Tíminn - 16.08.1872, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.08.1872, Blaðsíða 1
 18.—19. blað. Reykjavik, 16. ágúst. 1872. — Gufuskipið «Jóu !§ig,nrðsson» kom hingað 9. þ. m., og með honum 7 Englendingar er ferðuðust til þingvalla og Geysirs. Hjeðan fór hann þannll. vestur og norður á sömu verzl- unarstaði og fyrr. Tóku sjerýmsir far með hon- um fram og til baka, og álítum vjer það rjett að menn noti slíkt tækifæri, þegarmenn áannaðborð þurfa að ferðast. — PRESTVÍGÐURtilHítardals, fyrrum adjunkt Jónas Guðrnundsson, ll.sunnud. eptir Trinitatis, af biskupi iandsins Dr. Theol. P. Pjeturssyni. tffj* Til þess að kaupendur «Tímans» gangi úr skugga um það sem sagt er í 11.—12. blaði hjer á undan, prentum vjer hjer á eptir orðrjett afsals brjef Jónasar prentara Sveinssonar, til mín og nokkurra annarafyrirblaðinu «Tímanum», sem með því er orðin mín og þeirra eign, og við einnig höfum fullnægt því skilyrði, að greiða hans hluta af kostnaði blaðsins. Jeg vil því ítreka það enn, sem um er beðið í 6. 10. 11. og 12. bl. að verð blaðsins gangi til mín á Suður- og Vesturlandi, en á Norðurlandi til Magnúsar pósts Hallgrímssonar á Akureyri, sem veitir því móttöku min vegna. Borgi því nokkur þar blaðið Jónasi prentara eða öðrum, skoða jeg sem óborgað, og gjöri kröfu fyrir verðinu til hins sama aptur. Reykjavík, 12. ágúst 1872. Ábyrgðarmaðurinn. »Par sem jeg vegna vissra hringumstœða minna, eigi get haldið áfram að vera í fjelags- slcap með útgáfu og ábyrgð blaðsins «T ím inn« svo afsala jeg rnjer shyldur og rjettindi nefnds blaðs til fjelagsbrœðra minna, móti pvíþeir borgi minn part af prentunarhostnaði blaðsins sem ó- goldinn er, sömuleiðis fellur til þeirra andvirði blaðsins. Reykjavík, 16. maí 1872. Jónas Sveinsson». «ÞJÓÐVINAFJELAGIл m. fl. (Niðurlag). Þegar jeg nú þannig hefl játað synd- ir mínar í stjórnarskráarmálinu, en þær eru að minni vitund ei sprottnar af öðru enn því, að jeg vildi gjöra það eitt, sem jeg áleit hollast fyrir þjóð mína eptir beztu vitund — ef það er sekt fyrir mig, að hinir konungkjörnu greiddu atkvæði með mjer, þá er það meira af hamingjuleysi mínu, en af tilverknaði — þá vil jeg fara fám orðum um þjóðvinafjelagið. Jeg segi: fara orðum um, og þekki þó ekki fjelag þelta að neinu. Jeg vil trúa hinu bezta, trúa því að það sje eins gott og betra enn Feníafjelagið. f>ó þjóðvinirnir hafl ekki viljað segja mjer sínar hugmyndir, þá vil jeg segja þeimmeð fám orðum hvað jeg álít þjóðvináttu. Jeg álít það þjóðvináttu, að hver vinni sjer og öðrum semmest sannarlegt gagn í hverri stöðu, sem hann er. Þannig álít jeg það hjú þjóðvin, sem vinnur trúlega húsbændum sínum til gagns. Jeg álít þann bónda þjóðvin, sem vel sjer fyrir heimili sínu, menntar vel og uppelur börn sín, venur hjú sín á siðsemi, dugnað og reglusemi og er stoð sveitar sinnar. Jeg álít þann embættismann þjóð- vin, sem með árvekni og samvizkusemi stundar embætti sitt og þann stjórnara, sem af alúð hugsar um velferð allra. Gætu þjóðvinirnir styrkt mig til að efla siðgæði og reglu í prestakalli mínu, til að bæta prestakall mitt og vera öðrum til fyrirmynd- ar i anölegum og líkamlegum efnum, tilað efla hag sveitarfjelags míns, sem sættamaður að sætta hjer eptir eins og hingað til hvert mál, þá skyldi jeg vera þeim þakklátur. Sje það tilgangur fje-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.