Tíminn - 16.08.1872, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.08.1872, Blaðsíða 4
76 verzla með, og þetta vona jeg að útgefandi fjóð- ólfs sjái, ef haDn hugsar sig vel um, jeg er viss um að hann sæi það flytti hann sig úr Reykjavík, og færi að búa upp í sveit, og því vona jeg, að hann taki tollbœn sína aptur sem fyrst, ef hann heldur að nokkur sinni henni, því hún er oss íslendingum bæði skaði og skömm. Árnesingur. (Aðsent). Þegar blaða maður tekur í blað sitt ritgjörð sem aðsenda og merki er undir ritgjörðinni, sem á að tákna höfundinn, þá er hann þó eigi laus allra mála við ritið fyrir það. Hann segir að sönnu, að annar sje höfundurinn, en hann segir ekki með því hver hann sje, og þegar á alt er litið, þá er það þó hann sem ber siðferðislega á- byrgð fyrir ritgjörðina að öllu leyti, og laga á- byrgð þangað til hann hefir ávísað höfundinn með nafni. Þessi skoðun er eðlileg og sönn í alla staði, og vjer víkjum þá að því að það er rangt ef að blaðamaðurinn segir, að ritgjörðinn sje að- send, og hann hafl því ekki ábyrgðina fyrir hana. Að vjer höfum gjört þessar athugasemdir, kemur til af því, að nú í «Þjóðólfi» nr. 38. 25. Júlí þ. á. höfum vjer lesið ritgjðrð einkenda með því að hún sje aðsend og merkið a undir henni. Hvor höfundur hennar er skiptir oss ekki, það er nóg að ritstjórinn hefir tekið hana í blaðið, og hafa sumir látið sjer um munn fara, að hann mætti sæta siðferðislegri ábyrgð fyrir hana. Hvor er «hin alrcemda berstrípaða portkona norðurlandsins» sem á að taka hið umrædda mál «í faðm sinn á sína vísu«? Segi nú ritstjórinn til, hann má.þekkja portkonuna fyrir norðan, en vjer lýsum þvíyflr, að það er brot á móti góðum siðum og kurteysi að rita á slikan hátt. f>að er eins og ritstjóri «Þjóðólfs» finni ánægju í því að hafa þær ritgjörðir í blaðinu, þar sem hrúgað er saman, fúkyrðum og ýmsum rýrðarorðum; en þó að slíkt kunni að vera honum til skemtunar og gleði, varðar oss að engu, en vjer viljum í nafni góðra siða og velsæmis, mótmæla því, að blöðin breyti á móti því sem æfinlega á að vera ofaná, og það er hógvær en einarðleg alvörugefni. Ef að þau óþægðar og rýrðarorð sem «^jóðólfur» brúkar, ættu að verða til stuðnings dómi seinni kynslóðar um siðferði ogmenntunar ástand okkar Islendinga, hvar ætti niðurstaðan að verða þá? Ef að tillit væri haft til þess að ritstjóri «f>jóð- ólfs» er menntaður maður, sem jafnvel með vel- sæmi og kurteysi opt hefur gengið fram fyrir æðri sem lægri, frá konunginum til kotungsins, þá finn- ur hann það víst sjálfur, að hann færi valla að brúka þann titil við ráðherrann ef hann talaði til hans, sem «Islands kónginn Krieger Jbrgensen". Hann færi valla þegar hanu með vanalegri kurt- eysi gengi fyrir stiptamtmann og biskup, þessa kunningja sína og gestavini (sem «Þjóðólfur» fyrir skömmu síðan, hefir búið svo virðuglegan stað fyrir í tukthúsinu) að líkja þeim saman við «Marionet- dúkkum, nje biskupnum *sem mús undir fjala- ketti», og sýzt af öllu mundi hann ef hann ætti leið norður, verða fjölorður um «norðlenzka port- konu«. Það er til óvirðu fyrir alla íslendinga, menntun vora og velsæmi að brúka slík orð og til þess að auka bræðrum vorum gremju fyrir norð- an, að hjer fyrir sunnan skuli vera talað um það er allir ímynda sjer hvað "Þjóðólfs" greinin meini með «norðIenzkri portkonu". Vjer erum eigi fleiri enn svo, og ekki magn- meiri, en að út ætti að rýma öllu hjeraðs-sund- urlyndi; það hefir helzt of mikið borið á því hing- að til. Málefni vor eru svo flókin, og á þeim vegi stödd, nú sem stendur, að um þau ætti að ræða með alvörugefni, einurð og siðsemi, og þeg- ar vjer höfum gjört þessar athugasemdir, þá er það til þess, að voru leyti að stuðla til þess, að blaðamenn láti sjer þetta hugfast, og til að end- urtaka það, að með skopi og háðsyrðum vinnst ekkert, nema kannske fyrir þann er brúkar þau, og það er þó aldrei gott sem að sá er temur sjer þau, ber úr bytum, hvort heldur við vini eða ó- vini.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.