Tíminn - 16.10.1872, Side 6
94
að útryma kláðanum fullkomlega, ættu þeir að fá
alla fjáreigendur á því svæði í fjelagið með sjer.
í heiibrygðu hjeruðunum ætti jafnframt að stofna
fjelag sem allir fjáreigendur ættu að ganga í, og
sem hefði þann tilgang að veita hinu fjelaginu alla
þá aðstoð sem bezt mætti verða (t. a. m. fjársölu).
Yfirfjelagar þessara ætti að hafa ótakmarkað vald
til að gjöra aila þá samninga sín á milli, og allar
þær ráðstafanir sem þörf gjörist, til þess að til-
ganginum verði tryggilega náð, og þannig að
hvorutveggja verði til sæmdar. Til að koma
þessu í verk þarf nú sjálfsagt nokkurn tíma, en
þó varla langan, ef menn eru góðgjarnir og nota
skynsemina til rjettrar yfirvegunar. 2.
(Aðsent). Hinn 28. f. mánaðar fræddi ritstjóri
ot’jóðólfs» lesendur sína á, að herra stiptamtmað-
urinn hefði haldið í sumar útlendingum þeim, er
þá voru staddir í Reykjavík, ógnarlega veglegt
giidi; en ritstjóranum hefir láðst eptir aðsegja les-
endum sínum, hverjir rjetlir hefðu verið í veizl-
unni; hversu skemtilegri og meira fræðandi hefði
þá ekki frásögnin orðið, ef hann hefði gjört það;
vjer vonum að herra ritstjórinn bráðum bæti úr
þessu, og lofi mönnum að vita eitthvað um rjett-
ina. S. U. Þ.
— í 24. ári «þjóðólfs», 173. bls. er svo að orði
komizt um orðið sanngirni: «Orðið sanngirni er
nýgjörfingsorð hjá oss íslendingum, og ætlum vér
að það finnist mjög óvíða í bókmáli voru fyrir
1860». Orðið sanngirni er eigi svo nýtt, sem
höfundur þessara orða hvggur. í’að má að minsta
kosti rekja það fram á seytjándu öld. Það finnst
undir orðinu Billighed í orðabók Konráðs Gísla-
sonar, sem prentuð er 1851. Það finnst og í orða-
bók Bjarnar Halldórssonar, sem prentuð er 1814;
undir orðinu aequitas í Nucleus Latinitatis, sem
prentaður er 1738, sömuleiðis undir aequitas í
Zexidion Islandico-Latinum, 30. bls., en sú bók
er prentuð 1734; en það má rekja það enn lengra,
því að það finnst í orðabók Guðmundar Andrjes-
sonar, sem prentuð er 1683, en samin á árunum
1650—1654. Orðið sanngirni er því að minsta
ltosti rúmra tveggja hundraða ára gamalt, og er
það þá ekkert nýsmíði í máli voru.
BÓKAFREGN.
„GEFN“ 3. ár 1872, síbari bluti, (2 +) 94 bls. 8vo Efni :
Edda. Sæmnndur frábi. Sæmundar-Edda, bls. 1.—35.; Hel-
brúiurinn, (kvætii) bls. 36.-47 ; Um hagi tslands, 48.—62.;
pjúbfræti og saga, bls 63. —79.; Kvæli, 1. —3, bls. 80.—83.;
Trjeskúrinn (saga), bls. 84.-94. Póstmeistari Ó. Finsen heflr
hana tii siiln, og kostar 48 sk.
Nýtt finnst búið um Búa
brag-smíð, son Andríðar.
Dalasltáld dróttum selur
drjúgt «sabn» skálda-«nabna».
Bdhkus-ljóð, fold um flakka,
fær sá niðrun, — og Iðrun
á stenzt, — allir sjáum —
endir línu’ og hending.
Fjölnis málfærið stælist,
— fýr smáð á voru láði —
svo rit-villu’ ú-grynnis «grautar»
gjörð, sjái menn «af jörðu».
Hljóð-raddar helst’ um ræður,
hverskyns latmæli1 innrata.
ítist slík oröa-líti
«attan» í sjálfan.............
Herra Jóhann Guðmundsson á Hvítadal í
í Saurbæ í Dalasýslu, er nú að byrja útsölu á
bókum fyrir prentsmiðjuna og Einar Þórðarson í
Reykjavík; og bið jeg þá, sem eiga hægt með að
ná til hans, að skipta við hann.
Reykjavík 16. október 1872.
Einar Þórðarson.
— PRESTAKALL. Sanrbær í Eyjaflríii meb annexíunnm
Hólnm og Miklagartii er óveitt, og slegit) npp 14. þ. mán.,
metií) 618 rd. 62 sk.
1) t. d. „kvurt“, „vass“, „túnl“ og ótal fl., því þá ekki
t u I n ? eins og margir nefna.___Höf,________
Ábyrgðarmaður: Páll Eyjúlfsson.
Prentaímr í prentsmibju íslands. Einar þóríiarson.