Tíminn - 26.11.1872, Qupperneq 3

Tíminn - 26.11.1872, Qupperneq 3
7 sje almenn velmegun manna, og þegar peningur hafi fækkað mjög í landinu, hafl komið sultur og seira, hallæri, megurð og hungurdauði; í fyrri málsgrein stendur að sönnu — líklega ekki af ó- gáti — «velhöldnum arðpeningi», en það var líka atriði sem ekki mátti gleymast, en hversu mörg- um verður það ekki á, að setja á langtum fleira af tilvonandi arðpeningi en þeir eru bærir um að fara vel með, og fjölskyldumenn eru margopt neidd- ir þar til að setja mjög opt á vogun. Til sönn- unar þvi hvað peningsfjöldinn í landinu sje nauð- synlegur, framsetur höf. þá spurningu, hverjum sveitabónda líður illa, sem hefir stórt bú og mik- inn pening o. s. frv.? en hjer út af rís önnur spurning: Eru þá allar jarðir í landinu jafn vel lagaðar fyrir stórtbú og mikinn pening? víst ekki, það má heita að slíkar jarðir sjeu ekki nema þær, sem kallast höfuðbólin, enda hafa og margir góð- ir búmenn tekið sjer það fyrir reglu, að setja alla- jafna jafna tölu fjenaðar á, á hverjum vetri, en þótt þeir eptir einstök sumur sæju sjer fært með meira, fjöldi arðpeningsins er því enganvegin full sönnun fyrir velmegun bóndans nje landsins, held- ur miklu fremur, að sá sem til er beri nafn sitt með fullum ávexti. Höf. segir, að fyrir fækkun fjenaðarins í land- inu hafi komið sultur, seira, hungur og manndauði. Já! það hefir komið, já opt komið en víst ekki enn þá fyrir sölu manna á arðpeningi til út- lendra; eða getur höfundurinn tilfært eitt einasta dæmi upp á það? fækkun fjenaðarins í landinu hefir komið af ýmsum tilfellura, vætusumrum og annari óárun, og manndauði eptir fellra; en sýn- ist höfundinum það vera öldungis það sama, og valda jafnt hungri og manndauða, hvert sem fjen- aðurinn fellur úr hor, og fer þannig — sem menn kalla — ofaní jörðina fyrir ekki neitt, sem hitt að hann sje seldur — jafnvel út úr landinu — fyrir cerið verð? eins og t. a. m. í sumar, að fyrir hann hafa komið fleyri gulltunnur af peningum inn í landið. |>etta er þó svo ólikt sem framast geturorðið. t*að mun þeim finnast sem reynt hafa. Enn fremur álítur höf. skaðlegt, að farga lif- andi skepnum út úr landinu, af þeirri ástæðu að við það minki matvælin í landinu sjálfu. Honum tekur sárt til hjötsins. Ilefði öllum þeim hrossum sem seld hafa verið í sumar, verið slátrað í haust, þá hefði þar að sönnu knmið töluvert kjöt! en í sumar munu þau flest hafa verið svo borguð, að meiri matvæli hefði mátt fá fyrir verðin jafnvel af innlendum matvælum. Sama er að segja um flest- ar af þeim kúm er fargað var, þær hefðu — margar af þeim — ekki hossað hátt með hjöt- byrgðirnar, heldur rírar í roðinu; og jeg íminda mjer, að höf. sjálfum mundi þykja það kenna fullra harðinda, að leggja sjer slíkt kjöt til munns. Það er undarlegt, höf. vill að við ísl. borðum sjálfir allt okkar hjöt — líklega þá eins allann okkar fisk, lax, tólg, gotu og allt sem tönn verður áfest, — og hegða okkur þannig óiíkt því, sem allstaðar viðgengst í enum menntaða heimi, þar sem hvert landið miðlar öðru af því sem það hefir, en hitt vantar, og fær hjá hinu, sem það vantar. Við skulum færa þetta í dálítið þrengra dæmi og sjá hvernig það lítur þá út, hvernig færi ef sveita- bóndinn hjá oss brúkaði allan afrakstur bús síns, og Ijeti ekkert falt út úr búi sínu hvorki kind (kjöt), smjör, skinn, sýru o. s. frv., væri það sjó- armanninum haganlegra, að geta ekkert af þessu fengið úr sveit, en borða sitt fiskmeti hart og blautt eingöngu viðbitislaust? nei, víxlanir og bland- anir á þessu, mundu víst vera miklu haganlegri eins og fyrir löngu er sjeð og viðurkennt. í 2. gr. klagar höf. yfir livað bágt frumbýl- ingarnir eigi vegnaverðhækkunar á skepnunum. En hvað ætli menn hefði líka mátt segja, nú fyrir svo sem rúmum 40 árum, vegna frumbýlinganna, sem núna um nokkur ár hafa reist bú? þá var ærin að vorlagi seld á 2'/2—3, nú 6— 7 rd. (hjer um sveitir), þá sauður gamall vænn á 4 rd., nú á 8 — 9 rd. (innlend sala). En bjer í liggur þó eng- in sönnun að frumbýlingar nú eigi neitt örðugra með búreisu en þá; þá var góðum vinnumanni goldið i kaup^4—6 spesíur, nú 12—20 spesíur,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.