Tíminn - 27.05.1873, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.05.1873, Blaðsíða 1
Iteylgavík, 27. maí 1873. 14. blað. 2. ár. — LEIÐUJETTING. í 13. bl. b!s. 51, 2. dálki 32 i.: „meiV yrtur sig“ les: meibyrtnr vií) sig“. — Sömu bls. sama dálk 37. !.: „fyrir borgnn* les: fyrir prentun. — Bls. 52, 1. dálki 37. 1: „engu neinu" les: engom neinu. „J>aí) er svo margt ef aí> er gáí>, sem um er þörf aí) ræ?)a“. Jónas Ilallgrímsson. Eitt af því sem ekki hefir lengi verið rætt um, er prentsmiðja íslands hjer í Reykjavík, og varla verið nefnd á nafn á prenti, síðan í «BaIdri», og er þó engin vanþörf orðin að minnast á hana áður en hún verður má ske gjörð óbrúkandi, og fje hennar algjört eyðilagt. Það mun nú mörgum þykja hart að jeg segi að prentsmiðjan kunni að verða gjörð óbrúkandi og sjóður hennar eyðilagður, en jeg vil með ept- irfylgjandi láta það álit mitt í ljósi, að líklegt sje, að svo fari. Jeg vil samt áðuren jeg fer lengra útíþetta mál, biðja alla þess vel gæta að prentsmiðjan er ekki eyðileggingu undirorpin eður óbrúkandi, að því leyti sem í valdi forstöðumannsins stendur, heldur þvert á móti, hann heflr reist hana af rúst- um og leyfum hinna fyrri yfirdrottnenda hennar. Það vita allir, já, hvert mannsbarn á Islandi, að prentsmiðjan er síðan 28. september 1831 undir yfirumsjón stiptsyfirvalda vorra, og stendur það þann dag í dag. Jeg mun þá snúa mjer að því, að tala um eyðileggingu hennar, sem jeg upphafiega minntist á að mjer virtist líkleg, og víkja því helzt að stiptsyfirvöldunum, sem setið hafa að völdum nú 12 síðustu árin. Hjer um árið voru gefnir út 3 árgangar af kláðalækningaritinu «Hirðir» — víst samt allt ept- ir gjörðum prenlunarsamningi við útgefendurna — en þegar til kom vildu fáir eiga eður nýta, voru þá útgefendurnir ráðþrota með bunkann og báðu stiptsyfirvöldin ásjár að sögn, og var síðan bunk- anum slengt á prentsmiðjuna með prentunarkostn- aðinum; en því ver veit jeg eigi hvað margra hundrað ríkisdala virði slíkl var. Síðan hafa nú á þessum síðari árum 3 bækur verið af ráðs- mennsku stiptsyfirvaldanna gefnar út á hennar kostnað nefnil. Latnesk orðmyndafræði, Latnesk lestrabók, báðar mjög dýrar að sögn í prentun og þriðja Lisco’s trúarfræði allt til brúkunar handa latinuskóla vorum, og ganga nú að sögn út ár- lega af þessum bókum 3—8 expl. af hverri. Jeg vona að allir sjái nú, að þetta og slíkt orsakar eyðileggingu prentsmiðjunnar, og að það lýsi of mikilli óvarkárni, að bilta slíkum afarþunga upp á sjóð hennar, sem er þjóðar vorrar eign ogerekki stofnaður til útgáfu slíkra bóka; er því slíkt að minni ætlun ógætileg, óheppileg og röng með- • ferð með prentsmiðjusjóð vorn. Þá er nú að minnast á, hvar í það liggur að hún kunni að verða gjörð óbrúkandi, og er það þá svo mál með vexti, að samningar við blaða- útgefendur vora, víst suma þeirra eru ærið erfiðir og síðan þegar blöðin hafa fundið að gjörðum yfirvaldanna, hefir verið gengið fullt svo hart ept- ir, sem samningarnir hafa upp á hljóðað. Þetta kom fram við ábyrgðarmann «Tímans», þegar hann hafði ritað athugasemdina við «f’jóðólf og svörtu duluna», að jeg ekki tali um ritstjóra «Göngu-Hrólfs», sem áður er getið í «Tímanum». Af þessu sjá þá allir heilvita menn, að þetta verð- ur og er til þess, að fæla menn frá prentun við prentsmiðjuna, og verður þannig orsök þess að hugsanir manna ekki geta komið fyrir almenn- ingssjónir, hversu nýtar og fræðandi sem þær 53

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.