Tíminn - 16.08.1872, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.08.1872, Blaðsíða 7
79 sómi í, að fara síðan að kasta steini á oss fyrir afskiptaleysi af því sem vjer ekkert vissum um. Hinn heiðraði höf. hefði því átt að vera viss um það, að bónarbrjefið hefði öllum bændum verið sýnt áður en hann greip til þessa úrræðis að rita þessa grein, sem vjer álítum ritaða með heitu blóði, og hníta í alla bændur hjer og í kringum Reykjavík og iandsmenn yfir höfuð? Vjer erum sannfærðir um að mörg 4 sk. virði hefðu áunnist, hefði almenningur fengíð að sjá þetta umrædda bónarbrjef, og stjórn sjúkrahússins væri í ákjós- anlegu standi, eptir sem föng eru til; vjer skiljum ekki í hinum heiðraða útgefara «Heilbrigðistíð.», sem er að mörgu góðu kunnur meðal landsmanna skildi ekki fyrst aðgæta þetta betur, svo vjer þyrft- um ekki að lýsa það ósannindi sem hann ritar eða rita lætur. Hann veit í hverri stöðu hann er, hann veit fyrir hvern hann er, og hann veit, að hann er íslendingur, en Ijær sig til að bera lönd- um síuum þá sögu, er þeir alls ekki eiga skilið, og væri betur að greinin á bls. 48 í Heilbrigðis- tíðindunum, væri, þegar kaupendur þeirra látabinda þau inn, klipt burtu eða útstrikuð svo, að hana gæti enginn lesið. Skrifab í júuí 1872, n — n. (Aðsent). «Fár veit hverju fagna skal». Sá málsháttur rætist nú á mjer, því jeg hafði í 15.—16. bl. «Tímans», látið í ljósi gleði mína yfir komu «Skírnis» og íslenzkum frjettum frá nýjum rithöfundum, en sú von heíir algjörlega brugðist, og brá mjer heldur en ekki í brún, og vissi eigi hverjum getum jeg átti þetta að leiða, jeg ímyndaði mjer eitthvað af þessu: annaðhvort hafa íslenzku frjettirnar aldrei verið ritaðar, eða þá orðið síðbúnar, og í þriðja lagi, verið óboðlegar anda og stefnu bókmenntafjelagsins. En sízt af öllu get jeg trúað þvi, að forseti Kmhdeildarinnar haö bægt frjettunum frá, sökum ólíkra skoðana bans og þeirra, maður sem er frjálslyndur í ræðum og ritum. Jeg skora því á hlutaðeigendur, að leysa hið fyrsta ráðgátu þá sem bæði mjer og öðrum lesendum «Skírnis» er hulin, hvers vegna ísl. frjetlirnar fylgja honnm eigi í þetta sinn; mjer finnst og fleirum undarlegt, að þeirra var ekki minnst í ræðu forseta í «Skírni». Jeg vonast eptir að fá þær sem fyrst prentaðar, því annars tel jeg mikils misst, og hætt við að engin fáist til að rita þær framvegis, ef óþörf tálmun er lögð á rit- frelsið. Barði á Tanga. FLJOTSHLIÐ. Fögur ertu Fljótshlíð, með fjölmarga lind, er freyðandi steypist af snarbröttum tind, með skrúðgrænar hlíðar og heiðbláa laut, er hásumar prýðir í lífgjafar-skraut. Vorkunn var það Gunnari, þótt vildi'ann ei brott, og vera í Hlíðinni þætti honum gott, og heldur þar kysi að falla með frægð, en fjandmönnum undan að hopa' í útlægð. G—r. INNLENDAR FRJETTIR. Sama veðurblíðan helzt allt af við hjer sunn- anlands, með staðviðrum og hitum, sem verið hefir í júní og júlí. Fiskiafli má heita enginn hjer á Seltjarnarnesi og Suðurnesjum. — 10. þ. m. fundu menn í fiskiróðri, dauðan hafreiðarkálf vestur á sviði, og var hann þegar róinn upp á Suðurnes á Seltjarnarnesi, og seidur við opinbert uppboð 13. þ. m. í vættatali (8 fjórð- ungar lagðir í hverja vætt), «hjöt: frá 12 sk. til 7 mark (vættin), spih: frá 3 rd. 4 mrk 4 sk. til 6 rd. Undanflátta: 3 mrk 8 sk. til 1 rd. 4 mrk 12 sk. Eengi: 2 rd. 3 mrk til 5 rd. 1 mrk 12 sk. Tunga: 1 mrk 4sk. til 1 rd. 2 mrk 8 sk. Shíðið alt: 13 rd. 3 mrk. Beinin öll: 7 rd. 3 mrk. Allur hval- urinn mun samtals hafa hlaupið 470rd.» MANNALAT. Presturinn til Undirfellssókna í Vatnsdal, síra þorlákur Stefánsson, andaðist úr kvefsótt og taki, 21. f. m. Dál. 66 ára að aldri; haDn eptirijet sjer

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.