Tíminn - 05.03.1874, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.03.1874, Blaðsíða 3
19 þótt ótrúlegt sje, þá er öll slík svívirðing ætt sína að rekja til «heldra fólksins>', sem kallað er. Vjer viljum nú í þetta sinn víkja máli voru að einni grein þessarar háðungar. Það eru ættar- nöfnin, sem vjer viljum koma við. Það hefur eitt sinn áður verið um þetta ritað í «Norðra» (1857 5. ári, nr. 23—24), þar er greinarkorn um «ætt- arnöfn og titlatog» (bls. 95—98), eptir ritstjóra blaðsins, prýðilega samið, sem von var að úr þeirri átt. Og ef vjer ættum nokkuð út á þá grein að setja, þá væri það helzt það, að höfundurinn hefði verið helzt til hlífinn við þennan svívirðilega út- lenzka apahátt. Það tjáir lítt að taka með silki- hönzkum á afglapaskap og fólshætti slíkum; það náir skammt! það verður að taka hina spilltu kyn- slóð, og segja við harja: «þjer eiturormar og nöðru- kyn». Jeg vil jafnvel segja, að það dugir enda eigi að segja þetta í eitt skipti, heldur mættu menn ef vel væri, aldrei þagna á því. Það er auðsætt hve óíslenzkulegt það er, og heimskulegt, að þykja skömm að, að heita íslenzku nafni. Þeim, sem svo þykir, hlýtur þá og að þykja skömm að, að vera (slenzkir. En vjer verðum þá að biðja það gott fólk, sem svo hugsar, að halda oss til góða, þótt oss þyki skömm að þeim sem íslendingum. íslandi er sannarleg minnkun að eiga þau börn, sem fyrirverða sig fyrir ætljörðu sfna. Halda mennirnir í sannleika að þeir muni verða menn að meiri, þótt þeir kalli sig: -sen, -lín, -fjörð, -mann, -dal, eða því um líkt? Svo er víst, því verður ekki á móti borið. Og þeir halda að öðr- um þyki æra í því, að láta uppnefna sig ölium endemislegum skrípanöfnum. Eptir hverjum er þessi fólslegi afglapaháttur tekinn? Mestmegnis eptir Dönum, góðir menn! Hvernig stendur á því? Eigum vjer þá Dönum svo mikið gott upp að unna, eða hvað gott höfum vjer hlotið af þeim? Það eru embættismenn og danskir búðasláparsem hafa inn- leitt þetta, og íslenzkan hefur jafnan verið þunn í þessnm herrum. Eptir þeim er þetta tekið. Kaupstaðirnir hafa það verið, sem í þessu sem öðru hafa atað og svívirt þjóðerni vort og tungu. Reykjavík hefur og trúlega gengið í broddi fylk- ingar, og ab flestu, sem óþjóðlegt er, jafnan veritS „sú spilta Babýlon", enda er þar flest stórmenni landsins saman komið. pað er Reykjavílc sem vill kallast höfub- staBur landsins, sem í þessu, sem svo mörgu öðru, hefur gjört sig að úrþvætti landsins, og maður skyldi stundum halda, að allt, sem er íslenzkt og þjóðlegt, mundi verða útlægt jiaðan. En pað er í þessu máli vert að taka ept- ir því, að það er hjer sem optar hinn hjegómlegi partur mannkynsins kvennpjóðin, sem hneykslinu veldur að miklu leyti. pví að beri svo ólíklega til, sem fátítt er, að nokkr- um karlmanni hafi tekizt að halda kristilegu slrirnamafni sínu, meðal Reykjavíkurbúa, iþámáhann þó eiga pessvísa. von, að pað helzt eigi nema um stund, pví gangi hann að eiga eina af fieiin Adamsdn'trum, er nokkuð sje að manni i Reykjavík, pá — já, pá vei peim kviði er hann bar, og peim brjóstum er hann mylkti, pá er úti um ærlegt skírnarnaín hans. pá ganga allar „thevatns“-kerlingar bæjarins á kjaptaping, til að ráðgast um hvað nefna skuli nýju „maddömuna" oða „frúna“. Og að pví má sá ganga vísu, sem fyrir pessu verður, að paðan sleppur nafn hans ekki óspjallað aptur. pað er einkennilegt, að í útlöndum missir pó að eins konan ein natnið við giptinguna, en hjer optast bæði. Maðurinn verður gjörður að hálfdönskum apaketti og konan gjörð gröð. pað er einkennileg holdsinsfýsn, sem margar kon- ur í Reykjavík hafa til pessa. pað eru sárfáar heldri stúlkur til í bænum, sem eigi karlkenni sig sjálfar eða sjeu karlkendar af öðrum, pví hvað er að karlkenna konu, ef eigi pað, að nefna „Sigríði Sigurðsson", „Guðlögu Pjctursson", og annað slíkt? Á prenti er eigi unnt að sjá hvort karl eða kona hefur par ritað nafn sitt, pá er ritað er: „S. Sigurðsson", „G. Pjetursson“ og annað líkt. Opt ber pað pá og við, að meyjarnar verða til í premur útgáfum, t. d. pegar ein sem heitir Guðrún Pálsdóttir (dóttir Páls Pjetursonar), skrifar sig „Guðrún Pjetursson“, og er kölluð af öðrum „Guðrún Petersen“; giptist hún nú t. d. pói'ði Sigurðssyni, pá skrifar hún sig: „Guðrún Sig- urðsson“, og verður kölluð frú eða „maddama“ „Sivert- sen‘“. petta er hneyksli í hverju íslenzku eyra, og svo heimskulegt, sem framast má verða. pað ætti ogenginn, sem eigi nefnir sig sjálfur slílcum skrípanöfnum, að pola slík uppnefni af dönskum skríl, og sízt er ástæða að fara að skrifa sig t. d. Sívertsen, pó að danskar búðarlokur kunni að neína svo íslenzkan mann. Enda hefur engiun l) pab er jafnvel álitinn svo bráí-nanðsyulegnr heibnr, ab kalla menn. -sen, aí) þegar mabnr, sem heitir t. d. Sig- nrhnr, sonnr Jóns Sveinssnnar, kemur inn í biið, kalla sumir, sem ekki þekkja fóbnrnafn hans, hann Sivertsen, ahrir John- sert, og þribjn Svendsen. og þannig veríur hann nefndnr á þrjá vegn í sómu búð. Höf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.