Tíminn - 08.05.1873, Síða 4

Tíminn - 08.05.1873, Síða 4
52 þegar nágrannans veggur brennur, þá er þínum hætt, því jafnskjótt og J. Ó. hafði sagt frá «Lands- höfðingja-hneykslinu», og var kominn í mál við hann sjálfann, fengu kennarar þessir brjef frá stiptsyfirvöidunum, sem skora á þá að bregða heit sín við ritstjóra Jón Ólafsson þ. e. að gjörast svik- arar, þar eð ábyrgð slíks blaðs gæti eigi samrýmst stöðu þeirra — þaðerað mínu áliti—, því annars gætu þeir búist við að tapa embætti. — Þessi meining sýnist liggja beinlínis fyrir, og sje hún rjett, þá mætti segja um þetta, ljót er en sönn þó saga; að háheilagir og hálögiærðir yör-ern- bættismenn skuli skora fastlega á sína undirgefnu að gjörast svikarar, — eða hvað eru samningsrof annað en svik?1 Nú vfkur sögunni til ritstj. J. Ól. að þegar hann áreitti þannig Landshöfðingja með stefnu sinni, spurðist hjer, og teljum vjer það sannspurt, að nú mundi eiga að taka ritstjóra fastann fyrir þá sök, að hann eigi hafði borgað sekt þá, er hann var dæmdur í, fyrir prentun á Elliðavatni, án konunglegs leyfis, þetta var nú mjög vel hugs- að, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Engum datt í hug að J. Ól. mundi geta borgað á annað hundrað ríkisdala sekt enn eigi að síður, daginn eptir að díblissu fregnin spurðist, greiddi ritstj. Jón Ól. alla sekt sína, og mátti með sanni segja um það fje, að enginn vissi hvaðan það kom, en allir vissu hvert það fór. Hyggst nú ritstjóri Jón að halda málum sínum til streitu, og lýsir það eigi alllitlu þreki og krapti, að umkomulítið ung- menni skuli dyrfast svo sköruglega, að verja rjett sinn, gegn hinum æðsta manni á landinu, og verður það líklega bending einhverjum öðrum um, að þrældómsóttinn er hvorki hollur nje tryggur. — Að loktim vil jeg minna ykkur á það lægri em- bættismenn landsins, lofið þið engu neinu hvað sem á liggur, því þjer megið búast við að á yður verði sleorað að bregða loforð yðar, en það er ljótt. Ábyrgðarmaðurinn. 1) Sagt er, aí> „G-Hr. muni allt at einu halda áfram a% Itoma út sem átur. — RITFREGN. Frá prentsmiðju íslands er nýkominn út ritlingur uUm stjórnarmál og stjórn- arástand íslands« etc., eptir Benedikt Sveinsson assessor, 48 bls., 8to, 24 sk. AUGLÝSINGAR. — Nú á ferð minni á Englandi rjeði jeg það af, að flutt verði fólk það hjeðan, sem fara vill til Vesturheims í sumar, til Englands með skipum, er um leið flytja hjeðan hesta; þar með þessu móti farið verður hjer um bil l2rd. billegra en ráð var gjört fyrir um daginn, skal þá hver fæða sig sjálfur á leiðinni til Englands, sem varir um 4 daga ; heitt vatn fæst frítt, og skipsrúmið verður forsvaran- legt og gott; áformað er að skipið komi um miðjan næsta mánuð. Rvík, 7. maí 1873. G. Lambertsen, agent. (ý/jf’ Til vísbendingar fyrir póststjórnina í Reykjavík auglýsist, að Hösleuldsstaðir á Sleaga- strönd eru í Húnavatnssýsln, og heyra undir Sveins- staða póstumdæmi. Höskuldsstöðum, 21/473 E. Ó. B. — Á klöppinni hjá Bergstöðum í Reykjavík hafa fundizt horndósir látúnsbúnar með fanga- marki og ártali, og getur rjettur eigandi vitjað þeirra til ábyrgðarmanns «Tímans», um leið og hann borgar auglýsingu þessa og sanngjörn fundarlaun. — Fundizt hefir Ijereptsrekkjuvoð á götunum í Reykjavík, og getur rjettur eigandi vitjað henn- ar til ábyrgðarm. «Tímans», ef hann borgar aug- lýsingu þessa og fundarlaun. PRESTAKÖLL. — M 5 S r u val la-klanstor, lanst fyrir nppgjóf preatsina sjera Jorgens Jóhaonssonar Kroyers, oál. 72 ára, en hooum er áskilino þrifcjongr allra fastra tekja, eftir síí)asta mati er braotbiib metib 583 rd. 56 sk ; auglýst 3. þ. mán. Útgefendur: Nokkrir Reykvíkingar. Ábyrgðarmaður: Páll Eyjúlfsson. Prentalor í prentsmifcju íslands. Einar J>ó rí> arson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.