Tíminn - 25.04.1873, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.04.1873, Blaðsíða 3
47 ið, blessaður mannvinurinn! það var hans von og vísa; hann hefir svo opt sýnt það, að hann vill færa alla hluti til betri vegar. Það er samt skrít- ið að sjá hann elta svörtu duluna rjett eins og þegar kellingur eltir brjefsnepil, sem bundinn er í rófuna á honum. En þegar til alvörunnar kem- ur heldur Þjóðólfur að nokkur heiðvirður blaða- maður í nokkru landi muni gjöra svo lítið úr sjer og lesendum sínum að færa það í frásögur þó einhver óvandaður götustrákur hengi einhverstað- ar upp svarta dulu einkum sje það gjört í háð- ungarskyni við einhvern ágætismann? Ath. f>ar ef> embættifmafinr einn hjer í bænnm heflr beflií) mig a?) ijá iínnm þessnm riím j biabi þessn, ril jeg ekki meina honnm þaþ, þótt jeg sjáifnr alls eigi sje höfundi þeirra samddma. Mjer rirþist sá tilgangnr „þjdbdlfs", af> koma í veg fyrir þá rangfærsln og þær ýkjur er munnleg sögusögn veldur, vera næsta fagur og rjettur, og þótt höf- undur „pjöþólfs og svörtu dulunnar" vilji láta „skelluna“ lenda á „óvöndubum götustrák" viríist mjer þat) eins mega takast, sem einn vottur þeirrar dvinsældar, er útlend og innlend blöþ telja at) landshöfbingja Hilmar Finsen sje í hjá þjúf) vorri, og sem nú ávallt verbur hjer augljúsari og augljúsari. Ábyrgðarm. FRJETTIR INNLENDAR. — Úr brjefi úr Þingeyjarsýslu 26. fehr. 1873. «Almennustu frjettir eru: Öndverðlega vetrar hóf- ust hjer harðindi, með jarðbönnum af áfreða og snjó, optast norðanstan, fyrst með bleytu (krapa)- hríðum sem olli áfreða og jarðbönnum þegar fraus, síðan snjókomuhríðir með frosti frá því á jólaföstu til miðsvetrar, þá var kominn hjer svo mikill snjór, að tíðum hefir ekki orðið meiri yfir heilan vetur. Með þorra má kalla að batnaði nokkuð veðurátt, ljetti þá bríðum og linaði frost, hafa síðan verið smáblotar með köflum, snjór sígið mikið við það, og víða komið upp nokkur jörð fyrir sauðfje, en í seinustu viku þorra gjörði norðan snjóhríðar með frosti og snjókomu, svo nú er mjög jarðli'tið og tíðarfarið ískyggilegt, það má því segja að harð- indin sjeu eigi búin að skilja við oss Þingeyinga enn þá. Er því sá hugur kviknaður meðal al- þýðu, að flytja sig hjeðan af landi brott, sökum harðindanna, eru það 2 flokkar er taka sig saman um slíkt, annar til Rrasilíu en hinn til Norður- Ameríku». — Múlaþingi 3t. jan. 1873. «Hjeðan er fátt að frjetta, engir deyja nafnkenndir, tíðin hin stirð- asta í allan vetur og haust, hefir snjórinn verið ákaflega mikill til sveita og fjalla, og aldrei meiri síðan 1836, en við sjó og í fjörðum hefir jarð- grunnt verið, en svellalög mikil og jarðleysur víða, sökum blota og umhleypinga af ncyðri; afli hefir verið í Reyðarfirði í allan vetur til þessa, en ó- tíðin svo mikil, að ekki hefir orðið róið nema einu sinni í viku, og stundum alls ekki. Flestir eru víst allvel staddir með hey, því heyskapur gekk mæta vel í sumar. Sagt er að rekar sjeu til og frá mol úr hafskipi í fjörðum, Vopnafirði Hjeraðs- flóa og Ströndum, er sagt að rekið hafi steinolíu- tunnur fullar og tómar. Nú heflr verið hláka í 4 daga, með 4—5° hita, er vel autt orðið með sjó fram og líklega jörð upp í Hjeraði. Dunur heyrð- ust miklar hjer eystra frá 31. des. til 14. jan. þ. á., og eldur sást jafnvel úr Hjeraði í landsuðri, en um þann ll.þ. m. fjell aska mikil, var hún svo mikil í Hjeraði öllu, Vopnaflrði og Álptaflrði, að snjór varð dökkur allur um tíma sem auð jörð væri, og mönnum gekk illa að koma skíðum á- fram fyrir stemmu, í fjörðum varð hún minni, en þó dökknuðu öil fjöll meira og minna». — Úr Þingeyjarsýslu á nýársdag 1873. «Nú sem stendur er hjer fremur snjómikið og jarðlít- ið, því mikil snjókoma hefir verið um öll jólin. Afli var hjer inn á firði (Eyjafirði) fast fram að jólum, því síld fjekkst allt af til beitu á jólaföst- unni». Eg hofi nýlega lesib í „Dagbladet“ frá 29. f. m. ab í vetar hafl myndazt nefnd manna í, Kanpmannahofn í þeim tilgangi ab styrkja k ven u ask 6 lam á lib hjer á landi. Alls era í nefndinni 17 manns — 12 konnr og 5 karlmenn —, og þó jeg þykist vita, aí) allar þorri landa minna þekki aí) eins snma þeirra, vil jeg þó geta þeirra allra. f>ab má ekki minna vera, en ab nofu þeirra manna, sem sýna Islandi velvilja og leitast vi?) aí) vinna því gagn, sjáist í íslenzkom blófcam. Konnrnar í nefndiani ern þessar: fril Sophie Bardenfíeth — ekkja þess sem hjer var stiptamtmaður —, frú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.