Tíminn - 05.03.1874, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.03.1874, Blaðsíða 1
Verð blaðsins (12 arkir) árg. 4 U. Fyrri hlutinn greiðist fyrir lok marzm., en síðari hlutinn fyrir útgöngu júli- rnánaðar 1874 til ábyrgðar- mannsins. "ff'ífiIMM* „Tímans í atraumi stöndum, sterklega sem oss ber“. Auglýsingar verða téknar í bl., fyrir 3 /3 smáleturslínan, en 2 /3 stœrraletursl. Parjleg- ar ritgj. til almenningsheilla verða borgaðar eptir sam- komulagi við ábyrgðarm. 3. ár. Reykjavík, 5. marz 1874. 5. blað. Reykjavík 3. marz 1874. Mikli drottinn mannanna faðir meinagræbarinn harmanna bót, ó, ab jafnan gætum vjer glabir gjörbum þínum tekib á mót. o.s.frv. p. Blöndal. <*Siðast liðinn sunnudag, 1. þ. mán., fóru 3 ungmenni, börn Árna bónda Björnssonar á Llvamm- koti hjer í sókn tii kirkju — meðfram til að fyigja ættsystur þeirra til yfirheyrzlu hjá dómkirkjuprest- inum. — Leysing var áköf um daginn, og að á- liðnum degi hjeldu þau heimleiðis aptur, og áttu yfir læk (o: Kópavogslæk) að sækja, freisluðu til að komast yfir hann, þar sem þeim þótli tiltæki- legast, og lögðu þau síðan út í hann og leiddust, piltur 15 ára að aldri á undan, og stúlka á 17. ári, og síðust stúlka á 19. ári; þegar þau komu út í lækinn missti pilturinn fótanna, ætlaði þá önnur stúlkan að gripa til hans og fór það á sömu leið, og eins ætlaði hin að gjöra. Nokkru neðar skol- aði yngri stúlkunni upp á grynningar, og þar gat hún fótað sig, og komst svo heim og sagði at- burðinn. Brá þá faðirinn strax við, ásamt 2 mönn- um, og fór ofan að læknum til leitar, fundu þeg- ar stúlkuna örenda við jaka, cn piltinn rekinn á eyri morguninn eptirn. Sunnudagur þessi, er því sannkallaður sorgardagur. Sorg foreldranna er þnngbær, og ailir laka þált í henni, en vjer viljum leyfa oss jafnframt þessu að minnast á annað atriði, sem nú kemur svo Ijóslega fram, að mönnum bæði gœti og œtti að skiljast það, og verða til þess, að vjer hrindum af okkur ómennsku þeirri sem við svo ljóslega verðum við að kannast. Pví er læk- ur þessi ekki brúaður? Er ekki illt til þess að vita, að landsins bezti blómi, ungmennin, skuli farast í litlum læk, af því að menn ekki hafa viljað kosta svo miklu lil, sem nokkrum spítum og borð- um til þess, að leggja brú yfir hann; menn ættu að gjöra sjer það hugfast, að til þess að brúa slíka læki þarf eigi nema nokkrar spítur. Til þess að brúa allar ár og læki í Álptaness-, Seltjarnar- ness- og Mosfellshreppum, þarf eigi nema góðan vilja, og fáeina skildinga, af hverjum einstökum ( þessum hjeruðum. Vjer erum svo fámennir, að vjer þolum eigi að missa nokkurn einn af með- bræðrum vorum, og vjer biðjum menn að minn- ast þess, að margur maður hefur misst líf sitt í ám og lækjum í þessu nágrenni voru; margur maður hefur orðið fyrir heilsutjóni, og orðið til að hætta á heilsutjón, að vaða yfir ár þessar, vjer tölum ei um þá mörgn, sem dögunum saman hafa verið fararteptir við Elliðaárnar. Þessi þungi sorgatburður hefur skeð, vjer getum ei ráðið bót á honum, sem vjer með skorti á samtökum, áhuga og ístöðuleysi sjáum að vjer höfum orsakað, og sem vjer með svo þungum hug verðum að ásaka oss um. Látum þetta ekki lengur við gangast, því vjer eigum, bæði ríkir og fátækir, hver með öðrum, undir forstöðu góðra manua, að ganga í fjelag, og stofna til góðra samtaka, til þess að brúa Elliðaárnar, og hverja læki og sprænu, er eigiverðurgengin þurrum fótum i nefndum hreppum, og annarstaðar á landinu, svo fljólt sem verða má. Með því höfum vjer reizt þessum 2 efnilegu ungmennum ævarandi minnisvarða, gjört okkur sjálfum ómetanlegt gagn, og rekiðafokkur það framtaksleysi, sem af því hefur hlotizt sem nú er orðið, og verða kann. — 1. þ. mán. voru í «Glasgow» sýndar sjón- hverfingar og skuggamyndir af ljósmyndara Sigfúsi Eymundarsyni, einnig var þar sungið af söng- fjelaginu, og var það vel sótt; ágóðinn var gef- inn til sunnudagaskólans hjer ( Reykjavík. 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.