Tíminn - 24.09.1873, Síða 2

Tíminn - 24.09.1873, Síða 2
86 líkindi eru til, að Reykjavíkur kláðaspekin helzt hafl óskað. Bændum þykir hvorki sómi nje fram- för í kláðanum, og ekki fremur fyrir það þó hann geysi í Noregi og um allan heim. Þegar kláð- inn dynur yfir oss, skoðum vjer hann sem tjón; þar eð liann gjörir aðalbústofn vorn, fjeð, bæði arðminni og margfalt kostnaðarsamari, og það má sanna með skírum rökum, að niðurskurður er bæði kostnaðar- og umsvifaminni, en umfram allt viss- ari til að hrinda af sjer tjóni þessu, en lækningar þær, sem vjer íslendingar enn höfum af að segja. f>ó kláðalækningar þannig hafi gefizt oss illa, veit jeg alls eigi til að Islendingar amist við dýralækn- ingum eða dýralæknum; en hvernig eiga þeir að koma upp dýralæknaskóla eða fjölga á annan hátt dýralæknum. það mundi kosta eitthvað, en allir vita, að vjer höfum eigi ráð á einum skilding af landsins fje, og sje danska stjórnin beðin um eitt- hvað sem til framfara horfir, hefir svarið hingað til verið hið sama, það skortir fje. En komi sú tíð að dýralæknar fjölgi hjer á landi, er vonandi, að sjeð verði um að þeir taki sjer hentugri bú- staði en hinn eini dýralæknir, er landið nú hefir, enda verði landi voru í einhverju þarfari. Jeg ætla að enda þetta með stuttri sögu, sem snertir kláðamálið. Yorið 1872 vildu Rangæingar og Ár- nesingar austan Ölfusár og Sogs auk annara fleiri fá vörð um kláðasvæðið, því þá varð kláðans víða vart. Sýslumaður Árnesinga mælti, að sögn, vel með því við amtið að það setti vörðinn, en það neitaði. Síðan settu hjeraðsbúar vörðinn sjálfir. Nú var þess enn farið á leit við amtið, að leggja eitthvað af varðkostnaði þessum á jafnaðarsjóðinn, og láta þannig lítið eitt af kostnaðinum lenda á eigendum sjúka fjárins. Víst svar upp á þetta er enn þá ókomið, nú bráðum ári eptir að vörðurinn var hafinn. Dráttur þessi er eðlilega mjög baga- legur fyrir aila viðkomendur. en hvað tjáir að tala um það; blessuð valdstjórnin er líklega ekki vön að fara harðara en þetta, og henni kann að verða um það, fari hún að strita mikið. Ritað í septbr. 1878. Árnesingur. SVÁR til Pjóðólfs frá Ámerikuförum. í 28. og 29.—30. nr. ol’jóðólfs» stendur að- send grein um Ameríku, og getum vjer eigi dulizt þess, að oss ógnaði, er vjer lásum slíkar frásögur og lýsingar af þessu landi og flutningum þangað. Bver mun hafa ritað þetta? spurðum vjer hverjir aðra. Allir, sem vjer þekktum og stungum npp á urðu of skynsamir og fróðir til þess. Því næst varð það að umræðum með oss, hvort vjer gætum tekið við þessu þegjandi. Þótti sumum greinin ekki svaraverð, en flestir voru þó á því, að eigi bæri oss að fyrirlíta hana, þótt svo einhver flökkukind hefði ritað, því þá gæti litið svo út í margra aug- um, sem vjer værum henni samþykkir með sjálf- um oss, og þar sem hún væri rituð með slíkri frekju, kynni hún að gela kastað riki í augu al- mennings. Frekju köllum vjer það, að öll Ame- ríka er skoðuð sem land eða borg með samskon- ar maunfólki, þjóðarháttum, kostum og ókostum hvervetna; — lýsingar og sögur er framsettar, sem heilagur undantekningarlaus sannleiki, studd- ar með einu dæmi eða út í bláion; allar Ijótar sögur eiga að vera sannar hjeðan, en engin falleg sönn, hver sem hana hefir sagt, það skiptir höf- undinn engu, hann veit það allt bezt sjálfur karl- inn; og svo skygn er hann að hann er ekki að eins fær um, að dæma um þetta nýja land betur en vjer, heldur sjer hann hvernig oss líður bæði á sál og líkama; honum er kunnugt um ástand samvizku vorrar, og hann veit hvern- ig vjer fæðumst og klæðumst; ailt þetta veit hann af hyggjuviti sjálfs sín, því vorn vitnis- burð vill hann hvorki heyra nje sjá. Svona er hans skoðunarháttur; — en vertu svo lítillátur kunningi! og leyfðu oss að svara þjer fáum orð- um, og fyrirgefðu þó vjer verðum spurulir þegar vjer ekki skiljum mál þitt. Eptir sameiginlegu áliti voru og skoðun á hinu sannaog rjetta, skiptum vjer höfuðefni grein- ar þinnar í þrennt: Ósannindi, þvœtting og á- steeðulausan áburð. Ósannindin eru þessi: 1. «Þeim, er fara

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.