINNUVEGIIi. 27 Fyrir samskotumun til vogagjörðar þessarar og svo vegagjöröinni sjálfri stóð verzlunarstjóri Kristján Zimsen í HafnarfirBi. Hjer má geta fiess, að næstliöið sumar var. danskur verkfrœðingur, að nafni Windfeldt Hansen, fenginn iiingað til að rannsaka, hvortvinnandi væri að leggja brýr yfir Þjórsá og Ölfusá, hvar væri bezt bráarstœði, og hversu mikið slíkar brýr mundu kosta. Hann kvað pað vel mega takast, að gjöra brýrnar, og benti á hvar bezt væri að leggja pær, og hvernig bezt væri að koma þeim fyrir. Að pví er kostnaðinn snertir, pá er sagt, að hann hafi gjört ráð fyrir, að hvor brúin fyrir sig mundi kosta 50000 rd. Miklir örðugleikar eru á pví, að leggja fram jafnmikið fje sem petta, og pótt eigi sje sjcð fyrir hvað takast má, pá er nú líklegt, að brúargjörð þessari verði frestað um sinn. Hinum sama verkfrœðing, sem gjörði áætlunina um brýrnar, var af stjóminni falið á hendi, að rannsaka, hvort eigi væri gjörandi höfn við Dyrhólaey, en hann kvað það óvinnandi verk nema fyrir margár milíónir ríkisdala. Málið umfrjettapráðinn hefur næstliðið ár legið í pagnargildi. Af i ð n a ð i, sem hin fyrirfarandi ár hefur verið drepið á í frjettum pessum, er nú ekkert að segja. Heilsnfar fólks á íslandi var víðast í bezta lagi næstliðið ár. Almenn kvefsótt gekk að vanda umvorið yfir allt land, en varðhvergi mögnuð. Bólgusótt gekk um veturinn og vorið í Snæfellsnes- og Dala- sýslum, og varð ýmsum ab bana. Taksótt, lungnabólga, tauga- veiki og barnaveiki stungu sjer niður á stöku stöðum, en virðast eigi að hafa orðið mjög skœöar. Yfir höfuð virðast sóttir næstliðið ár hafa valdið bæði litlum manndauða og iitlum atvinnuhnekki meðal manna. Slysfarir voru einnig í minna lagi. Að því er sjeð veröur af blöðunum, hafa alls 40—50 manns drukknaö í sjó og vötnum. Stórir skipskaðar urbu engir. Nokkrir menn urðu úti í illviðrum, og einstöku maður fórst af slysum á annan hátt. Utanfarir landsmanna til Ameríku hafa drjúgum farið í vöxt næstliðið ár. Svo er sagt, að alls hafi farið hátt á þriðja hundrað manna. Voru pað sumpart einhleypir menn, en sumpart heil heimili. Flestir þeir, erfóru, voruúr Eyjafirði og pingeyjarsýslu; nokkrir voru úrHrúta- firði og Miðfirði, nokkrir af Austfjörðum, nokkrir af Eyrarbakka, nokkrir úr Reykjavik, og víðar að. Flestirfóru til Norður-Ameríku. Yfir 100 manna ætluöu að setjast að í fylkinu Ontario í Canada; en hinir aðrir ætluðu til Wisconsin í Bandaríkjunum, eða hjeraðanna þar í grennd. Fáeinir fóru til Suður-Amerí ku, ogætluðu að setjast að í Brasilíu. Enn voru pað meir en 200 manna, er ætluðu sjer að fara bjeðan af landi til Ameríku næstliðið ár, en hurfu frá því að pessu sinni, sumpart af því, að þeir eigi fengu hentugt far, sumpart af því, að þeir eigi gátu komið eigum sínum í peninga, og enn af ýmsum öðrum orsökum; en 'staðráðnir voru þeir í því, að bíða að eins eitt ár og fara síðan. þess er

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.