Tíminn - 16.10.1872, Qupperneq 3
91
þess að borga kostnaðinn, og að þeira hluta hans
er við þarf til þessa, ekki geti verið betur varið.
Þegar því menn víðsvegar um landið eru að
ráðgast um, að rita bænarskrár eða ávörp til sljórn-
arinnar, ætti þessi að vera hin fyrsta af öllum, og
og er svo hægt að orða hana, að hver maður sem
er skynsöm vera og skrifandi, ætti að gela það.
tetta velferðarmál er líka svo auðskiljanlegt og
óbrotið, að það er alls ekki nauðsynlegt að út-
vega sjer fyrirmynd til þessarar bænarskrár eða
ávarps, svo það verði sem bezt samhljóða úr öil-
um hjeruðum landsins. Ávarpið til stjórnarinnar
ætti að semjast sem fyrst, svo að stjórnin sjái strax,
og áður en farið er að verja brennivínstollinuin
öðruvísi, eindregna áskorun frá vorri hálfu um
þetta efni. Efhúnsjerað það er þjóðvilji íslend-
inga að gufuskipsferðir komist á, og efni eru fyrir
höndum til að borga þær, þágeturhún engaboð-
lega afsöknn haft fyrir að draga svo lengi þetta
sanna og fyrsta velferðarmál landsins. Stjórnin
sjálf getur með engu öðru en gufuskipsferðunum
betur sýnt, hvort henni sje full alvara að styðja
að framförum vorum eða ekki.
(Aðsent). Um þessar mundir er ekki jafn
fjölrætt um nokkurt málefui sem það, að Norð-
lendingar, Borgfirðingar, Rangvellingar og ýmsar
sveitir í Árnessýslu, hafa samtök til þess að flytja
ekki skurðarfje hingað. Vjer getum ekki verið
án kjöts og vitum þó ekki hvers vjer eigum að
gjalda. Sumir af okkur höfum sent kaupafólk til
sveita, sumir af okkur eigurn þar jarðir, og aðrir
eitthvað boðlegt til að kaupa fyrir, enda hafa sum-
ir af okkur orðið til þess í sumar að selja sveita-
mönnum Bsk fyrir peninga sem vjer nú þurfum að
kaupa fje fyrir. Það er sagt að þessi samtök eigi
að hafa vegna fjárkláðans hjer í nærsveitunum,
og með þeim muni ávinnast að hinar kláðagruu-
uðu sveitir, neyðist lil þess að skera niður, ef að
fje er ekki rekið hingað suður. f>etta er mjög
valt, því að hinar kláðagrunuðu sveitir hafa ekki
fengið alveg skýlaust loforð um lífsfje. Fjáreig-
endurnir hjer muni aldrei lóga fje sínu til skurðar
svo að ekki verði talsvert eptir, og til hvers eru
þá þessi samtök, annars en að stuðla að því
að reglulegt árangurslaust niðurskurðarkák, einu
sinni enn verði öllum til óhamingju ef að svo
langt fer að nokkur rnaður hjer erlendis fari að
farga kindum sínum fyrir þessi samtök. Oss er
spurn á því, hvort að menn þeir sem hafa þessi
samtök sjeu svo fullir af vantrausti til sjálfra sín,
að þeir ei treystist til þess, að taka einungis skurð-
arfje frá til að reka hingað suður. Oss er spurn
að því, hvert að þeir ekki hafi rnenn og ráð lil að
reka fjeð suður, svo að ekkert af því sleppi. Vjer
getum gefið þeim sannanir með svörtu á hvítu,
með vottum, eiði og öllu áreiðanlegu um að kind-
urnar sjeu skornar. Vjer getum sjeð svo til, að
þeir, ef þeir vilja, fái aptur hamina af hverri kind
til sýningar hvar sem vill, til sönnunar fyrir þvi,
að það fje sem er rekið til okkar sje drepið, og
til hvers er þá að stuðla að þessari takmörkun á
almennri verzlan? Til hvers er að bindast sam-
tökum sem eru óeðlileg og sem ekki verða haldin,
og eru frjálsum inönnum óboðleg og falla um
sig sjálf.
Enginn getur óskað þess fremur en vjer, að
kláðanum verði útrýmt og að hinar heilbrigðu
sveitir fái alla vörn gegn kláðanum svo sem fram-
ast er unnt. Til þessa hefir verið reynt áður
með mörgu móti, en með þessu nýja meðali get-
ur ekkert áunnist, annað en ef að því á að halda
fram, þá verður það ný sönnun fyrir því, að allar
þær árangurslausu tilraunir sem áður hafa verið
gjörðar ekki hafa gjört menn vísari eða úrræða-
betri, og er það að ófyrirsynju þegar betnr má
aðfara. Menn í heilbrigðu sveitunum hefðu að
vorri hyggju átt að hafa samtök um:
1. Að reka ekki annað fje hingað suður en valið
skurðar fje.
2. Að reka það í nokkuð stórum rekstrum undir
umsjón áreiðanlegra manna.
3. Að láta menn þessa taka nægilega sönnun á
skurðarstaðnum um að fjeð hafi verið skorið.