Tíminn - 27.09.1872, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.09.1872, Blaðsíða 4
88 var nýlega klínt á hann með miklum kostnaði, svo þeir sern hreppa sæti út við veggina, eða sökum þrengsla verða að standa upp við þá, eru eptir guðs- þjónustuna, sem rauðskjöldótt hjörð — en að utan ernú ekki um að tala, þóólíku sjesamanað jafna— er hún sem skáldað hross ávordegi, sem hefir verið í fóðri hjá þeim sem ekki þekktu, hvað mikið þurfti, eða ekki kært sig um að gefa eptir þörfum. Kirkj- an er því eyðileggingunni undirorpin, ef svona skal standa lengur, en til næsta sumars, en Danir og kirkjuráðsmaðurinn, eins nú sem fyr, munu lítið hugsa um það, þó fleiri þúsundum dala af fje ís- lands, sje eigi sem hyggilegast varið. Jeg hefi nú talað mikið um kirkjuna, en mjer býr þó meira í brjósti, ef tíminn leyfði, þar sem jeg sje annað eins hús og hún er,varla verða brúkandi til guðsþjónustu- gjörðar þá frá líður. Það næsta hús sem jeg skoðaði, var latínuskólinn, og er hann mikið hús og frítt, og allur dálaglegur á að líta, því það hefir verið kákað við hann optast árlega, og opt miklu til hans kostað í ýmsum aðgjörðum, og margar til mjög lítils, — sem haga hefði mátt á annan hátt. (Framh. síðar) Þakkarávarp. Eins og drottinn hinn alvaldi, sem hefir öll andleg og líkamleg gæði í hendi sjer, optsinnis hefi brúkað meðbræður vora sem verkfæri sitt til að rjetta nauðstöddum börnum sínum hjálp og að- stoð, eins hefir hann á sama hátt auðsýnt mjer gæzku sína, háaldraðri og heilsulausri, með því að blása ýmsum meðbræðrum minum í brjóst að styrkja mig. Þeir helztu er jeg tek fram eru þessir: Háæruverðugur biskupinn ásamt frú hans, herra consul E. Siemsen ásamt frú hans og herra factor Th. Stephensen ásamt húsfrú hans. Jeg skal því hjer með láta í tje mitt innileg- asta hjartans þakklæti öllum þessum heiðurs hjón- um, ásamt öllum þeim sem á einhvern hátt hafa aí) rába bót á þessn, svo lítilfjörlegt sem þaþ er áb kostn- aþinom til, og ekki heldnr bófum vjer heyrt getiþ um neiu samskot til þess, eins og þar er stongií) opp á. Abm. veitt mjer aðstoð, og öllum þeim er rjetta mjer hjálparhönd framvegis. í*ar eð jeg er fullviss um að drottinn ei gleymir að umbuna hverjum þeim meðbræðra vorra sem styrkir meðbróður sinn, bið jeg drottinn innilega að láta mínum eðallyndu vel- gjörendum í tje blessun sýna bæði þessa heims og annars. Reykjavík 12. September 1872. Guðrún Sltaptadóttir. BÓKAFREGN. — Frá prentsmiðjunni í Reykjavík erútkomið: Ljóðmœli Iíristjáns skálds Jónssonar, XXXVIII + 396 bls. 8vo,ásamt mynd höfundarins. Söluverð: 1 rd. 4 mörk 8 sk., en fyrir áskrifendur 1 rd. 3 mrk 8 sk. Rímur af Búa Andríðarsyni, kveðnar af Símoni Bjarnasyni "Dalaskáldii’, IV —|— 116 bls. 12to. 36sk. Húskveðja og líkrœða yfir Böðvar Tómásson, -J-1800—1871 (frá Reiðarvatni, fluttar af sira ísleifi Gíslasyni) 12 bls. 12to. AUGLÝSING. — J>eir sem ætla að koma börnum til kennslu í barnaskólann, skólaárið 1. okt. 1872 til 14. maí 1873, aðvarast hjer með um, að tilkynna það kennara skólans H. E. Helgesen, sem allra fyrst. í skólanefnd barnaskólans, 23. sept. 1872. Hallgrímur Sveinsson. Á. Thorsteinson. Jón Pjetursson. — PRESTVÍGÐIR í dómkirkjunni af biskupi landsins Dr. theol. P. Pjeturssyni, 8. þ. m. Páll Einarsson Sivertsen, til Sanda í Dýrafirði og Gun- laugur J. Halldórsson, til aðstoðarprests föður síns að Hofi í Vopnafirði. — PRESTAKÖLL: Vndirfell í Vatnsdal, er veitt 13. þ. m. Sigfúsi presti Jónssyni á Tjörn, 4 sóktu aðrir. Óveitt: Tjöm á Vatnsnesi ásamt Vestur- hópshólum, metið 410 rd. 19 sk. Ábyrgðarmaður: Páll Eyjúlfsson. Prentaímr í prentsmi&ju íslands. Einar þórlbarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.