Tíminn - 25.04.1873, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.04.1873, Blaðsíða 2
46 rjettindum þessum til hins ýtrasta. Þar er farið fraja á, að vjer fáum að fullu og öllu fjárkröfur vorar viðurkenndar, ekki einungis þær, sem líkindi eru til að ynnist með lögum, heldur og svo þær, sem engin líkindi eru til að með lögum yrði náð, þó að þeim yrði komið við. Þar er farið fram á, að ísland verði þjóðland sjer, sem hafi ekkert sameiginlegt með Dönum nema konunginn einn, eða þá að hjer sje stofnað jarlsdæmi með ráðgjafa, stjórn og hirð o. s. frv. Hvað þessu viðvíkur, þá vil jeg gjarnan óska að ættjörð mín nái öllum þem ítölum og rjettindum óskertum, sem henni kunna að bera, en jeg sje engin skynsamleg ráð til þess, og mjer virðast að hinar ágætu ritgjörðir um þetta efni gjöri ráð fyrir mörgu, sem ekki er hugsandi til að fá, þegar litið er á eðli lands vors og ástæður, og hliðsjón höfð af því, sem fram hefir komið við aðrar þjóðir, sem líkt hefir staðið á fyrir; því skaplyndi mannanna, rás viðburðanna, öfl og áhrif náttúrunnar verða jafnan áþekk sjálfu sjer, hjer á landi sem annarstaðar. Enn eru ritgjörðir, þar sem því er haldið framf að Danastjórn hafi farið i alla staði eins ve| með ísland og ástæður voru til, og að hún hafi sýnt oss þann jöfnuð, sem vjer gátum framast vænt, og þeim eru því valin óvönduð orð, sem halda fram rjettindum íslands og lýsa hinum þungu og óhagfeldu búsifjum, sem það hafi mátt sæta og sæti enda þann dag í dag er að sömu leyti. Sjeu það Danir, sem rita slíkt, er það til vorkunar virðandi, því «blindur er hver í sjálfs síns sök»; en sjeu það íslendingar, þá er þeim ekki bót mælandi, því þeir ættu að geta sjeð það, sem er sjón sögu ríkara, að ísland hefir orðið margt misjafnt að líða, og mörg tilhögun haft ó- heppilegar afleiðingar fyrir það. Þær ritgjörðir um stjórnarmál vort, sem fullar eru með getsakir, sneiðyrði, háðglósur, nafngiftir og ýmislegt óþverratal, ósæmilegt hverjum heið- virðum manni, eru ekki á nafn nefnandi. Hylji þær fyrirlitningin og efni það, sem þær eru af- sprottnar. Eins og ritgjörðir þær hafa haft ólíkar stefn- ur, sem ritaðar hafa verið um stjórnarmál vort, eins hafa þeir að sínu leyti verið á ólíkum skoð- unum, sem haft hafa áhendi meðferð málsins sem sje: Stjórnin og alþing. Stjórninni mun virðast, að hún hafi gjört allt það, er hún áleit sjer fært, til að koma sam- komulagi á milli sín og íslendinga. Hún getur með sanni sagt, að hún hafi hvað eptir annað boðið Islendingum stjórnarbót, en alþing hafi ekki getað komið sjer niður á að þyggja hana, nema með þeim kostum, sem stjórnin þóttist ekki geta gengið að. Það lítur svo út, sem stjórnin hafi því álitið að sjer væri nauðugur einn kostur að taka til sinna ráða, og af þessum rökum sjeu runnin lögin frá 2. jan. 1871, og stjórnarformið sem frá 1. apríl þ. á. á að komast á. Minni hlutinn á alþingi 1871 mun hafa skoð- að málið á þá leið: það getur engum dulist, að stjórnin vill fá sljórnarbreytingu komið á og hefir þegar gjört hana að nokkru leyti með lögunum frá 2.jan 1871, sem álita má góð og gild. Stjórn- arbótin er líka í raun og veru æskileg. Þó að það eður það kunni að þykja að frumvarpi stjórn- arinnar, þá er það samt ráðlegra að ganga að því í aðalatriðum þess, heldur en að missa af stjórn- arbót þeirri, ef til vili í mörg ár, sem nú stendur til boða og sem í mörgum atriðum er áþekk því, sem Islendingar hafa verið að biðja um. Hvað stjórnarathöfn og ábyrgð viðvíkur, þá sæmir ekki að gjöra ráð fyrir öðrum yfirstjórnendum en þeim, sem heiðra lögin og fylgja þeim, stunda sómasinn, gæta skyldna sinna og vilja þeirra heill og hag, sem þeir eiga yfir að bjóða. Nú sem stendur hefir ísland engar ástæður til að komast í þjóð- veldatölu. Vaxi því fiskur um hrygg, vex því líka þrek til að fá bætt úr þeim göllum, sem nú þykja á vera, og þetta verður því fyrr, sem stjórnarbótin kemst fyrr á. ísland hefirbeinan skaða af hverju því ári, sem þessari stjórnarbót er frestað, sem nú er framboðin. (Niðurl. í næsta blaði). þJÓÐÓLFOR OG SVARTA DOLAN. f*jóðólfi hefir orðið matur úr svörtu dulunni sem hengd var á flaggstöngina hjá landshöfðingja- húsinu aðfaranótt hins 1. þ. mán., hann læst ætla að koma í veg fyrir að sagan verði ekki af- bökuð í meðferðinni þegar hún berst út um land-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.