Tíminn - 05.03.1874, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.03.1874, Blaðsíða 2
18 (Aðsent). í>að íetti að vera fullkunnugt öllum húsráðendum á íslandi, ríkum og fátækum, til sjós og sveita, hver þrældómur og tímaspillir er að handkvarna-malverkinu hjá oss'. 1*30 mun ekki ofsagt að meðal vinnukona, í sarasvarandi hand- kvörn, mali ekki yflr 5 merkur á klukkustund, og jeg ætla margar minna, nú gjörir maður ráð fyrir að rúgtunnan af meðalkorni sje 18—19 fjórðung- ar, en eptir því áður sagða, fara 4 tímar til að nudda sundur fjórðunginn, og 76 tímar að mala tunnuna eður 6—7 dægur, það er víst nóg handa þeim hraustustu, og oflagt í, að ætla þeim að vera 12 tíma í senn við þetta verk, því það reynir bæði brjóst og handleggi, og jeg ætla það engu hægra. en túnasljettu eður túngarðahleðslu, og mundi þó þarfara að verja tímanum til þess eða annars, sem einhvern ávöxt bæri öldum og óborn- um, heldur en að fleygja þannig þeim dýrmæta tímans peningi í sjóinn með þessu gamla striti. Jeg ætla það því mjög nauðsynlegt, að menn færu að gefa því alvarlegan gaum á suðurlandi að koma sjer upp vatns- eða vindmylnum til mölunar, eptir því sem landslagið krefði; þau býlin munu fieiri, sem eigi hafa hentuga læki, vatnsmylnur hjóta að sönnu að kosta meira, enda þó þær væru hafðar í smærsta stýl, og gætu samt dugað hinum stærstu heimilum. Þó það gæti nú verið annmörkum bundið, að fleiri en ein sjehjá sama, einkum til sveita,mundi það þó nauðsynlegt, þegar litið er til þessalmenna efna- leysis sem hjer gjörist. Það erað sönnu langt síðan, að einstöku dugnaðarbóndi kom upp hjá sjer vatns- mylnu, en þessu hefur þokað hægt áfram, og jafn- vel sumar aflagzt, þegar uppbyggjendur þeirra hafa verið til grafar bornir. Það væri annars nytsöm tilraun, ef einhver sem skyn bæri á, fræddu menn nm í blöðunum, með hve miklum kostnaði, þessum þarfaverk- færum vrði npp komið2. 1) petta í'ann líka fyrir löngu síðan Bjarni sýslum. Einarsson, er flutti fyrstur inn Mngað yatnsmylnur, og gaf út rit um þær í Kmh. 1781. Útg. 2) Magnús Jónsson í BráÖræði hefur fengið vindmylnu, og mundi hann fús á, að gefa lýsingu hennar, og hvað hún hefur kostað. Höf. Af Landshagsskýrslunum 1873 má sjá á blað- síðu 423, að til íslands hafa flutzt af rúgi, byggi, höfrum, bankabyggi, baunuro, boghveitigrjónum og rúgmjöli árið 1870 samtals 44,636 tunntir, þó ekki verði af þessu sjeð, hvað mikið af ómöluðum rúg hingað flutzt hefur, sá hlutinn mun þó vafa- laust mestur, og skiptir eflaust tugum þúsunda, og sem að miklu leyti er malað með handafla ein- göngu1. Menn geta því enn fremur sjeð að með þessu gamla sagi, eyðileggur þetta svo milíónum dagsverka skiptir í landinu. Búkarl. -sen og -son2. „Margfalda skömm þó menn oss veiti má vera, pað sje okki nóg; ei blygðast karla’ að bera heiti bróltauðir vorra tíma þó. Islenzku nafni einu að heita ,-ctla þær vera sæmdarrán, og sínu heiti af því breyta ættjörð, þjóðerni’ og tungu’ að smán‘\ Kristján Jónsson. t>að er sannreyndur sannleiki, að vanafesta er einn aðal-þjóðgalli vor íslendinga; vjer viijum fátt upp taka, hvort sem það er íslenzkt eða út- lenzkt, sem er nýtt. «Jeg hef komizt af fram á þennan dag, og haft það þó si sona», eralmennt viðkvæði, er oss er bennt á nokkuð nýtt. En fornt spakmæli latínskt segir, að örskammt sje öfg- anDa á milli, (extrema se tangunt) og sannast það hjer sem hvervelna. t‘ví eins ófúsir og menn eru til að laka upp þá nýjungina, sem betur má fara, svo gleypifúsir gínum vjer yfir hverri flugu, sem getur gjört oss að athlægis-apaköttum annara þjóða. Að þetta gæli átt sjer stað meðal þeirra, sem fá- fróðastir eru, það sýnist meiri vorkunn; og þetta er eigi heldur neinn skortur þeirra á meðal; taki menn lil dæmis eptir «sprokverskum# griðkvenna í kaupstöðunum. En þó er eigi því að leyna, að 1) Meini höf þaö til alls landsins, er þab eigi rjett, þvi vibast hvar í norfcur- og austurnmdæminu eru vatnsmylnnr, en einkum í Eyjafjarííar- og þingeyjarsýslum ern þær al- t mennar. Utg. 2) Jafnvel þ<5 oss liki ekki mörg oríiatiltæki í ritgjörí) þessari, töktim vjer hana í blaí) vort vegna hins gölba inni- halds. Utg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.