Tíminn - 15.11.1872, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.11.1872, Blaðsíða 3
3 uppeldi er fóturinn undir hinu. En það er von- andi, að allir dugandi bændur, ura hina er ekki að tala, sízt geta þeir gefið neina reglu fyrir al- menning, fari að hugsa ura þetta, og mun fjenað- arverzlunin kenna oss það, að oss er hollara að geta heyjað svo, að setjandi sje á kálfur, en að skera þá alla milli kálfs og hilda. Sá eini bú- peningur, sem íslendingar hafa lagt hug á að fjölga, og seldur hefur verið að nokkrura mun, er sauðfjenaðurinn, og hvernig hefur þá þessi sala verið? Jú, fjeð hefur verið rekið hundruðum jafnvel þúsundum saman i kaupstaðina, án þess nokkuð sje áður talað um verð, ráða svo kaupmenn og aðrir góðir herrar þar einir kaupunum; en bónda- skepnan má með lotningu þakka það, sem þeim þóknast að gefa honum. Sjóarmenn hafa og einnig riðið um sveitir að haustinu, og haft út fjölda fjár, en optast með litlu verði. Það ræður nú að lík- indum, að þannig löguð verzlun hafi ekki verið bændum mjög arðsöm, og þvf er það mjög eptir- tektavert, að menn skuli fyrst fara að sjá, hvað fjenaðarsalan er bændum skaðleg. Þegar loksins eru orðin líkindi til, að þeir fái fjenað sinn vel borgaðan. Það er gott og nauðsynlegt, að brýna rækilega fyrir oss bændunum, að nota rjett alla verzlun, en ekki fremur með fjenað en hvað ann- að, því nú erum vjer farnir að sjá, að fjenaðar- verzlun vor hefur verið í mesta ólagi, og mun- um því af alefli hrinda henni í betra horf bæði með fjármörkuðum í sveitum og fleiru, og oss væri mun sómasamlegra að panta upp skip frá Englandi til að selja þangað sauði vora fyrir 8 — 9 rd. hvern, en að fleygja þeim í búðina fyrir 5 —6 rd. borgaða í uppsettu krami eða annað því- líkt; en toll-uppástungan mun nú vera gjörð til þess, að skjóta loku fyrir slíkt, ó vjer aumir, dag- lega erum vjer snupraðir fyrir óráð, dugleysi og samtakaleysi, en sjáist lífsmark þá er farið að tala um að taka af oss ráðin. Segi jeg það enn, taki þið heldur af oss frjálsu verzlunina, því þá getið þið verið óhræddír um, að hvorki vorir dönsku kaupmenn nje vorir heiðruðu innlendu skiptavinir, (þessir sitja þá sem bræður að bráðinni), munu ginna oss á afsaboðum. Árnesingur. ÁRFERÐÍ hjer sunnanlands hefir verið síðan blað þetta kom út 16. f. mán., á þessa leið : optast norðanátt með stormum, og frost nokkur seinni hluta októbermán- aðar, en með þessum mánuði og það sem af honum er, hafa frostin orðið meiri 5 — 6° og snjó- koma nokkur verið til sveita en tók upp apt- ur, 14.—15. þessa mán. Sjógæftir hafa sjald- gæfar verið sökum storma það sem af er haust- vertíð þessari, en fiskast hefir nokkuð af þorski og stútungi þá gefið hefir að neyta þess. Vestur undir Jökli, en einkum í Ólafsvík, hefir i haust verið landburður af fiski, og heilag- fiskisafli verið á Mýrum. Heilsufar manna má heita hjer allgott, en sagt er að töluverð bólguveiki gangi upp um sveitir og vestanlands. — Úr Mýrasýslu, 27. október þ. árs (manna- drukknun). «Jeg fór úr Rvík þann 13. og upp á Akranes, var þá hroðaleiði, hvass og regn ; þann 17. á fimtudag fórum við af Akranesi, og voru í samflota 4 skip, var þá gott ieíði fyrst á sunnan, en hvessti þegar upp á daginn leið, svo þegar við komum inn hjá Höfn, var komið sterkviðri, og undan þjófaklettum gátum við ekki siglt nema með litlum lappa af framseglinu yfir á Brákarpoll. í’ar urðum við að liggja nærri því 5 líma til að bíða eptir aðfallinu; á þessum 4 skipum voru for- menn: Björn hreppstjóri á Svarfhóli, Runólfur Jóusson á Haugum, Jón Jónasson frá Arnarholti, og Jón nokkur frá Brennistöðum í Borgarhrepp; hann bar af skipi sínu þar í Borgarnesi. Iíl. 4y3 fór Jón Jónasson af stað undau eyjunni, þar höfðu skipin legið, því hvergi var hlje annarstað- ar; lagði hann út suður sundið; sundið erörmjótt og ákafur straumur í því, en stórviðrið sama, var þar öldugangur mikill og tíður og sjókrappur mjög, þó gekk okkur v-el þar út og settum upp segl, þegar við komum skammt út úr sundinu, sigldum síðan tafarlaust upp í Norðurá , var þá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.