Tíminn - 25.04.1873, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.04.1873, Blaðsíða 1
'IÍMIWWo 2. ar. Reykjavík, 25. apríl 1873. 12. l)lað» — Danska herskipið «FYLLA» kom hjer 20. þ. ni., yfirforingi þess er nú P. F. Gjödesen R. af Dbr., það hafði lagt út frá Khöfn 3. þ. m. — Alþingistollurinn 1873 af jarðaafgjaldinu er ákveðinn 3 sk. af hverju ríkisdalsvirði. — Jafnaðarsjóðsgjaldið í Suðuramtinu er nú á- kveðið 16 sk. og í Vesturamtinu 14 sk. — Meðalverð ailra meðalverða f Mýra og Ilnappadals, Snœfells og Dalasýslum 1873—74, hundraðið 36 rd. 44 sk., alinin 29'/4 sk., dagsverk 1 rd. 12 sk. I Barðastrandar og Strandasýslum hundraðið 36 rd. 41 sk., alinin 29V4 sk. dagsverk 1 rd. 3 sk., og í tsafjarðarsýslu og ísafjarðar- kaupstað hundraðið 37 rd. 81 sk., alinin 30'/4 sk. dagsverk 1 rd. 19 sk. — í Austur- og Vestur-Skaptafellssýslum, er dagsverkið 1 rd. 2 sk. í öðrum sýslum Suður- amtsins og Reykjavík 1 rd. 4 sk. (Aðsent). tað er sá almenni breyskleiki sem fylgir mann- kyninu mann fram af manni, að menn álykta og dæma opt og tíðum, án þess að hafa ástæður fyrir því sem um er dæmt; þelta kemur opt og tíðum fram hjá oss íslendingum, og kenni jeg því um að hinir lærðu menn leiðbeina ekki almenn- ing í því, sem í sjálfu sjer er fyrsta skilyrði fyrir því, að menn álykti og dæmi skynsamlega, það er, að kunna að gjöra skynsamlegan mannamun, eð- ur meta skynsamlega þeirra manna verk, sem með oss lifa á lífsleiðinni. fað, sem jeg vil benda á með þessum orð- um er: að mjer þykir kominn tími til, að íslend- ingar minntust á Dr. Jón Hjaltalín landlæknir, með því að veita honum einhvern dýrgrip, sem beri þess vott, að vjer kunnum að meta það, sem oss er til sóma, en honum gæti orðið gleði að. Dr. Jón Hjallalín á af oss miklar þakkir skyldar fyrir það að hann er góður læknir, og að hann hefur ein- hverja þá mestu og almennustu heims menntun af þeim mönnum, sem nú eru á meðal vor, með hverri hann hefur unnið fslandi og oss bæði gagn og sóma í augum annara þjóða; enn fremur hef- ur hann unnið oss ómetanlegt gagn, með sínum mörgu og fróðlegu ritum; hann hefur barizt ágæt- lega fyrir okkar læknamálefnum, og stutt að því, að sjúkrahús hefur komizt hjer á í Reykjavík, og hafa margir útlendir menn fyrir virðingu á hon- um, og fyrir hans tilstuðlun veitt því fjárstyrk. Petta tel jeg ágæta kosti, sem eru þakklætisverðir. Reykjavík 19. apríl 1873. E. P. (Aðsent). «Kapp er bezt með forsjá»; «sanngirnin er sæmst í öllu». Þessi fornu spakmæli hafa runnið mjer í hug og vakað fyrir mjer, þegar eg heíi lesið hinar mörgu ritgjörðir, sem um þessar mundir koma fyrir almennings augu viðvíkjandi stjórnar- skipunarmáli voru; þó að þær lúti að einu og sama máli, þá eru þær næsta ólíkar að ástæðum og orðfærum. í sumum af ritgjörðum þessum er hvatt til kapps og samtaka að verja landsrjettindi vor; í sumum er ráðið til að mótmæla konunglegum lagaboðum, í sumum hvatt til að flýa land og flytja sig til Yesturheims, í sumum er íslending- um talið allt fært, og þeim brugðið enda um bleyðu hátt og ódrenglyndi, ef þeir geta ekki komið því eða því til vegar, sem fram á er farið, eða af- stýrt því, sem menn vilja sporna við. Slíkar rit- gjörðir virðast mjer lýsa fremur kappi en forsjá, fremur fljótfærni og heimsku en stillingu og greind. Þá eru þær ritgjörðir, sem skýrt og skorinort sýna fram á landsrjettindi vor bæði hvað stjórn og fjárhag snertir, og hvetja til að fylgja fram 45

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.