Tíminn - 16.10.1872, Side 4
92
l’etta hefði máttnægja, og þessu hefðigetað orð-
ið framgengt, og má enn verða. Ekkert ófrjáls-
legt band hefði verið lagt á okkar innlendu verzl-
un, og fjárreksturinn hefði getað orðið öllum að
skaðlausu. Hvað svo sem kláðanum líðar, þó ern
svo mörg viðskipti milli sveitamanna og sjáfarbúa,
að þau ei mega stöðvast í eðlilegri rás sinni. l’eir
sem samlökin hafa gjört, æltu að breyta áformi
sínu í þá átt er vjer höfum bent til. Það eru
ekki þeir sem eiga kláðagrunað fje sem þurfa að
kaupa skurðarfje, heldur þeirsem enga kind eiga,
og sem að geta látið sveitamenn fá það sem þeir
líka þurfa með. Ef að þessu fer fram, verður
engin sjáfarbóndi framvegis til þess að selja flsk
nema á móti sauðfje eða smjöri, og ef að sjáfar-
bóndinn ekki getur fengið kjöt, munu útróðrar-
menn úr sveitunum, þegar þeir koma hingað, sæta
ef tii vill þungum búsj'fjum hjá útvegsbændum, sem
ekki 'r.afa getað lagt kjöt til heimilis síns. Þó að
sveitamönnum kunni að þykja gestrisnin lijer við
sjóinn vera minni en vera ber — flestum mun þó
lofað vera af veikum mælti — þá gæti verið að
hún minkaði þegar ekkert kjöt fengist til heimilis-
ins, og menn verða einungis að lifa á fiskmeti.
Þó að lítið þyki í varið er það ekki sagt, að
kaupmenn verði mjög fúsir að taka haustuil og
tólg þegar ekkert kjöt fylgir til þeirra eða annara.
Vjer, sem ritum þelta, getum fullvissað sveitamenn
um, að vjer sauðlausir menn höfum ekkert magn
til að útrýma kláðanum, því vjer eigum enga
kindina, og höfum sem sagt ekkert að sýsla við
hina kiáðagrunuðu fjáreigendur, enda hafa þeir
hingað til melið orð okkar að litlu. Vjer skulum
samt gjöra allt sem í okkar veika valdi stendur,
til að hafa þau áhrif á þá sem unnt má vera, en
það verður minna en ekki neitt úr þessu, því við
verðurn að hafa okkur alla við til að stunda
föstu í heilt ár með því aldrei að smakka kjöt, og
væri vel ef vjer rneð því gætum öðlast syndanna
fyrirgefningu fyrir alla hlutaðeigendur sem eiga í
þessu kláðaþrasi. Vjer erum ekki valdir að því
sem þessi óhappalegu samtök sveitamannanna
draga eptir sjer. Ábyrgðin hvílir á þeim, sem að
ófyrirsynju hafa stofnað þau til þess að móðga
saklausa menn eins og okkur sjáfarbændurnar
sem lifum í þurru húsi, og án fyrirvara erum sviptir
góðum skiptavinum og nauðsynjavöru, sem vjer
væntum að fá frjálslega af hendi látna. Vjer von-
um að guð gefi okkur björg úr sjónum, svo við
getum lifað kjötlausir næsta ár, og þá munum við
líta svo í kringum oss, að okkur sje óhætt, vjer
munnm skipta að jöfnu og breyta svo við aðra að
þeir læri að breyta rjett og gagnlega af sjálfs-
dáðum. Noklerir menn við sjó.
— Jeg leyfi mjer að mælast til, að hin heiðraða
ritstjórn «Tímans» vildi Ijá grein þessari rúm í
fyrsta númeri sínu, sem út kemur, þar eð «sann-
girni» herra Jóns Guðmundssonar hefir eigi þókn-
ast, að láta greinina koma fyrir almenningssjónir
í «Þjóðólfi», en þar á móti hefir veglyndi þessa
«laganna þjóns» þótt viðurkvæmilegt að rita dóm
um greinina «þarna» í þessu sama heiðraðaj?)
blaði, og alveg í leyfisleysi að rífa stykki út úr
henni, hjer og þar, til þess að töggla á — því
allri greininni hefir hann eigi treyst sjer að torga
—. Aðferð þessi er kennd við «Þjóðólf» og kvað
vera upp fundin af honum, enda mun hann hafa
einkarjett til að brúka hana; en næsta er hún
handhæg fyrir þá ritstjóra, sem eigi unna öðrum
sannmælis, en vilja allt láta rjett heita, er þeir
sjálfir segja. Og þá eru þeir klaufar, ef þeir eigi
bera sigurinn úr bítum, hvernig sem málstaður
þeirra er. Keykjavík 4. okt. 1872,
Snorri Jónsson.
TIL RITSTJÓRA «ÞJÓÐÓLFS».
„Satt er bezt,
en lygí) er verstfa.
Herra ritstj^ri! I kláííagrein yí)ar í 6einasta nr. „þjóí;-
ólfs“ 171. —174. bls. hafib þjer meb ybar vanalegu velvild(!)
til mín, minnst á fjárskobanir mínar í Gullbringosýslu í vor.
þjer segib þar mebal annars í nebanmálsgrein á 171. bls., aí>
„rnenn viti þab ab vísu, ab dýralæknirinn var eitthvab
ab eiga vib skobauir, og hafbi komib nafni á þær fyrir Hafn-
arfjarbarfundinn víbast hvar, þó ab lóngu seinna kæmi upp
klábavottur bæbi á Suburreykjum og Yarmá i Mosfellssveit*