Tíminn - 27.05.1873, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.05.1873, Blaðsíða 2
S4 kunna að vera fyrir þjóðina. Slíkt álít jeg því í alla staði ófrjálsiegt og óbrúkandi. Af þessu framantalda vildi jeg stinga upp á, að til alþingis í sumar er kemur, kæmu nú bæn- arskrár sem bæðu um að prentsmiðjan yrði seld algjörlega, eður þá seld til leigu fyrir víst árlegt eptirgjald, svo hún yrði alveg laus undan þessai'i yfirstjórn sem nú er, svo að í henni yrði allt prentað mót áreiðanlegri borgun, eptir því sem prentfrelsislög vor leyfa. 215. nHjúin gjöra garðinn frægan«. (Niðurlag). Það er annars undarlegt hvað lítinn gaum liið heiðraða Húss- og Bústjórnarfjelag hefir gefið hússtjórninni nú á síðari árum sinum, það er þó tekið fram í 1. gr. laga þess, sem samþykkt eru af öllum fjelagslimum 8. júlí 1837 að það sje tilgangur þess m. fl., að efla góða hússtjórn. Það er nú ætlun mín, að hjer eigi nokkurn þátt í hinum ævaxandi sveitarþyngslum, sjálfræði hjúanna, prakt i klæðaburði, ódugnaður og eyðslu- semi munaðarvöru1 með mörgu fl., og þó enn fremur það skálkaskjól, sem allir ónytjungar hafa til að mega byrja sjálfsmennsku við sjóinn og í kaupstöðunum, án þess það sje tHindið við nokk- urn dóm eða vitnisburð um. nokkra þá hæfileg- leika, sem góðum og duglegum húsbændum þurfa að vera gefnir, og búskapurinn nauðsynlega út- heimtir, og að jeg ekki tali um sveitabúskapinn, sem sífellt útheimtir mikla umhyggju. Þannig týnist þá þessu tómlhúsmennskufólki ailt slíkt og verður liðljett og síðan byrði þeim hreppum, er það fer úr, en hinum sem það er í lii mesta nið- urdreps. f’að mun líka fágætt, að þeir sem ekki nenntu að vera duglegt hjú, verði uppbyggilegir húsbændur. Því neitar víst enginn sjer að minnkunar- lausu, að verzlunar- og landbúnaðarfjelög, sjeu þörfustu fyrirtæki til heilla landi og lýði, en mundi nú ekki öll þörf á að reyna til, að koma á al- 1) Jeg þekki iuorg þau heimili, sem verta aí) brúka kaffl í megnu óhófl vegna hjúanna. mennum samtökum til umbóta hússtjórninni. Það var eitt af því marga sem hreppstjórunum var gjört að skyldu með Instrúxinu af 1809, að sjá um að vinnumenn ekki ofþyngdu bændum með hálfshlutar-gjaldi eða fóðraði fjenaðar; en nú er það orðið að venju, að hver hjú-mynd vill eiga fjenað á fóðri hjá húsbændum sínum, auk annars kaupgjalds, því húsbóndinn neyðist til að lofa þessum opt Ijelegu hjúum slíku, af því heimskir menn eru búnir að koma þessu á, og stundum af varmennsku, til að hleypa 9. boðorðinu upp á sker, og síðan er allur þessi fjenaður vinnuhjú- anna utan laga, ótíundaður. Jeg ætla því nú blaðamönnum vorum þarfara að rita um búskap og hjúslcap, heldur en þessa margtuggnu stjórnarmáls-pólitík, sem «Þjóðólfur» og «Norðanfari» eru að belgja með, og ekki er þess verð, að hún sje send bæja á milli, auk heldur að borga hana, og væru menn ekki færir um að rita annað, sem betur ætti við vora tíma og nauðsynlegra væri, þá væri miklu gagnlegra, að «Atli» og «Arnbjörg» væru prenluð í mánuði hverjum. Mjer væri sönn ánægja að lesa ef ein- hver gæti sýnt mjer með sönnum rökura, að gott barnauppeldi og yfir höfuð að góð hússtjórn ekki væri undirstaðan undir sjerhverri þjóðmenningu, og eins hitt, að þessu væri ekki mjög ábótavant hjá oss. Miðaldra hjú. I'JÓÐÓLFS-GREIiMN um Ameríkuferðir í nr. 28.—30. það er auðsjáanlegt fyrir hvern þann, er með heilbrigðri skynsemi les þá grein og virðir fyrir sjer, að hún er rituð í þeim tilgangi að villa mönn- um sjónará sönnum frásögnum í bókum og brjef- um frá Ameríku, og að þetta er gjört bæði með illkvittni og óvönduðum hugsunarhætti, ber grein- in sjálf með sjer; má ske og líka meðfram af því að höfundurinn sem hlífist við að setja nafn sitt undir ómynd þessa, gæti ef til vill verið ungur námsmaður, sem hefði góða von um, og einskær- an vilja til að gjörast embættismaður á landi voru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.