Tíminn - 27.09.1872, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.09.1872, Blaðsíða 3
87 kúra og kindum, hefir Qveen farið hjeðan með 2 flutninga. Verðið á skepnum mun hafa verið ná- lægt þessu: kýr jafnaðarlega á 60 rd., allt niður í 40 ef þær voru Ijelegar, tarfar og uxar 45—50 rd., sauðir fullornir 9—12 rd. yngri 8—9 og geldarær þar á borð við, kvíær og veturgamlar kindur 6—7 rd. En þar eð var orðið mjög þröngt í búi með skotpeninginn enska, mega nú allmargir bíða hans til seinni tíma. Fjóra hvali hefur rekið á land í sumar, 2 á Seyðisfirði, 1 í Mjóafirði og 1 í Norðfirði, og hefur mörgum orðið það hin mestu búdrýgindi; líklega hefir hollenski hvalfangarinn unnið þá alla, þótt ekki hafi hann notið þess, nema af 2. þeirra, honum hefir annars gengið mjög tregt veiðin í sumar, og býst við að koma nú ei aptum. . . . — Frá Eyjafirði 23-8—72. . . . «Veðuráttan stillt og þurr, sem er hið affarabezta til heyskap- arins ; afli mikill út á firði ef beita fengist; kvef- sóttin ekki mjög mannskæð, höndlun mikil á og við Akureyri. Grána og annað jafnstórt leiguskip þessa fjelags kom hjer í sumar, en vegna hús- leysis urðu þau að höndla sem lausakaupmenn; skip þau færðu hjer til hafnanna um 1600 tunn. af kornmat, og svo alslags nauðsynjar. . . . Hjer kom að sunnan hrossakaupmaður sem að saup í sig undir 100 hross, og bauð hátt verð, enda voru þá nóg til, þó of fá verði þegar til kemur, og á að fara að flytja heim hey og fleira, t. a. m. á einum bæ er hjer eptir eltt hross af þremur þessi aðferð getur steipt öllum landbúnaði, ef slíkir hrossakaupmenn venja hingað komur sínar; satt segir «Tíminn'> það». — Fjárkláðinn hafði enn gjört vart við sig í nokkrum kindum frá Varmá og Syðri-reykj- um um daginn þegar að rjettað var í Kambsrjett i Mosfellssveit, og var þegar 1 kind skorin, er megn kláði fannstí; hvaða ráðstafanir viðkomandi yfirvald hafi gjört, sem var þar viðstatt ásamt dýralækni vitum vjer eigi, en það er líklegt að kláðanum verði nú útrýmt algjörlega með niður- skurði í haust, og það því heldur, sem hægra erað fá heilbrigðan stofn í staðinn. — Laxveiðin hefur verið hin bezta, sem nokkurn tíma hefir verið í öllum veiði ám hjer á landi í sumar. MANNALÁT. — Hin háaldraða ekkjufrú Valgerður Árna- dóttir systir Páls rektors Árnasonar, ekkja eptir Gunnlaug sýslumann og kammeráð Briem í Vaðla- þingi, andaðist á Grund í Eyjafirði 94 ára gömul, 24. júlí í sumar. Hennar er minnst með snotrum erfiljóð- um, prentuðum á Akureyri. — í sama mánuði, ljezt Guðrún Vernharðsdóttir, ekkja eptir Hálfdán prest Einarsson til Eyrar í Skutulsfirði. — Ný frjett er, lát merkisprestsins sira Jóns Thorlaciusar að Saurbæ í Eyjafirði, er andaðist 10? þessa mánaðar; 27 ára prestur. Prentsmiðja norð- lendinga á Akureyri, hefir þar að sakna eins af stofnendum sínum, styrktar- og forstöðumanni frá upphafi. — Ðrukknun: Jónathan bóndi Gíslason á Miðengi í Garðahverfi, drukknaði 5. þ. m. á heim- leið úr Hafnarfirði einn á báti, og fannst daginn eptir rekinn á land við Langeyri. — Slys: í miðjum fyrra mánuði, varð mann- ýgur graðungur, 12 vetra gömlum dreng að bana, hann var sonur bóndans að Skarði á Landi í Rangárþingi. (Aðsent úr brjefi). H baðst mig að segja þjer hvernig mjer lit- ist hjer á í Víkinni, þegar jeg væri búin að vera hjer dálítið. Jeg skal nú reyna að segja þjer frá því, eins og mjer sýnist hjer vera á að líta. Jeg kom nú hingað til Víkurinnar þann 26. júní, og skoðaði hjer þá lítið fyrstu dagana. f>að fyrsta sem jeg skoðaði var dómkirkjan, hún er Ijómandi hús að innan að allri gjörð, — þó hefir hið usjóndapra sóknarbarnn ekki kvartað að óþörfu, um töflurnar1, og eins er með hina sót- rauðu málningu á öllum múrnum að innan, sem 1) Sbr. „Tímann“ bls. 35, þab er þó ekki enn í dag búib

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.