Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Page 28
28
ATVINN0VEGIR.
áður getið, að orsakirnar tO utanfara þessara liafi að nokkru leyti átt rót
sína í óánœgju með stjómarástand landsins, en aðaiorsökin mun þó naum-
ast hafa verð sú, heldur fátœkt og atviimuskortur þeirra, er fóru. Má það
meðal annars ráða af því, að íiestir fóru úr þeim hjeruðum, [>ar sem óár-
an og harðrjetti höfðu verið undanfarin ár; enda var meiri hluti þcirra, or
fóru, efnalítið fólk; hinir fátœkustu úr þeim hjeruðum gátu þó eigi farið,
þótt |>eir vildu, með því að [>á vantaði alveg efni til fararinnar. Flestir
þeirra, er fóru, höfðu í hyggju að nema land í hjcruðum þeim, er þeir
settust að í, og reisa þar bú, jafnskjótt sem þeir fengju efni til, en á með-
an ætluðu þeir að ganga í vinnu hjá öðrum. og kynna sjer vorklag og
háttu manna. Misjafnar sögur ganga af velmegun íslendinga í Ameríku,
en af brjefum þeirra og öðrum fregnum, sem engin ástœða er til að efa
að sjeu áreiðanlegar, er svo að sjá, að fiestir þeirra komist allvel af; en
hitt er eigi kyn, þótt sumir kunni að eiga þar ervitt afkomu, þar sem all-
flestir þeiri-a, er fara, eru fjelitlir menn og fákunnandi bæði í tungu Ame-
ríkumanna og öllum landsháttum þar vestur. Fáir af vesturförum hafa
verið menntaðir að mun, en þó nokkrir, bæði þeirra, er farið hafa undan-
farin ár, og eins næstliðið ár. Meðal þeirra, er fóru næstliðið ár, voru
kunnugastir: þorlákur Jónsson, morkisbóndi frá Stórutjörnum, Jón Ólafsson,
hinn alkunni ritstjóri Gönguhrólfs, og sjera Jón Bjarnason, einn af hinum
beztu yngri guðfrœðingum og efnilegustu ungum prestum þessa lands.
Menntun.
Af menntun og menntastofnunum Islendinga næstliðið ár eru fá tíð-
indi að segja, en þó virðist rjett að drepa á hið helzta, er að slíku lýtur.
Frjettablöðin eru því nær hið eina bóklega menntunarmeðal
fyrir mikinn þori'a manna nú sem stendur, með því að svo lítið er gefið
út og enn minnakeypt og lesiðaföðrum ritum. Næstliðið ár voru frjetta-
blöðin í flestá lagi; í Reykjavík voru gefin út 4 samtals: þjóðólfur,
er nú hefur verið gefinn út i 25 ár samfleytt og er langelzt allra blaða, er
verið hafa á íslandi; T í m i n n, 2. árgangur; Gönguhrólfur, 1. árgang-
ur hálfur; hann hætti að koma út á miðju ári; Víkverji, 1. árgangur;
hann byijaði fyrst að koma út í júnímánuði. A Akureyri var gefið út blaðið
N o r ð a n f a r i, 12. árgaugur. Undir árslokin var þar og byrjað að gefa
út blað, kallað A m e r í k a; átti það einkum að frœða þá, sem ætluðu til
Ameríku, um landshagi og landsháttu þar vestra, og bera mönnum frjettir
af íslendingum þeim, sem þangað hafa farið.
T í m a r i t þau, er ekki eru f frjettablaðasniði, voru næstliðið ár hin
sömu sem að undanfömu, og efni þeirra nokkuð áþekkt og áður hefur
verið. Heilbrigðistíðindi Jóns lljaltalíns (3. ár) rœddu einkum um
heilbrigðisfrœði og náttúrufrœði; Tímarit Jóns Pjeturssonar (4. ár) um
söguleg fornvísindi; Ný fjelagsrit (30. ár) um búnaðarfrœði; Gefn (4.
ár) um heimspeki, bókvísi og fornírœði. Auk þessara tímarita voru gefin