Tíminn - 23.12.1873, Qupperneq 3

Tíminn - 23.12.1873, Qupperneq 3
B Hjerhefurnú einn maður setið í báðum nefnd- unum, — hann hefur eptir sögn þó vikið úr sæti sínu í bæjarstjórninni þá hún hefur átt að dæma nm verk niðurjöfnunarnefndarinnar, — en það hefur má ske ekki verið honum sjálfum að þakka heldur hinum heiðraða bæjarfógeta vorum, og sumum fleirum í bæjarstjórninni', er munu hafa á- litið að hann með engu mótí gæti setið í niður- jöfnunarnefndinni þá hann vár orðinn bæjarfulltrúi, og það strax f vor, en allt fyrir það, situr hann nú enn við sinn keip, og hefur nú jafnað ásamt hinum nefndarmönnunum niður á oss gjöidum vorum, sem vjer þó álítum eigi eptir anda tilsk. Vjer skorum nú hjer með út af þessum at- hugasemdum á hina heiðruðu bæjarstjórn og eink- anlega á oddvita hennar, herra bæjarfógetann að gjöra gangskör enn á ný að þvf, að bæjarfulltrúinn sitji ekki lengur í báðum nefndunum. Nokkrir gjaldendur. ÁRFERÐI og frjettir úr brjefum. — Síðan «Tíminn» komút seinast, til 6. þ. m. voru hjersunnanlandssnjóar, ogtil sveita harðviðri tíðast af norðri með frostum er stigið hafa hæst um 14°. — Fiskiafli góður þá gæftir hafa leyft; stungið hefur sjer niður hálsbólga, lungnaveiki og barna- veiki, en þó hefur fátt dáið úr veikindum þessum. — Norðanpósturinn kom hingað 29. f. m. hafði hann fengið óveður og illa færð á leiðinni, 30. s. m. kom vestanpóstur, og hafðihinsömu illviðri og ófærðir. Eru sömu harðindi að frjetta af vestur- landi sem að norðan, haust þetta og það af er vetrinum. — Úr Húnaþingi 10—11—73. «Jeg hygg ekk- ert efunarmál, að nú höfum við Norðlendingar lif- að að minnsta kosti að sumu leyti eitthvert hið bágasta haust sem jeg heíi heyrt um getið, það 1) Vjer viljum minnast á þessa setuingn bjá húfnudunnm, vegua þess vjer húldum, a'b hún meb snmn fleiru sje ekki sem allskostar rjettnst hjá þeim; vjer álítnm aþ bæjarfúgetiuu ásamt kjörstjárninni heftíi ekki átt og e i g i ekki framvegis at> telja þá kjörgenga á kjörskránni til bæjarstjórnar, sem í nitnrjúfnnnarnefndinni ero, nema met) því móti ati þeir víki alveg úr niíiurjöfnuuarnefndiuni. Ábm. mátti heita sífeldar hrfðar ýmist með frosti eða krapa 6letting í sveitum, og mikilli fannkomu jafnast frá 27. sopt. til 2. nóvember, og algjörð innistaða á fje við hús og hey á mörgum stöðum frá 22. október, og sumstaðar voru tekin inn hross, og þó nú hafi verið lítil þýða 2 daga, er þó með öllu jarðlaust á sumum stöðum. Þetta hygg jeg dæmalaust, um jarðbannir fyrir Allraheiiagramessu. Þó illviðrin hafl verið svona stórkostleg, hef jeg samt eigi heyrt getið urn stórfelda fjárskaða nema á Sjávarborg og Höfða í Skagafirði. — Úr Eyjafirði, 9—11—73. í allri Eyjafjarð- ar- og Þingeyjarsýslu, er komin meiri fannfergja en elztu menn muna, og alstaðar allar skepnur á gjöf nú í hálfan mánuð, en kýr og lömb voru tekin inn mánuði fyrir vetur. Voru þegar komn- ar jarðbannir fyrir Allraheilagra messu, erþaðfá- gætt; að sönnu tók almennt fyrir jörð á þeim tíma hjer norðanlands af eintómum snjóþyngslum harð- indaveturinn 1801 —1802. í gær og í dag er hlákubloti, svo fönnin sígur nokkuð, þó sjest hvergi á dökkvan díl. Hjer má heita iítill sem enginn afli. vegna gæftaleysis og lasleika, þar honum verður eigi sætt. Hjer stingur sjer niður illörtuð veiki («gigt-Feber»), og úr henni sálaðist 2. þ. m. læknir okkar Þórður Tómásson, sárt saknaður afeinum sem öðrum er rjett þekktu hann. Rlessuð sje hans minning. Hann á að jarðsetjast 12. þ. m. — Annar merkismaður er nýdáinn úr langvarandi brjóstveiki, sira Gunnar Gunnarsson hinn elskuverðasti maður í alla staði. — Auk þeirra merkismanna sem getið er um hjer að framan í brjefaköflunum, að dáið hafa, má geta láts sjera Ilannesar Jónssonar, prests að Glaumbæ i Skagafirði, er dó 31. októbermán. 78 ára að aldri, vigður 1827 og Ólafs Jónssonar dannebrogsmanns á Sveinstöðum er dó 19. októ- bermán. síðastliðinn. — 14. þ. mán. andaðist eptir stutta þjáningu bókhaldari Adolph Nieolai Petersen í Hafnarfírði, 53. ára að aldri.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.