Tíminn - 08.05.1873, Qupperneq 2

Tíminn - 08.05.1873, Qupperneq 2
50 Jeg skal varast að leggja nokkurn dóm á þessar ólíku skoðanir. Sagan ein kann að geta, þegar fram líða stundir, skorið úr hverri stefnunni hefði verið ráðlegra að fylgja. Jeg dreg engan efa á það, að hvorir um sig hafl fylgt því fram sem þeir annaðhvert álitu rjettast, hollast, eða hyggilegast. — Það þykir kallmannlegt að verja þjóðrjettindi sín og halda þeim fram til hins ýtrasta og falla heldur með drenglyndi en hopa hið minnsta, en margur þjóðflokkur heflr einmitt fyrir kappgirni sina verið gjörsamlega upprættur, eða ákaflega kúg- aður, og margur einstakur hnígið fyrir hið sama dauður. Hinsvegar eru þessi mörg dæmi að gætnir menn og greindir, jafnvel mestu stjórnvitringar, hafa heldur miðlað málum, þegar þeir sáu sitt ó- vænna, en að neita þeim kostum, er buðust, og halda út í tvísínu, og — þetta varð að góðu. Að sumri komanda (þ. á.) er alþing í vændum og og orð leikur á að tilraunir verði gjörðar til undir- búnings því að hreifa stjórnarbótarmálinu á ný. Óskandi væri að meirihluta flokkurinn gætti þess nákvæmlega, að sýna í hvívetna stillingu og gætni, hlýðni við lögin og virðingu yfirvöldunum. Ósk- andi væri að minnihluta flokkurinn legði engan tálma í veg fyrir skynsamlegar tilraunir meirihlut- ans í því, sem miðar til að efla heill og hag þjóðar vorrar og halda fram þeim rjetti hennar, sem fullar líkur eru til að hún geti náð; meira að segja, jeg vildi að minnihlutinn yrði binum meira samtaka í þessu og jeg vona það. Hvorutveggju verða víst á sama máli um það, að stjórnartilhögun sú, sem verður hjer á landi frá 1. apr. í ár verður í mörgu tilliti mjög óyndisleg, (— og er hún ekki óyndis- úrræði stjórnarinnar, þegar ekkert var með ánægju af henni þáð, erhún bauð? —) og þyrfti sem fyrst að fá bót á henni ráðna; en þeir ættu líka að verða á eitt sáttir um það, að þessi bót fáist ekki í bráð, nema meiri hlutinn lúti nauðsyninni og verði óheimtufrekari, og að minni hlutinn verði honum samtaka í að fá því framgengt sem allrafyrst að alþing fái löggjafar og fjárveizluvald raeð sem vild- astri tilhögun. Óskandi væri að landshöfðingi leggði það fram er í hans valdi stæði, að þessu velferðarmáli lands vors yrði sem fyrst kippt í lag, og myndi þjóðin kunna honum þökk og heiður fyrir. Að lyktum óska jeg af heilum huga, að komi stjórnarbótarmál vort til umræðu á næsta þingi, að þá fylgi forsjá kappi, sanngirnin geti notiðsín, og að andi eindrægnis og ástar hvíli yfir þings- ins orðum og gjörðum, þá er þess að vænta, að árangurinn af störfum þess verði affarasæll fyrir land og lýð. ísl. — Þar sem »Þjóðólfur» af 9. apríl síðastl. skýr- ir frá ástandi hins norska samlags, og einkum því sem segir í enda greinarinnar: Thorkill Johnsen — var útilokaður úr st.jórnarnefnd- inni nœstliðið haust, er nú fiuttur til Khafnar, nvkkrir segja (má ske óvinir hans) strokinn þang- að, — og seztur þar að um stund —; þar sem farið er svo kuldalegum og hranalegum orðum um þetta efni og þennan mann, (þess utan til- hæfulaust), þá dettur víst mörgum hið sama í hug sem mjer, nefnilega máltækið: «Aldrei er gott of- launað, nema illt komi fyrir». Eru þetta allar þakkirnar, sem vjer opinberlega vottum frændum vorum í Björgvin fyrir þeirra brennandi áhuga og skörulegu tilraun til að drýja dáð og duga oss, sem sjálflr játum að vjer liggjum í skarni? Á hinn eldfjörugi Islandsvinur snillingurinn Hinrik Krohn ekki svo miklar þakkir að oss, að hann sje nefnd- ur á nafn á íslandi? Á herra Thorkill Johnsen einasta að verða hjer nefndur nafni hans til op- inbers hnjóðs og hneisu? Jeg var í Björgvin um tíma í fyrra og lærði að heiðra Thorkili Johnsen sem ágœtismann, bæði góðan og göfugan að allra rómi. Hvernig sem þetta «samlag» fer, þá mega allir íslendingar vera sannfærðir um að það var stofnað af hinum hreinustu hvötum af hendi Norðmanna, og jeg efast um að nokkurt verzlun- arfyrirtæki hafl nokkurn tíma verið byrjað í óeg- ingjarnari tilgangi, hvað sem kænsku og reynslu snertir. Hvernig allt er nú komið að beggja

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.