Tíminn - 21.03.1872, Síða 2

Tíminn - 21.03.1872, Síða 2
26 drykkjum«, dagsett 26. f. m. f>. á., er öðlast lagagildi 1. dag júlímánaðar 1872. 1. grein lagaboðsins hljóðar þannig: „Af allskonar íídí og brennivíni eí>a þessháttar tilbún- nm áfengnm drykkjutn, sem flytjast til íslands, skal greiba aþflntningsgjald, 8 sk., af hverjnm potti, ef þeir eru flutt- ir á ámum, tuunnm, eba oþrum stúrum ílátum en sjeu þeir tappabir á flöskur, krukkur, brúsa etla þesskonar ílát, skal greita 8 6k. af hverjum 3 pelum. Gjald þetta rennur í laudsjóliinn". Vjer getum eigi leitt hjá oss að fara nokkr- um orðum um þessa grein tilskipunarinnar. |>að er merkilegt, að lögstjórnarráðherrann, skuli bein- línis hafa gengið fram hjá tillögum alþingis, fy r s t í því að hafa tollinn af «Sprit» þrefaldann, og ann að það, að sleppa öllum toll afbjór (Baiersk öl). J>að litur út fyrir, að einhver kaupmanns- andi hafi snortið ráðherrann um leið og hann hugsaði sjer jafnháan toll af brennivíni og «Sprit•>, enda mun það nú komið fram, þar sem kaup- menn vorir flytja nú að meira og minna leyti töluvert af «Sprit» og annari vínvöru, áður enn löggjöGn nær gildi. Oss virðist svo, sem ráð- gjafanum hafi gleymst, að úr hverjum potti af «Sprit», geta ef til vill, fengizt 4 pottar hjer út á íslandi, þegar kaupmenn eru búnir að «þynna mjöðin»; allur ágóðin mun því fyrst um sinn, lenda hjá kaupmönnum, enn eigi i landssjóðnum. Landsmenn vorir ættu því að gjalda varhuga við slíkum vínföngum, og bindast í fastan fjelagsskap og bindindi, til að afneita sliku súrdeigi, sem á- fengir drykkir eru, og freistað hafa Islendinga um margar aldir, eytt velmegun þeirra, heilsu og lífdögum, og lagt ’þanuig margann að hálfnuðum lífdögum sínum í gröGna. (Framh. síðar). FIUETTIIl INNLENDAlt. Sama veðurblíðan heGr haldistvið síðan blað vort kom út síðast; vestan- og norðanpóstar komu hingað hinn 15. þ. m., er það helztað frjetta, er vjer höfum fengið í brjefum ogblöðum. Á vest- urlandi hefur verið lik veðurátta og hjer sunnan- lands. Við ísafjarðardjúp hefur verið afli með minna móti næstliðið haust og vetur; kringum Jökul hefur og aflast lítið, enn nú er sagt að fiski- ríið sje farið að aukast nokkuð, og fiskur haG gengið inn eptir Breiðafirði; heflr hans orðið vart á Stykkishólmi. Úr Norðurlandi tökum vjer les- endum vorum til fróðleiks almennar frjettir úr brjefum þessum: (Frá Austfjörðum 30—I—72). «Vetrarfarið hefir að þessu verið næsta mislint; fyrst gjörði íhlaup í liaust um veturnæturnar; svo að vt'ða varð jarðlaust með öilu, og skepnur fentu sumstaðar, hjelzt það hálfann mánuð, síðan hlánaði aptur, að allann snjó tók upp, og varð þannig ör- íst fram að jólum, og allt þangað til geflð full- orðnu fje, enn með jóJum skipti aptur um, og snjerist til ískomu og snjóburðar, og hefir því jafnaðarlegast farið fram síðan, og nú heflr verið alveg jarðlaust samfleytt á aðra viku, og engin skepna sjeð út fyrir dyr, þann tíma; snjórinn er illa lagður og blotar hvað eptir annað, enn hey eru með fyllsta lagi, og þola menn því nokkra skorpu. Fiskiafli var ágætur í haust; bráðapestin heflr gjört vart við sig hjer og þar, enn ekki orðið eins mögnuð og á Norðurlandi. Iíorn- byrgðir voru litlar í austurkaupstöðum, nema á Djúpavogi. J>að er talið að Sveinbjörn Jakobsen, muni auka verzlun sína á Seyðisfirði. Almenn heilbrigði heflr mátt heita hjer um allt Austur- land í langan tíma. Menn tóku að manna sig upp á Seyðisfirði um hátíðirnar í vetur, og stofn- uðu til «Tomboia», var hún haldinámilli jóla og nýjárs, og var fjölsótt, ágóðinn var ætlaður fá- tækustu fjölskyldumönnum hreppsins*. (Úr þing- eyjarsýslu 26.—2.—72). «Vetrartíðin til jóla var góð, spilltist þá veðuráttan og gjörði snjó mikinn, með blotum og áfreðum, og urðu jarðbönn yflr allt; þorratíðin var allgóð, enn frost voru nokkur fyrst á honum, síðan blotar með landsunnan vindi, seig þá snjór nokkuð, og komu upp hnjótar, enn gaddur og hjarn í milli og fljúgandi færi um allt». (Úr Vaðlaþingi 27.—2.—72). «Tíðin er nú góð, hinn liðni þorri er einn með hinum beztu, er jeg

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.