Tíminn - 15.10.1873, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.10.1873, Blaðsíða 2
90 sanna með því, hvernig hafi gengið fyrir Brasiliu- förunum um árið, og það er eins og þú furðir þig á, að 2 af þeim skyldu deyja, en allir, sem vilja, geta sjeð, hvaða rjett þú heflr að álykta svo, eptir slíkum forsetningum; þessu næst segir þú að «það líti nú ekki blómlega út fyrir oss hjer enn», og sem dæmi því til sönnunar tilfærir þú þá frjett, sem þjer víst ekki hefur dottið í hug að efast um, að Wichmann hafl selt land þeirra Jóns Gíslasonar, að Jóni fornspurðum, og síðan viti euginn um Wichmann, en Jóni muni ekki iíða neitt sjerlega vel síðan». Reyndar seldi Wich- mann Jóni sjálfum sinn part af landinu, nema hvað hann hjelt eptir skipabryggjunni út í vatnið og dálitlum landskika þar til heyrandi, er Wich- mann hugsar sjer að reisa söluhús á, hvernig sem það kann að fara. — þann 4. júlí áttum vjer fund með okkur, sem optar 35 íslendingar, og þá var Wichmann þar með okkur; nokkrum dögum síðar fór hann út til eyjar með eitthvað af vörum og til að sækja brenni-farm. — Að íslendingum sem búið hafa úti á eyjunni liðug 2 ár, hafl ekki græzt fje til muna á þessum tíma er satt, og kem- ur það einkum til af því, að fiskiveiðar, sem þeir treystu mest, hafa brugðizt bæði árin, en nú í sumar er mokfiski þar og bætir það fljótt úr biðinni. Eng- inn getur sagt, sem þekkir rjett til tslendinga þeirra, sem enn eru hingað komnir, annað, en að þeim líði öllum vel, eptir því sem framast má búast við eptir svo skamman hjerverutíma; að einir 2 eða 3 af þeim hafi ekki kunnað vel við sig í fyrstu, sann- ar ekki, að íslendingum líði hjer ekki eða láti vel. Setningin mætti hljóða svo: Öllum þeim íslend- ingum, sem komnir eru enn til Wisconsin og hafa reynt lifið að nokkru, fellur vel nú orðið, og eng- an þeirra skortir fæði nje klæði; norsk lúthersk kyrkja stendur opin fyrir oss, sem í Milwaukee búum, að vjer eigi þurfum að fara á mis við hreina prjedikun guðs orðs og sakramentin. — 7. dirfist þú a*ð segja, að «þeir sem hingað fari, verði aldrei Ameríkumenn sjálfir». — Að vísu er nú ekki gott að sjá, hvað þú meinar með þessum orðum; ef þú meinar, að þeir geti ekki orðið A- merikanskir borgarar sjálfir, þá er það rangt og ósatt — furða hvað maðurinn er fáfróður —, því eptir eitt ár getur þú farið að greiða atkvæði í op- inberum málefnum, og eptir 5 ár ertu fullkominn Ameríkanskur borgari, jafnrjetta við innborna Ame- ríkumenn (Yankees) að öllu öðru en því, að þú getur ekki orðið forseti (President) þjóðveldisins; ef þú meinar, að þeir verði aldrei að Yankees. þ. e. eptirkomendum hinna fyrstu ensku landnáms- manna hjer í Bandafylkjunum, þá ber víst enginn á móti því, að þú hafir þar rjett að mæla, en þá verða niðjar þeirra það ekki heldur, sjerðu. f>ú bætir því við, að fávöxturinn hjá þeim heppnustu sje dauð, sálarlaus og gleðilaus peningahrúga, sem falli í hendur innlendra erfingja þeirra». — f>á köllum vjer hina heppnustu hjer, sem fyrst og fremst ekki hafi misst sjónar á sínum andlegu þörf- um,þarsem ekki liggur nein skylda á neinum frá ríkisins hálfu, að halda sig að kirkjunni, þú getur verið jafngildur borgari, hvaða trú sem þú hefir, eða hvort sem þú ert kristinn eða heiðingi, að eins að þú sjert enginn opinber stórglæpamaður, og þá sem í öðru lagi hafa á leyfilegan hátt safn- að sjer veraldlegum fjársjóðum og kunna rjett með þá að fara, að þeir megi leggja drjúgan skerf til hinnar rjettu kirkju og styðja hið mikla áhugamál allra samkristinna manna, útbreiðslu kristindóms- ins meðal heiðingjanna í þessu landi og víðarum heim og velferð og framfarir meðbræðra sinna, þá sem skaparinn hefirblessað með góðum erfingjum, er þeir með ánægjn geta eptir látið muni sína, þá er þeir verða kallaðir heim til hins rjetta föð- urlandsins. — þannig geta hinir heppnustu menn staðið við grafarbarminn og horft á ávöxt vinnu sinnar í þessu auðsæla landi, og mun hann ekki vera þeim dauð, gleðilaus og sálarlaus peninga- hrúga. Til þesara manna má telja fjölda af Norð- mönnum, f>jóðverjum með fleirum í Bandafylkjun- um, sem allir þakka Drottni fyrir það, að hann hefur leitt þá hingað og blessað svo vinnu þeirra. f>essi setning þín er bæði ósannindi og þvætting-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.